Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Dökki hesturinn kemur fram

Mig dreymir um dökka hestinn. Í ensku máli merkir dökkur hestur („A dark horse“)  t.d. einhvern lítt þekktan stjórnmálamann sem kemur fram og nær óvæntum árangri. Þetta gerist í dagdraumi mínum um Icesave2 atkvæðagreiðsluna á Alþingi:

Múlbundinn þingmaður Samfylkingar brýstdokkurhestur_cgordonhorses_com.png út úr ærandi þögninni og öskrar „nei“ á allra- síðustu stundu. Samviskan gaf honum ekki svefnfrið nóttina áður, svitinn spratt út á enninu og Andi liðinna atkvæðagreiðslna ásótti hann. Ef þingmaðurinn staðfesti Icesave2, þá bar hann ábyrgð á óförum þjóðarinnar þaðan af. Honum varð hugsað til sannfæringar sinnar, sem gaf honum kosningu hans. En nú voru um 80% þjóðarinnar gegn Icesave2 „lausninni“ sem hann þurfti að verja til síns hinsta dags.  Í morgunsárið kom Vitrunin: sannfæringin varð skyldurækninni yfirsterkari og örlögin urðu ekki umflúin. Hann varð að hætta stuðningi við frumvarpið. En ekki mátti segja frá því fyrirfram, því að allir legðust þá á hann og létu ákveðni hans bresta.

Þingmaðurinn staðfasti, dökki hesturinn, brokkaði að bási sínum og náði að ýta á NEI á síðustu stundu. Icesave2 var þar með hafnað. Hann tölti hnarreistur til baka.

„You saved Iceland too“.


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá og meðalstór fyrirtæki fái að vaxa

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka,Big and small Dennis Yu hélt mjög áhugaverða og hreinskilna tölu á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Einna áhugaverðust þótti mér skífuritin um stöðu viðskiptavina bankans. Yfir 90% smærri og meðalstórra fyrirtækja eru „í lagi“, á meðan einungis um þriðjungur þeirra stóru falla í þann flokk.

Það þykir mér benda beint á rót meinsins: Stóru fyrirtækjunum, sem beittu mörg hver öllum ráðum til þess að gleypa samkeppnisaðila með skuldsettum yfirtökum  og bolagangi, ætti ekki að bjarga núna með ábyrgð fólksins, þar sem slíkt kemur í veg fyrir að frjáls samkeppni og eðlilegt aðald komist fljótt aftur á. Við gjaldþrot eða slit stærstu fyrirtækjanna, þá kemst loksins aukinn kraftur í vel stæð og vel rekin millistór og smá fyrirtæki landsins, eftir ósanngjarna yfirburðastöðu stórfyrirtækjanna á samkeppnismarkaði í áraraðir.

Skriðdrekar í byggingariðnaði höfðu t.d. jafnað ýmiss smáfyrirtæki við jörðu úti um land, en njóta enn vinstri stýrðar verndar ríkisins og banka þeirra til þess að níðast á smælingjunum.  Nær óþarfi er síðan að nefna dæmi allra dæma, Haga (1998 ehf.), sem skipta ætti upp svo að eitthvert eðlilegt aðhald markaðarins gæti komist á aftur.

Nú er lag, nýtið það! Við frjálshyggjufólk stöndum gegn ríkisverndaðri einokun, hvar sem hana er að finna.


mbl.is 40% fyrirtækja komin í ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komma- tímar, komma- ráð

Nú eru blómatímar sósíalistanna: „Öreigar Íslands sameinist gegn millistéttinni“ virðist vera slagorð ríkisstjórnarinnar þessi misserin, þegar 60% fjölskyldna hér á landi eru skuldlitlar eða skuldlausar, en árásir stjórnvalda gegn þeim eru rétt að byrja. 

 Communist Party Flikr

Þetta er fólkið sem sýndi ráðdeildarsemi á ólgutímum, reisti sér ekki hurðarás um öxl, heldur einbeitti sé að því að auka nettóeign sína, þar sem ósanngjarni eignarskatturinn hafði verið afnuminn. Eldra fólk, sem horfði upp á sparifé sitt brenna upp í óðaverðbólgu á áttunda áratugnum og fram á þann níunda, hafði þá helst sannfærst um það að best væri að auka við eignarhlut sinn í húseignum fyrir ellina heldur en að taka áratuga löng lán, enda minnki lánin einungis greiðslubyrðina tímabundið en þynni út eignina. Þetta þýddi yfirleitt nokkur mjög erfið skuldaár fyrir hina fyrirhyggjusömu, en það skilaði sér í minni eða engum skuldum að lokum.

 

Eldra fólk hafði einnig fengið forsmekkinn af því hvernig farið var með lífeyrissparnað þeirra fyrir nokkrum árum, þegar áhættugleði sjóðanna tók að aukast og eignin náði að lækka um allt að 20% en þeim voru send teppi frá bankanum á meðan bankastjórarnir fengu kaupaukagreiðslur fyrir CommunistCubismstýringuna. Lífeyrissjóðum yrði ekki treyst. Það sannast sérstaklega þessa dagana, þegar ljóst er að eignir sjóðanna hafa aftur rýrnað um tugi prósenta í hruninu mikla og falltölurnar aukast daglega með uppgjörum bankanna. Helst væri þá að treysta á erlendar eignir, þar sem krónan er fallvölt, en ekki dugir það: ríkisstjórnin vill þær til landsins og lífeyrissjóðirnir eiga víst að breytast í einhvers konar Framkvæmdastofnun ríkisins, eða bland af Byggðastofnun og Iðnþróunarsjóði að sukka í pólítískri nýsköpun. Einstaklingurinn sem lagði fyrir í áratugi getur því einungis treyst því að lífeyrisupphæðir hans verða örugglega ekki til staðar þegar á reynir, amk. ekki með vöxtum.

 

Kommunismi klaeddur uppHvar er sanngirnin fyrir þá ráðvöndu borgara sem vildu ekki taka lán fyrir hlutabréfakaupum í bönkum, heldur hreinlega borguðu upp skuldir í eignum sínum eða lögðu peninga inn á reikninga? Nú stendur til að skattleggja tekjur þeirra aftur með eignaskatti. Húseigendur sem réttilega vantreystu bönkunum, Giftist kommunistahlutabréfum og bréfadóti með uppgíruðum skuldaloforðum hverskonar völdu margir að auka við eignina.  En ríkið vill ná til þessarra einstaklinga, sem margir hverjir  eru eignasterkir en tekjulitlir. Þá mun ríkið pína þá til þess að taka ofurvaxtalán í gervibönkum til greiðslu árlegra eignarskatta, engar smá upphæðir, sérstaklega fyrir eldra fólk með nær engar tekjur.

 

Vonandi fer þessum ósanngjörnu kommatímum fljótt að ljúka. Úrræði vinstri stjórnar á slíkum tímum, sem eru hin verstu kommaráð, ganga ella gersamlega frá gullgæs íslenska ríkisins, hinni stóru miðstétt.

 

25/11/2009: Línurit frá RSK birt vegna athugasemda.Smellið tvisvar á það með bendlinum til þess að fá fulla stærð.

RSK Tiund nov2009 21


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband