Fæst er fimmtugum fært, eða hvað?

Afsakið óralangt bloggfrí, en skíðamennskan hlóð batteríin svo vel IP Botnssuluraf jákvæðni að ég hlakka jafnvel til fimmtugsafmælisins sem hófst rétt í þessu, þ.e. 26/2. Vika á skíðum í Selva á Ítalíu með fjölskyldu og vinum ásamt degi á Gagnheiði við Botnssúlur hlaða í mann orku til þess að takast á við tilhugsunina að verða fimmtugur. Auðvitað er aldur hvers og eins afstæður, þ.e. hvernig honum eða henni líður, hvernig heilinn er og restin af skrokknum. Mér finnst ég ekki vera orðinn svona ári gamall, enda hef ég aldrei verið betri á skíðum en nú, gat aldrei hlaupið 10 km á 50 mínútum (eða yfirleitt) eins og í dag, hef fjölmörg áhugamál og er ekki að drepast úr stressi (en hver veit?).

IP next 30 yearsEn aðalmálið er kannski það hvernig fólk aðlagast breytingum á þessum tíma, t.d. í vinnu. Kem ég breytingum á eða stend ég í vegi fyrir þeim? Það tekur á að synda út til móts við flóðbylgjuna, en er mun auðveldara að renna sér á brimbretti á henni heldur en að fara hvergi, standa á ströndinni og fá skellinn á sig.

Eini fastinn í veröldinni er breytingin. Við höldumst ung á því að umvefjast breytingum og að elska náungann. Ætli maður rembist ekki bara við það áfram?

Kántrýhetjan Tim McGraw á þetta ágæta lag:

In my next thirty years 

I think Ill take a moment, celebrate my age
The ending of an era and the turning of a page
Now its time to focus in on where I go from here
Lord have mercy on my next thirty years

Hey my next thirty years Im gonna have some fun
Try to forget about all the crazy things Ive done
Maybe now Ive conquered all my adolescent fears
And Ill do it better in my next thirty years

My next thirty years Im gonna settle all the scores
Cry a little less, laugh a little more
Find a world of happiness without the hate and fear
Figure out just what Im doing here
In my next thirty years

Oh my next thirty years, Im gonna watch my weight
Eat a few more salads and not stay up so late
Drink a little lemonade and not so many beers
Maybe Ill remember my next thirty years

My next thirty years will be the best years of my life
Raise a little family and hang out with my wife
Spend precious moments with the ones that I hold dear
Make up for lost time here, in my next thirty years
In my next thirty years


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með afmælið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 02:16

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ágætur texti á tímamótum. Til hamingju með daginn.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Til hamingju með daginn

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 26.2.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Heidi Strand

 
Ívar, til hamingju með áfangann. Næsti áfangi byrjar glæsilega.
Bestu kveðjur frá Danmörku.

Heidi Strand, 26.2.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Óli Björn Kárason

Kæri félagi. Það eina sem þú veist er að það versta er að baki og bjartari tímar framundan. Til hamingju um helming ævinnar eða svo.

Óli Björn Kárason, 26.2.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir góðar kveðjur. Dagurinn er ljúfur.

Ívar Pálsson, 26.2.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband