Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 22:07
Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
Því miður er fall Glitnis enn einn þátturinn í fyrirsjáanlegu ferli sem vinnur sig í gegn um allt kerfið. Maður tekur ekki þvottinn úr vélinni í miðju prógrammi, illa þveginn, sápugan og blautan. Það á enn eftir að þvo, síðan skola og loks vinda á háum snúningi. Síðan er þvotturinn hengdur til þerris.
Ég hef reynt að lýsa þessu ferli síðan í mars í fyrra (sbr. greinar hér til hliðar). Helstu þættir sem eru rétt byrjaðir eða á algjörlega eftir að taka á eru lækkun stýrivaxta og óhjákvæmilegt verðfall fasteigna, sem lækkar eigið fé fjármálastofnana verulega. Við lækkun stýrivaxta hverfa síðustu krónubréfin og vaxtamunarsamningarnir, sem veldur nokkru gengisfalli í viðbót. Niðurfærslur á virði fasteigna koma ekki fyrr en í ársuppgjörum í janúar- febrúar 2009 og kýla þann markað áfram niður.
Ýmsir krefjast aðgerða Seðlabanka vegna gengisfellinga, en það er á misskilningi byggt. Inngrip Seðlabanka í gengi krónunnar yrði hrein sóun á frekari milljörðum okkar á nokkrum klukkutímum. Inngrip láta okkur (þ.e. Seðlabankann) kaupa krónur og selja meira af gjaldeyri, sem gerir gjaldeyri ódýran fyrir bankana, en gengið fellur síðan fljótt aftur vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Þar með er krónunum okkar sóað. Inngrip er sóun, það er alþekkt staðreynd og því hefur Davíð og Co. ekki stundað slíkt, ólíkt ýmsum forverum hans sem trúðu á handaflið gegn vísundahjörðinni.
Auðvitað munu ráðamenn segja stöðugleika náð og bankamenn segja að bankinn sé traustur þar til hann fellur. Annars er óstöðugleiki og bankinn fellur örugglega! Ég ítreka enn margtuggnar athugasemdir mínar um það að fólk eigi að borga skuldir og eiga gjaldeyri inn á reikningi eða í bankahólfi til þess að fá sálarfrið. Það sannaðist í gær að sjóðir eru ekki aðgengilegir í krísu og geta jafnvel þurrkast út í milljörðum eins og gerðist í Bandaríkjunum nýlega. Kannski eru ágætis kauptækifæri í gjaldeyri á fyrstu októberdögunum, enda tilheyra þeir næsta fjórðungi.
Við verðum bara að temja okkur aftur gamla verðbólguhugsanaháttinn að gera ráð fyrir hratt fallandi krónu og hærri verðbólgu áfram, þannig kemst hver og einn sæmilega af.
Moody's lækkar einkunn Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 11:07
Óþægilegur sannleikur
Óþægilegur sannleikur ýmiss konar sýnir okkur hve dýrt það reynist þegar ráðamenn í stjórnmálum vilja ekki sveigja sig eftir honum heldur halda sig við fyrirframgefnar kreddur . Hér eru nokkur dæmi um slíkt í umhverfismálum:
Trjárækt á Íslandi kælir ekki jörðina, heldur hitar hún hana. Norðan 50°. breiddargráðu hitar trjárækt jörðina frekar en hitt og CO2 losun er af aðgerðinni (sjá t.d. Lesbók Mbl. í gær).
Langstærsti hluti losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum af mannavöldum á sér stað í ríkjum sem eru harðákveðin í því að einbeita sér að orkuöryggi og hagvexti hjá sínum þegnum á næstu árum heldur en að gangast undir sveiflukennd reiknilíkön vestrænna umhverfissinna um 20-50 ár. Fundir 10.000 manns í Kaupmannahöfn eða á Balí breyta engu um þessa staðreynd.
Maðurinn breytir ekki veðri heimsins að sínu skapi, hvað þá að milljarður manna breyti veðrinu rétt fyrir hinum 5,7 milljörðunum.
Maðurinn getur ekki haft áhrif á hæð sjávarmáls næstu 200-1000 ár. IPCC (SÞ- hópurinn) fullyrti það vegna færibandsins mikla um heiminn.
Efnahagskreppan lætur fólk um heiminn forgangsraða hjá sér: hvort á að svelta núna og kæla hugsanlega jörðina um 2°C næstu 20-50 ár eða að eiga í matinn?
Ræktun matvæla til orkunotkunar hækkar verð á matvælum fyrir fátækasta fólk heims og veldur beinlínis hungri. Jafnvel Evrópusambandið staðfesti þetta þó.
Aðgerðir Íslands eða Íslendinga geta ekki á nokkurn tölfræðilegan hátt skipt máli varðandi kælingu loftslags í heiminum. Enginn alvöru vísindamaður getur haldi síku fram af viti. En ef svo ólíklega vildi til, þá væri niðurstaðan brotabrot úr Celcíus gráðu, sem væri hvort eð er ekki marktæk.
Peningaustur Íslands til málaflokksins um losun gróðurhúsalofttegunda eykst stöðugt og er talinn í millljörðum króna. Hætta ber honum, fyrst hann skilar engu.
Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 29.9.2008 kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2008 | 09:53
Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
Bankar og braskarar eru samir við sig í lok hvers ársfjórðungs. Sjáið á línuritunum hvar 25.- 26. dagur síðasta mánaðar hvers ársfjórðungs á árinu er notaður í það að ná inn gjaldeyrishagnaði fjórðungsins, en síðustu dagarnir eru annað hvort smástyrking til málamynda eða tæknilegir þættir.
Það er augljóst að þetta er ekki tilviljun. Ársfjórðungsuppgjörin ráða og krónan er mjólkuð til þess.
Krónan veikist um 2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 10:37
Íslenskir bankar?
Íslensku bankarnir verða æ íslenskari, nú með kaupum hans hátignar Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani á einum stærsta hlut í Kaupþingi (eða Kaupthing Bank). Þá ráða þeir stórgripaveiðifélagarnir í Afríku, Ólafur Ólafsson og Sjeik Mohammed miklu um stefnu stærsta banka sem hefur enn aðalstöðvar á Íslandi, þ.e. á meðan stýrivextir hér haldast ofurháir. Hætt er við því að sjáist í iljar langtímafjárfestanna ef Davíð rifjaði upp fornan myndugleika og lækkaði stýrivexti í 10% og vaxtamunarverslun yrði neikvæð. Annað sem gæti snúið Sjeik Mohammed frá okkur er það ef gengi Kaupthingsins ryki upp í 800 eða 900 fljótlega og hann fengi milljarðafjöld í kyrtilvasann. En hver myndi þá kaupa? Sjeik Yerbouti?
Forstjóri (Byr)Glitnis telur að íslamska ríkið, afsakið, íslenska ríkið eigi að koma til bjargar sparifjáreigendum ef íslenskur banki fer yfir um. Sanngirnin í því er augljós, að í stað þess að bankarnir safni upp ótrúlegum hagnaði sínum af vaxtamunaverslun og gengismismuni til myndunar áfallasjóðs sparifjáreigenda, þá eigi íslenskur almenningur að taka áhættuna fyrir þá á útrásinni í olíupeningaleit og greiða fyrir með sköttum af vinnu sinni.
Fyrir mitt leyti, þá neita ég að bera ábyrgð á áhættusjóðum íslamskra banka.
Sjeik kaupir 5% í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2008 | 07:16
Stormurinn
Stundum er gott að stormurinn geisi,
steli af landanum andvaraleysi,
hrífi burt rykið úr hugsanahreysi
og hræri vel í þessu aumingjapleisi.
ÍP 19/9/2008
Davíð segir að krónan muni ná sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 14:48
Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
Eignir Íslendinga fyrir helgina áttu að heita 10 þúsund milljarðar og skuldir 12 þús. ma. Nú jukust skuldirnar um amk. 1 þús. ma. og eignir féllu um 1-2 þús. ma. Niðurstaðan úr slíku dæmi yrði þá 13-8= 5. þús. ma. , þ.e. 250% aukning nettóskulda Íslendinga.
Er einhver með raunsærri tölur en þetta? Telur einhver að viðskiptavild upp á nokkur hundruð milljarða standi óbreytt, að 50% hækkun skuldatryggingarálags banka skipti engu, að fall bankabréfa um heiminn haldi eignum óbreyttum eða að styrking Jensins og flótti úr vaxtamunarviðskiptum auki ekki skuldir okkar? Nú er tími sannleikans. Viðurkennum stöðuna.
Annað veldur mér trega. Orkuveitan er svo skuldug að á endanum þarf að selja hana, en ekki þá einhverjum pappírstígrum, sem nær allir bankar heimsins eru þessa stundina. Þeir einu sem gætu keypt fyrir reiðufé væru Björgólfur Thor, Dubai, rússsneskir olíujöfrar eða Kínverjar. Nú er bara að velja, því að við getum verla haldið svona áfram nema að djúpborun reynist algert gull.
Lausafjárkreppan versnar hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.9.2008 | 09:49
Skuldir Íslendinga snarhækka
Hér eru nokkrir punktar og tenglar í öllum látum markaðanna: Fall fjárfestingalánabankanna í BNA snarstyrkti jenið gegn dollar og eykur þannig skuldir Íslendinga um hundruð milljarða króna á örskotsstundu. Skuldatryggingaálag bankanna snarhækkar (allt að 50% hærra!) og lausafjárskorturinn verður enn verri. Smærri svæðisbundnir bankar og sjóðir í Bandaríkjunum, allt að 1000 slíkir, gætu þurft að hætta starfsemi (skv. CNBC). Sparisjóðirnir á Íslandi heyra þá líklega sögunni til, enda eru fjármögnunarmöguleikar þeirra enn frekar takmarkaðir en áður.
Nú er skammt stórra högga á milli. Einhverjir íslenskir bankar og sparisjóðir munu nær örugglega þurfa að hætta glanssýningunni núna og fara yfir í Áætlun B: Sameiningar, niðurskurð, sölu eigna osfrv.
En aðalmál dagsins er áhættuflótti þeirra fáu fjárfesta sem eftir eru. Jenið styrkist og vaxtamunarsamningar eru gerðir upp. Skuldatryggingaafleiður CDS fara í hæstu hæðir.
Morgan Stanley, the second-biggest U.S. securities firm, is advising clients to sell emerging currencies in Asia, Latin America, Eastern Europe and the Middle East, and buy the dollar. Stock valuations suggest that earnings in emerging markets will drop as much as in 2001-2002, when profits fell 18 percent from their peak, New York-based Morgan Stanley estimated. . The biggest losers since June in emerging markets have been the Iceland krona, Bulgarian lev and Brazilian real. Each has fallen more than 10 percent. Only China's yuan has appreciated, gaining 0.15 percent. `There is going to be a further re-pricing of risk that will affect emerging markets. Credit was plentiful in the emerging market countries too.''
Tryggingarfélög, sérstaklega þau sem álpuðust út í skuldatryggingar, munu ekki eiga sjö dagana sæla. http://www.cnbc.com/id/26710104 AIG, Facing Liquidity Crunch, Reaches Out to Regulator has made an unprecedented approach to the Federal Reserve seeking short-term financing, media reports said.
AIG, hit by $18 billion in losses over the past three quarters from guarantees it wrote on mortgage derivatives, has had to act quickly after Standard & Poor's said on Friday it may downgrade AIG's ratings.
AIG was founded in China 89 years ago. In the years since, largely under Greenberg's watch, it grew into one of the world's largest insurers, spanning 130 countries and territories and serving 74 million customers.
http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aPTIdpST8HJ0&refer=home Lehman Files for Biggest Bankruptcy as Suitors Balk (Update1)
http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=atfoAL7co3vg&refer=home Swinging Real, Won Point to More Pain Amid Slowdown (Update1)
http://www.cnbc.com/id/26710362
CNBC Wilbur Ross: Possibly a Thousand Banks Will Close
http://www.reuters.com/article/newsOne/idUSN1440161120080915 AIG, facing liquidity crisis, seeks Fed lifeline has made an unprecedented approach to the Federal Reserve seeking $40 billion in short-term financing, the New York Times said.
http://www.reuters.com/article/newsOne/idUSN1445019920080915 Bank of America to buy Merrill for $50 billion
Bank of America Corp said it agreed to buy Merrill Lynch & Co Inc in an all-stock deal worth $50 billion, snagging the world's largest retail brokerage after one of the worst-ever weekends on Wall Street.
http://www.reuters.com/article/idUSN1546989720080915 Lehman files for bankruptcy, plans to sell units. Lehman Brothers Holdings Inc filed for bankruptcy protection, after trying to finance too many risky assets with too little capital, making it the largest and highest-profile casualty of the global credit crisis.
http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a.uRJVhw91dU&refer=home Treasuries Surge as Stocks Drop Worldwide on Lehman Bankruptcy. `In the short-term, this can only mean higher risk premiums and a flight to safety.''
http://www.cnbc.com/id/26715321 UBS Tumbles on Reports of Further Writedowns. UBS will have to write down another $5 billion on its risky investments in the second half of the year. Last month, UBS, Europe's worst casualty of the credit crisis, said writedowns climbed a further $5 billion in the second quarter to top $42 billion.
Sögufræg fyrirtæki á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2008 | 15:13
Örsaga: Vagninn bíður ekki
Um nóg var að hugsa áður en haldið skyldi í heimsókn yfir í Austurbæinn. Eitt og annað þurfti að finna til fyrir ferðina með strætisvagninum. Þegar hún tyllti sér til þess að setja á sig stígvélin, varð Friðnýju hugsað til liðins tíma. Henni fannst þetta allt fljúga hjá. Minningar um æskuárin við Ísafjarðardjúp, ástarævintýrið skamma sem gerði hana að einstæðri móður við erfiðar aðstæður og ferðin til Vesturheims án sex ára sonarins Péturs, sem bjó síðan með indíánum í nyrstu héruðum Kanada.
Þetta fór allt að smella saman. Einhver tilgangur virtist vera í þessu. Stefán kom inn í líf hennar í Kanada og kvæntist henni, en sjálfur hafði hann áður misst konu, barn og heimili á Íslandi. Hún var sannfærð um að Guðs blessun hafi fært þau saman. Ávextir hjónabands þeirra, Guðrún ljúfan og Gunnlaugur fagri voru orðin að myndarlegu ungu fólki. Friðnýju fannst bara engin hæfa að gera þau að útlendingum sem könnuðust einungis við Ísland af munnmælum eldra fólks. Kreppan í Ameríku hafði hvort eð er sorfið svo að, þannig að þeim var ekki til setunnar boðið og héldu til Íslands. Stefán var því miður ósáttur, þar sem Kanada átti miklu betur við hann. Og nú var hann látinn, hann lést á Íslandi á stríðsárunum. Nú þegar hún hafði verið ein í tíu ár, þá fannst henni að hún hafi staðið sig þó nokkuð vel, þótt oft hafi blásið í móti.
En strætisvagninn lætur ekki bíða eftir sér. Fjöldi fólks treysti á far með honum til vinnu og annarra þarfa í barningi eftirstríðsáranna. Friðný smellti sér loks í stígvélin og gekk af stað, hnarreist í pollunum. Á göngunni varð henni hugsað til Péturs síns, hve sjálfstæður hann væri eins og hún sjálf á yngri árum. Hún gladdist við tilhugsunina. Ekki var stelpan ósjálfstæðari, svo einörð að afla sér menntunar að hún ferðaðist með skipalestum í stríðinu til og frá Ameríku, fram hjá kafbátum Þjóðverja sem náðu að skjóta nokkur skipanna niður. Áður hafði Guðrún gerst forstöðukona barnaheimilis aðeins 18 ára að aldri. Gunnlaugur minn kemst það sem hann vill. Það virðist vera einhver seigla í okkur frá Djúpinu, hugsaði hún og leit í spegilmynd sína í bakarísglugganum. Stoltið í glottinu leyndi sér ekki.
Strætisvagninn brunaði fram Hringbrautina í rykmekki og renndi sér í áttina að biðstöðinni. Friðný sá að hún hafði misreiknað sig með tímann við hugleiðingarnar. Hún tók á rás en fann verulega til aldurs síns. Skyldi hún ná vagninum? Ef ekki, þá væri klukkutíma bið og dónalegt væri að koma svona seint í kaffiboðið. Hún herti því hlaupin, þrátt fyrir verk í brjóstholinu. Það hlyti að líða hjá á eftir. En farþegarnir í vagninum kölluðu til vagnstjórans að stöðva, því að eldri koma kæmi hlaupandi. Hún náði því vagninum, þakkaði fyrir sig, fékk hjartaáfall og hneig örend að glugganum.
PS. Friðný var amma höfundar. Saga hennar er m.a. hér http://ritlist.is/gudrun/fridny_gunnl.htm og hér http://ritlist.is/gudrun/gudrun_kanada1919.htm ásamt fleiri tenglum á http://ritlist.is/gudrun/index.htm
Myndir tengdar þessu (c/o Stefán Pálsson):
http://minningar.com/v/stefan/stephensen/
http://minningar.com/v/stefan/stephensenar2/
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2008 | 17:04
Sumarið 2008
Sumarið 2008 var heitt og gott hér fyrir sunnan, þökk sé breytilegri náttúru eða hlýnun jarðar eins og aðrir segðu. Hér eru myndir til minja um heitasta daginn. Þá syntu ungar hetjur í sjónum út í sker en aðrir hreyfðu sig léttklæddir á landi. Úti á firði brunuðu spíttbátar.
Vandræði mín fólust í því að ná að sóla hliðar líkamans eins vel og bak- og framhlutann!
(Smellið þrisvar á myndir til þess að ná fullri stærð)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 23:51
Turnar tveir í tunglskini
Hér er smá minningarmynd um turnana tvo, sem ég tók áðan í tunglskininu í Skerjafirði. Það er skrýtið að hafa staðið ofan á turninum í New York forðum, þar sem voru þúsundir manna og hundruð þúsunda tonna af steinsteypu og stáli. Ekkert átti að vera traustara, en nú er það horfið. Miðstöð heimsviðskipta: Horfin. Horfinn er líka grunnurinn að helmingi fasteignalána þeirrar þjóðar. Stærstu bankar og fjárfestingalánafyrirtæki riða til falls. Ekkert er varanlegt.
En lífið gengur sinn vanagang úti á Skerjafirði, þar sem skarfarnir spóka sig á Lönguskerjum. Hverfa þau líka? Vonum ekki.
Varnargarðurinn er nú að hverfa vegna stöðugs ágangs sjávar. Brimaldan lemur hann flesta daga. Allt gefur eftir að lokum. En nú á víst að laga hann, blessaðan.
Smellið þrisvar á myndirnar til þess að ná fullri stærð.
Minnismerki um hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 13.9.2008 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson