Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Flensufólkið burt frá flugvélum!

Offitu- og símasjúklingar ásamt sparkandi krökkum eru hjóm eitt miðað við vandræðin sem skapast afFlensuhosti flensufólki með sótthita. Við ættum að nota SARS- ennishitaskanna til þess að koma í veg fyrir að flensuspúarar fari um borð í millilandaflug, því að þeir eyðileggja heilu fríin og viðskiptaferðirnar fyrir tugum manna.

Einn nákominn mér fór í langflug nýlega. Ein kona í hópnum var með flensu og náði að skemma drýgsta hluta frísins fyrir 30 manns. Lofthringsólunarkerfi þotanna tryggir það að allir hafa andað að sér lofti sjúklingsins nokkrum sinnum fyrir lendingu, enda er olía til hitunar fersklofts spöruð eins og hægt er.

Flu sneeze

 

 

Annaðhvort á sjúklingurinn ekki að fá að fara með eða að vera með öndunargrímu, eins og tíðkast í Japan. Eða er réttlátara að allir aðrir verði með grímu, en sjúklingurinn grímulaus?


mbl.is Feitir borgi sama og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð nótt

Nordurljos IPNú sjást norðurljósin aftur og sýna rafsegulstorma sólar sem skella á segulsviði jarðar. Ég tók þessa mynd um kl. 22:30 áðan yfir Skerjafirði. Ég er enn þeirrar trúar að lægðir kreppist frekar, sem verða fyrir miklum rafsegulstormum. Mannfólkið fær eflaust sinn skammt líka.

Smellið þrisvar á myndina til þess að sjá stjörnurnar. Hvað táknar þetta form?


Stýrivextir stefna í lækkun

Loksins eru seðlabankar ESB, Bretlands og BNA við það aðwaving_goodbye.png lækka stýrivexti og yfirgefa verðbólgumarkmiðin, sem hafa alls ekki náðst hvort eð er, eins og raunin varð hér. Á meðan er Seðlabankinn hér á landi enn rígfastur í himinháum vöxtum, sem réttlætt er með úreltum og ósveigjanlegum hagfræðikenningum. Ástæða viðsnúningsins erlendis eru viðbrögð við hruni markaða og tregða banka til þess að lána hver öðrum. Jenið styrkist og helstu viðmið hávaxtamarkaðarins, áströlsku og nýsjálensku dollararnir eru snarfallnir og stefnt er að frekari lækkun stýrivaxta þar. Ef vaxtalækkunin erlendis verður almenn, þá getur Davíð ekki staðið eins og staur í miðjum veginum gegn vaxtalækkun hér.

waving_goodbye_2.pngEinn þáttur bráðnauðsynlegra aðgerða til þess að venda þjóðarskútunni af þessari stefnu sinni inn í skerjagarðinn er myndarleg lækkun stýrivaxta strax. Um 10% stýrivextir eru líkast til hæfilegir.


mbl.is Nikkei ekki lægri í rúm þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband