Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Hlaupin hressa upp á andann

Hlaup 250409 nr108 107 (2)Hressilegt hlaupafólk lífgaði strax upp á laugardaginn í Skerjafirðinum, svo að ég tók fjölda mynda af þeim og setti nokkrar í myndaalbúmið hér til hliðar. Þetta var vormaraþon og hálfmaraþon Félags maraþonhlaupara. Mér skilst að marshlaupið hafi verið hlaupið núna í lok apríl!

Svei mér þá ef þau æstu mig ekki óvart upp í að fara að hlaupa hálfmaraþon. Ég sem ætlaði aldrei að fara yfir 10 km svo að maður jagist ekki í sundur í ellinni. En ég veit að vísu af nokkrum sem eru í góðu lagi og hafa gert þetta lengi. Amk. er hættan varðandi heilsuna eflaust meiri við það að sitja kyrr á sama stað í vinnunni.

Smellið þrisvar á mynd til að stækka hana.

PS: Ef einhver vill myndina sína burt af blogginu, ekkert mál:   ip@seaHlaup 250409 nr177.is

Hlaup 250409 nr130 10 5


ESB- sigur? Tæpast

Úrslit kosninganna láta mann veltakosningaurslit_2009_04.png fyrir sér hve ESB stuðningur á þingi sé mikill (sjá töflu), því að ESB- aðildarviðræður skila ekki árangri nema að íslenski samningsaðilinn sé með fullt umboð og sterkt bakland í samningunum. Þessar tölur hnikast varla til nema um 2-3 útreiknaða ESB- stuðningsþingmenn, eða hvað?

ESB a Althingi Excel

Evrópusambandið vill ekki enn eina Noregs- meðferð, að standa í samningaharki árum saman og vera svo hafnað tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningamaður Tékklands við inngöngu þess inn í ESB lýsti því á fundi í Alþjóðastofnun H.Í. fyrir skemmstu. Rétt rúmur helmingur fulltrúa þjóðar telst tæpast

nægjanlegur stuðningur við aðildarumsókn, sem hlýtur að þurfa aukinn meirihluta (2/3) til slíkra breytinga eins og á samþykktum í hlutafélagi.

All- líklegar ESB- aðildarviðræður í óþökk annars líklega stjórnarflokksins, Vinstri Grænna, komast því eflaust á dagskrá ríkisstjórnar eins og umsókn Samfylkingar gerði um fulltrúa okkar í Öryggisráð S.Þ. , en í þetta sinn með mun meiri kostnað og tíma algerlega til einskis, eins og hitt hafi ekki verið nóg.

Á meðan sitja alvörumálin á hakanum, Samfylking samþykkir skuldir bankanna fyrir okkur áfram eins og þær séu okkar þannig að samningsstaða ríkisins er vonlaus. Það verður arfleifð Samfylkingarinnar.

 

 


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismanneskja

XDEf þú skilar auðu, þá kýstu Samfylkinguna en VG til öryggis. Athafnaleysi þínu fylgir ábyrgð. Þú ert þá ekki að kenna Sjálfstæðisflokknum lexíu (sem tókst með skoðanakönnuninni), heldur að innsigla örlög landsins. Fjögur vinstri ár þurfa ekki að verða eitthvað  óumflýjanlegt slæmt karma. Hafðu áhrif á framtíðina með því að beina fólki sem hugsar líkt og þú inn á það sem þú telur vera réttar brautir. Ég fór ekkert of sáttur af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, vegna skorts á umræðu um efnahagsmál, sérstaklega um skuldir bankanna. En þar eru þó lang- mestar líkur á því að á þeim málum og öðrum verði tekið á þann hátt sem ég trúi að sé réttastur, með frelsið að leiðarljósi.

Autt atkvæði þitt réttir þeim flokkum það á silfurdiski, sem munu óhikað hefta frelsi þitt til athafna og múlbinda samfélagið eins og sannast hefur í ótrúleg ríkishöft sem engan grunaði að gætu orðið raunin fyrir tveimur árum. Ríkið mun stýra stærstu fyrirtækjunum, bönkunum , sveitarfélögunum í gegn um bankana og skuldugum einstaklingum.  Refsingin sem þú ætlaðir flokknum bitnar mest á þér sjálfri/sjálfum. 

Af hverju kýstu að vera áhrifalaus? Það er nú meira sjálfstæðið!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum

GBP ISK mars apr 2009Krónan hefur fallið jafnt og þétt, þannig að pundið hefur hækkað um fjórðung gegn krónu sl. 38 daga undir markvissri stjórn IMF og Jóhönnu/Steingríms J.  velferðarstjórnarinnar. Gjaldeyrishöft og ofurstýrivextir halda áfram.

Ef kjósendur velja þetta tvíeyki áfram og gleyma ESB/ekki ESB rifrildinu þeirra, þá eru þeir þó vissir um fjármálastjórnina.


mbl.is Krónan veiktist um 0,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin til þess að lifa þetta af

Eina leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þess að lifa af í þetta skipti er taka upp þá stefnu að hafna alfarið greiðslu skulda bankanna og fyrirtækja þeirra.  Þeim kjósendum fer hratt fjölgandi sem gera sér grein fyrir alvöru þess máls, þar sem engin von er til þess að greiða einu sinni brot af þeim fjölda þúsunda milljarða króna skuldum einkageirans sem ríkið tekur stöðugt meiri ábyrgð á.

 

Fyrst flokknum bar þó gæfa til þess að hafna ESB aðild, þá væri þannig von hans að upplýst sjálfstæðisfólk fyndist nægjanlega margt til þess að kjósa flokkinn í komandi kosningum, þrátt fyrir uppblásið fjölmiðlafár síðustu daga.

 

Heimurinn er á heljarþröm á meðan við deilum um keisarans skegg. Það gengur því líklegast eftir, að Ísland fer sjálfkrafa inn í vonlausar ESB- aðildarviðræður við bandalag sem vill kenna okkur lexíu og láta okkur greiða fyrir syndir banka og fyrirtækja í algerri niðurlægingu heillar þjóðar langt fram á öldina.

 

PS: Umræður um málið er að finna í fyrra bloggi:

 

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/850222/

 


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI skila 2006 styrkjum!

Óviturlegt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skila styrkjum sem fengust í söfnun á löglegan hátt árið 2006. Fyrirtækjasamsteypur sem mokgræddu létu þá af hendi kannski hagnað eins eftirmiðdags til stjórnmálaflokks, íþróttahreyfingar eða líknarfélags.  

Endurgreiðslan er eltingarleikur við hverfult  vinstri- grænt almannaálit stundarinnar og hefur ekkert upp á sig nema að fella þennan stjórnmálaflokk enn neðar. Fyrst flokkurinn er svona vel stæður eða fer þetta frjálslega með fé, þá höfum við hjónin nú sagt upp styrktaraðild okkar að Sjálfstæðisflokknum, sem var að vísu ekki stór, en úttekt í hverjum mánuði árum saman.

Versta afspil flokksins er þó að vilja ekki ræða á landsfundi einu lausnina á málum málanna, skuldum þjóðarinnar.  Flokksstjórnin hefur næstu 15 daga til þess að lýsa því yfir að við munum ekki greiða skuldir bankanna eða fyrirtækjanna, en nær engin von er til þess að sú yfirlýsing fáist.

Við förum því fram af fossbrúninni niður í hyldýpið, öll sem eitt.


mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðgóð grein um hjartans mál

Nauðsynlegt er hverri sálu að lesa bráðgóða grein Gunnars Skúla Ármannssonar læknis í Morgunblaðinu í dag, sem beint er gegn fyrirhugaðri lokun bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Rökin eru skýr og augljós.

Grein Gunnars Skúla hefst á þessa leið:

 

"VORIÐ 1961, snemma morguns, opnaði hjúkrunarfræðingur dyrnar á 6 manna stofunni sem afi minn svaf í ásamt fimm öðrum. Hann hafði verið lagður inn á Landspítalann í Reykjavík með kransæðastíflu þremur dögum áður. 1961 fengu sjúklingar morfín við verkjum og húsaskjól, ekki mikið meira. Því var það eðlilegt í þá daga að sjúklingar með bráða kransæðastíflu svæfu eftirlitslausir á 6 manna stofum Landspítalans. Því var það einnig eðlilegt að einhver væri látinn að morgni sem hafði gengið til náða kvöldið áður lifandi.

 

Þennan maímorgun var afi látinn, eðlilegasti hlutur í heimi, 55 ára gamall. Meðalaldur þeirra sem eru endurlífgaðir í dag er 57 ár.

 

1961 voru ekki til sérstakar hjartadeildir með þráðlausum búnaði sem fylgist með lífsmörkum sjúklinganna. Ekki voru til lyf sem bætt geta ástand sjúklinganna. Ekki til hjartaþræðing, ekki til kunnátta í endurlífgun, ekki til gjörgæsla. Ekki til hámenntað og þrautþjálfað starfsfólk. Því má fullyrða að hver einstaklingur sem lifði af kransæðastíflu árið 1961 hafi kostað Landspítalann margfalt minna en í dag. Því væri það, hreint rekstrarlega séð, mun hagstæðara að hverfa aftur til baka og taka upp þá einföldu meðferð sem var í boði 1961. Þrátt fyrir augljósan rekstrarhagnað vill enginn hverfa til gömlu tímanna. Munurinn á árangri þá og nú er svo augljós að ekki þarf að ræða málið."


Sverfur að skattaskjólum?

Skattsamn en vantarÞað er samkeppni í skattaskjólabransanum, sérstaklega í lausafjárþurrðinni. Því er ólíklegt að t.d. Bretar með Jómfrúareyjar (þ.m.t. Tortola) losi um meiri upplýsingar en önnur skattaskjól, nema það henti þeim sérstaklega, t.d. vegna Íslendinga og Icesave. Enda kvartar forsætisráðherra Lúxemborgar og segir nokkur fylki og svæði Bandaríkjanna eigi að vera á listanum, s.s. Delaware, Wyoming, Nevada og Bandarísku Jómfrúareyjarnar ef aðgerðirnar eigi að vera trúverðugar.

 

Ríki eða svæði sem hafa lifað að mestu á fjármálaþjónustu með lágum eða engum sköttum munu ekki gefast svona upp án baráttu. Bresku Jómfrúareyjar samþykktu árið 2002 að gefa meiri upplýsingar og ekki liggja þær á lausu um Tortola- eyjar þeirra sjö árum síðar.

 

Þetta er sama þróun og með hagkerfin almennt: Féð mun streyma meira til Asíu. Þar er minna vesen!

 

Ýmsir tenglar yfir samþykkt G20 ríkjanna 2. apríl 2009:

G20: Tax havens, the first concrete achievement

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2009/apr/02/g20-tax-havens-sanctions

At a glance: G20 agreements

http://www.guardian.co.uk/world/2009/apr/02/g20-agreements-at-a-glance

China, maybe unsurprisingly, has started to throw its weight around

http://www.guardian.co.uk/politics/blog/2009/apr/02/g20-china

Put Delaware, Wyoming, Nevada on G20 tax haven list: Luxembourg PM

http://www.eubusiness.com/news-eu/1238507221.72

G20 commits to $1-trillion global stimulus package

http://www.cbc.ca/money/story/2009/04/02/g20-summit-london237.html?ref=rss

G20 summit: Sun setting on tax havens

http://www.telegraph.co.uk/finance/financetopics/g20-summit/5090593/G20-summit-Sun-setting-on-tax-havens.html


mbl.is OECD birtir skattaskjólalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband