Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000

ESB aðild ásamt Evru mun ekki bjarga Íslandi úr kreppunni frekar en Írlandi, sem hefur hvorttveggja en er í vandræðum af sama meiði og Ísland er í, en Írland getur ekki fellt gengið og minnkað þannig atvinnuleysi eða gripið til sértækra ráðstafana nema þá í gegn um Brussel.

BBC Irland motmaeliVið getum enn ráðið örlögum okkar, þótt við stöndum djúpt úti í síkinu. Með ESB- aðildarumræðu þá drepum við aðalmálunum á dreif, hvernig ber að lágmarka skuldir okkar og auka við eða halda tekjumöguleikum okkar. Umræður um aðild Íslands að ESB hafa t.d. þegar orðið til þess að Kínverjar hafa hætt við fríverslunarbandalag við Ísland í bili, en þeir samningar voru komnir mjög langt og hefðu skipt sköpum í uppbyggingu á Íslandi. Ef við staðfestum að ESB aðildarviðræður komi ekki til greina, þá snýr Kína aftur að samningaborðinu.

Kreppan krefst réttilega athygli. Stjórmálaflokkar ættu þess vegna að verða sammála um það að eyða ekki tíma og peningum í umræður um ESB- aðild, hitnandi loftslag (sem kæmi okkur hvort eð er vel), þróunaraðstoð (sem er nær hrein sóun verðmæta) eða hvalveiði (sem er sjálfbær og sjálfsögð).


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn þorir að neita Icesave og IMF

Hrópa þarf af húsþökum: „EKKI SAMÞYKKJA ICESAVE og IMF!!!“icesave_nei.png

·         Ef gríðar- skógareldur geisar, þá skiptir garðslangan engu máli.

·         Ef skip er hriplekt, þá skiptir ein fata engu máli.

·         Ef Icesave- og IMF skuldbindingar verða staðfestar, þá skiptir niðurskurður upp á milljarð hér og þar í hagkerfinu engu máli.

 

Langflestir ráðendur hafa fyrst sagt að Icesave verði ekki greitt eða IMF skilyrði samþykkt en guggnað svo á því. Síðasta von landans var Steingrímur J., sem gafst upp gagnvart þessari vá á fyrstu dögum í stóli fjármálaráðherra og fór að einbeita sér að þáttum sem skipta engu máli í samanburði við þúsund milljarða skulbindingar ríkisins og sjúklega stýrivexti.

 

IMF neiHvað þarf til þess að einhver ráðandi aðili hafni Icesave algerlega og skeri á hnútana? Sá hinn sami fórnar sér þá, eins og Davíð gerði með því að segja afdráttarlaust: „Við borgum ekki þessar skuldir“.  Einnig að hafna IMF „aðstoð“, sem felst í blóðmjólkun krónunnar með 18% stýrivöxtum fyrir eigendur og tengslaaðila IMF.  

 

Nær engar líkur eru á því að stjórnmálamaður leggi frama sinn að veði með því að láta kjósa sig sem þann sem mun hafna Icesave/IMF samningum, þrátt fyrir það að meirihluti Íslendinga geri sér fyllilega grein fyrir því að við getum ekki greitt neitt í þá áttina. Allir slæmir atburðir eftir það verða taldir honum að kenna. Allt hefði farið betur hefðum við bara samið og „haldið stöðu okkar meðal þjóðanna“. Því erum við enn stödd við gapastokinn, þar sem taka á allan almenning af lífi.

 

Gjaldþrot annarsvegar eða höfnun Icesave og IMF hinsvegar. Þeir eru kostirnir í dag.


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ora er íslenskt!

Ora fiskbollur

Vegið er að traustum íslenskum stoðum að ófyrirsynju í „fréttum“ Stöðvar 2 og visir.is í kvöld, einmitt þegar treysta þarf þær stoðir enn frekar. Aðalfréttin er sú að íslenska framleiðslu- og markaðsvaran Ora, þmt. einskonar flaggskip þess hér, niðursoðnu Ora fiskbollurnar, séu ekki íslensk vara. Þessi frétt öll virðist unnin af kunnáttu- og tillitsleysi ásamt drjúgum skammti af þröngsýni.

Fyrst ber að nefna að hér er um rammíslenskt framleiðslufyrirtæki að ræða, sem greiðir laun og skatta á Íslandi, ekki á Tortola- eyjum! Um fimmtíu starfsmenn og umboðsaðilar eru með margfeldisáhrif í hagkerfinu um allt land. Um 150 vörutegundir er að ræða, margar hverjar hluti íslenskrar menningarsögu. Innihald einstakra vörutegunda getur skiljanlega verið á alla vegu eða hún jafnvel alveg framleidd annars staðar, en samkvæmt fréttunum er amk. helmingurinn alíslenskur. Töluverður útflutningur virðist eiga sér stað.

En víkjum okkur að fiskbollunum, sem mótaðar eru á Íslandi og eru niðursoðnar og merktar hér. En það þykir fréttamanni ekki nægur virðisauki, af því að gullaxinn ora_husin.pnger frá Færeyjum! Gullaxinn sem ég reyni að selja til útlanda er veiddur úr sama sjó, skammt norðan miðlínunnar, en glæpurinn á vist að vera sá að þessi er veiddur sunnan línu, fer til frænda okkar og lánardrottna, Færeyinga, og þaðan til Ora í niðursuðuna. Hvaðan er þá hveitið í bollurnar? Verður það að vera undan Eyjafjöllum til þess að Stöð 2 láti fólk gefa börnum sínum þessar gæðabollur í margar kynslóðir?  Sardínurnar eru frá Noregi, líklega smásíld og þá kannski úr Norsk- Íslenska síldarstofninum eða Argentínu. Verða þær kannski að vera frá eyjunni Sardiníu í Miðjarðarhafi? Auðvitað skiptir þetta engu máli, heldur það að varan sé af góðum gæðum og að Íslendingar njóti góðs af viðskiptunum.

Tiltekið var að bökuðu baunirnar kæmu tilbúnar frá Bretlandi. Þær eru hvort eð er ekki íslenskar og fyrst það borgaði sig að bæta því í framleiðsluna úti til þess að lækka vöruverð hér, því betra.  Hagkvæmni stærðarinnar verður að nýta í sumar línur, ss. tómatsósuna. Vonlaust er kannski að keppa í verði við Hunts eða aðra með milljónir flaskna með því að vera með sér línu í verksmiðjunni hér og dýrara hráefni inn til landsins.

ora_islenskt_fyrirtaki.pngÍslenskur rækjuiðnaður er heilmikill og heldur hundruðum manna á lífi hér á landi með miklum margfeldisáhrifum. Rækjan er aðallega norsk, en einnig kanadísk og grænlensk. Hún er þýdd upp, soðin, pilluð og fryst hér og verður íslensk í þúsundum tonna inn í ESB. Engan er verið að blekkja frekar en hjá Ora, svona eru reglurnar.

Tekið skal skýrt fram að allt ofansagt eru aðeins hugleiðingar mínar, upplýsingarnar úr „fréttinni“ og af vefsíðu Ora og ég tengist ekki Ora eða Íslensk- Ameríska á nokkurn hátt, heldur erum við fjölskyldan traustir neytendur þessara íslensku gæðavara og höldum því áfram, sérstaklega í þrengingum framleiðslufyrirtækja núna.

Þakklæti fv. framleiðslustjóra Ora til vinnuveitanda síns í 22 ár þykir mér lítið. Tugir fjölskyldna hljóta að kunna honum litlar þakkir fyrir.


Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili

Lífeyrissjóðirnir sem við erum neydd til þess að treysta til þess Rulettaað gæta fjár okkar stunduðu ótakmarkað fjárhættuspil í framvirkum gjaldeyrissamningum í leyfisleysi. Allir sem koma að þeim afleiðum eiga að vita að þar er um hreint fjárhættuspil að ræða, þar sem engin leið er að vita um útkomuna: hún getur sveiflast um milljarða á nokkrum mínútum. Engu máli skiptir hvort staðan sem tekin er er með eða á móti krónu, frekar en að það skipti máli hvort sett er á rauðan reit eða á svartan á rúllettuborðinu. Þegar veðjað er með krónu, þá greiðum við ofurvexti til þess að þeir geti haldið gamblinu áfram og aukið við þá skökku mynd að þetta svindl styrki krónuna.

Nú á víst að bíta höfuðið af skömminni. Nóg með að lífeyrissjóðirnir stóðu í hreinum áhættuviðskiptum, en að við eigum síðan að greiða niður þá áhættutöku með lækkunum á skuldum þeirra til ríkisbankanna er ekki sanngjarnt á nokkurn hátt, ef af verður.

Reglur um lífeyrissjóðina hljóta að eiga að lágmarka afleiðuviðskipti. En ef þau eru leyfð, þá ætti að hætta að neyða okkur til þess að greiða í þennan ófögnuð, sem engu skilar eftir að spekúlantar hafa farið höndum um þá í áraraðir.


mbl.is Hafa rýrnað um 181 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin skóp Bretavandræðin

Það er nokkuð skýrt núna að Björgvin fv. viðskiptaráðherra hafi skapað þann missi trausts hjá Bretum sem olli hörðum viðbrögðum þeirra síðar, en skerptist að vísu við fjármagnsflutninga osfrv. Þeir töldu okkur síðan fara á bak orða okkar þegar við sögðum þeim það eina rétta, að þetta yrði ekki greitt. Við þurfum samt að neita að greiða, þar sem sjóðurinn ætti ekki að fá lán, skilmálarnir eru hvort eð er óaðgengilegir og við getum ekki greitt, enda Landsbankaveðin mun minna virði en bjartssýnisspár stjórnarinnar sýndu.

Nú reynir á staðfestu Steingríms og Jóhönnu. Ætla þau að spara tíkalla hér en samþykkja milljarða úti?

 

Viðskiptaráðuneytið, Stjórnarráði Íslands, 14. ágúst 2008:

“It is absolutely clear according to the law that the fund has to pay out claims up to 20.887 Euros and therefore the Board would always seek a loan to ensure that the scheme pays out to that minimum.”

 

Þýðing mbl.is: „.. algerlega sé ljóst samkvæmt íslenskum lögum, að Tryggingasjóður innlána verði að greiða innlán upp að 20.887 evrum, fari svo að bankar fari í þrot og geti ekki greitt innistæðuleigendum. Þess vegna muni stjórn sjóðsins ávallt leita fyrir sér með lánveitingu komi til þess að greiða þurfi út innlánstryggingu.“

 Tölvupósturinn allur til Breta


mbl.is Alveg ljóst að innlánstrygging verði greidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallaskíðin ekki til frægðar

Fjallaskíðaferð þriggja vina á Snæfellsjökul lifsbjorg_maetir_788561.jpgsunnudaginn 1. feb. 2009 endaði ekki sem skyldi eins og sést í myndaalbúminu hér til hliðar. Á uppleið lak jeppinn útaf í rólegheitum á flughálu grjótinu og var nálægt veltu, en félagar frá Ólafsvík í björgunarsveitinni Lífsbjörgu komu á rétta tækinu og kunnu sitt fag. Þeir spiluðu bílinn inn á veginn og eiga hjartanlegt þakklæti okkar flækinganna skilið.

 

Lengi finnst þeim er bíður. Við Stefán gegnum áleiðis að jöklinum í snjókomunni með skíðin og á þeim, en Elías varð að bíða eftir björgun hjá bílnum. Heimsókn á Búðir og hjá Haffjarðará lauk síðan þessum sunnudagstúr, sem var ekki til frægðar en reyndist samt hinn besti.

 

Ferð að Snæfellsjökli, fleiri myndir:

http://ivarpals.com/koparmyndir/thumbnails.php?album=12


Norðurljósasería á 10 mínútum

Norðurljós (Aurora Borealis) lýstu upp himininn í 10 mínútur áðan og Venus skreytti líka niður viðAurora Iceland IP 2009 Jan3 22 40 sjávarrönd. Ég tók nokkrar myndir sem sjást hér í albúminu til hliðar alveg ósnertar, en laga þarf skuggann í sumum þeirra. Ýtið tvisvar eða þrisvar á myndirnar til þess að fá fulla stærð.

In the evening of January 3d 2009 at 22:32 to 22:42 I took these photos and placed them in the album on the right. They show Aurora Borealis, Northern lights, a magnificent display of magnetic sunstorms hitting the Earth's magnetosphere. The photos are taken on a Nikon D300 (on a tripod) at a 1000 setting with a AF-S Nikkor 18-200mm zoom lens wide open. Venus is also visible just above the sealine horizon in the earlier ones. I need to fix the shadow in some of them, but they are untouched here.Click 3 times on each photo for a full size.

Copyright Ivar Palsson, Reykjavik Iceland. Contact   ivar at sea.is for a full picture.


Falsað gengi til framtíðar?

Bankarnir og nú ríkið eru orðnir sérfræðingar í því að eyðileggja útflutningsgreinarnar sem eiga að halda okkur uppi.  Loks þegar glitti í lok áralangs falsks gengis krónunnar og uppsöfnuð vandræðin sem af því hlutust skullu á okkur, þá setti ríkisvaldið lok á kraumandi suðupottinn með styrkingu krónu. Gjaldmiðlinum hafði verið haldið sterkum í fjölmörg árYfirsuda með víxlum sem hrönnuðust upp, en því haldið áfram nú með gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum.

Stóra spurningin er hvort nýja vinstri stjórnin taki almennilega á vandamálinu, snarfelli gengið um 40-50%, lækki stýrivextina niður í 5-7%, afnemi gjaldeyrishöft og verðtryggingu, taki upp viðurkenndan gjaldmiðil, neiti að greiða Icesave eða aðrar skuldir bankanna eða að setja aðra slíkar byrðar á þær vinnandi manneskjur sem eftir verða á Íslandi eða á afkomendur þeirra.

Allt ofangreint verður að gerast á sama tíma til þess að virka af viti. Tímar hálfgildingslausna eru liðnir. Ekki er lengur hægt að athuga og skoða mánuðum saman. Allur þorri manna hefur verið látinn halda of lengi að við höfum rétt á hinu og þessu sterku gengi krónunnar. Þótt einungis sé litið til gengis Jensins, helsta skuldagjaldmiðils okkar (skuldir bankanna ekki taldar með), þá sést að það hefur styrkst um tugi prósenta gagnvart öðrum gjaldmiðlum á sl. hálfa árinu. Það er deginum ljósara að flestar jaðarmyntir sem byggðu á vaxtamunarverslun gegn Jeninu eru nú í rúst, íslenska krónan þar fremst í flokki.

Komandi rimma á milli Steingríms J. Sigfússonar fjármála- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Evrópusambandsins verður athyglisverð. Ef hann hefur það bein í nefinu sem af er látið, þá verður ekki af uppgjöri Icesave, sem vekur ekki hrifningu ESB eða Alþjóða gjaldeyrisinnheimtusjóðsins, sem myndu þá loks afjúpa sitt innra eðli almennilega, þannig að Íslendingar forðuðust þá gamma. En hæfileika Samfylkingar til útvatnaðra miðjumoðslausna má ekki vanmeta. Því er líklegasta niðurstaðan aframhaldandi skoðun, blekking, tálsýn, kostnaður og dans á þyrnum en ekki rósum.


mbl.is Krónan veiktist um 2,06%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband