Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Bretar örvæntu 6. okt. 2008

Mervyn King, Seðlabankastjóri Englands segir í BBC sjónvarpsþætti í dag að tveir breskir bankar hafi legiðmervyn_king_bofe.png við greiðslufalli þann 6. okt. 2008, þar sem „versta ástand á friðartímum“ skópst.  HBOS og Lloyds TSB bankarnir hefðu þá fallið, en breska ríkið lofaði að fjárfesta 50 milljarða Sterlingspunda í breska bankageiranum til bjargar. Írska ríkið hafði heitið innistæðueigendum sex stærstu banka Írlands ríkisábyrgð á öllum sínum inneignum og lánum þann 2. okt. 2008, sem gerði víðtækan fjármagnsflótta til Írlands alllíklegan. Því flæði varð að snúa við.

Ofangreint varpar skýru ljósi á ástandið á Íslandi þessa örlagaríku daga. Bretar voru í öngum sínum að stöðva fjármagnsflótta til samkeppnisaðila sem ábyrgðust innistæður, á meðan Bretar sætu uppi með ábyrgðir á innistæðum annarra sem féllu. Stórar upphæðir streymdu út á þeim tíma, jafnvel til aflanda.

Ísland var þar peð í stóru tafli. Því var fórnað fyrir meiri hagsmuni.

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=afWmri7ru8QM

 

 

 


Áfram heldur idealisminn ótrauður

Baldur Pétursson hjá EBRD í London greinir vandamál Íslands nokkuð vel í MBL, en kemst að niðurstöðum sem eru í hróplegu ósamræmi við raunveruleikann. Hann virðist gleyma að gengi krónu er haldið sterku með milljarðatuga niðurgreiðslum Seðlabanka og öðrum falsaðgerðum stjórnvalda, sem viðurkenna ekki raunstöðu þjóðarbúsins, aðallega til þess að halda andlitinu í einhverjar vikur í viðbót.

Baldur segir gengi krónu vera meira en 30% of lágt skráð miðað við langtíma-jafnvægisraungengi. Þar gleymast varnaðarorð bankanna: „Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð“. Ástandi fyrir hrunið verður ekki náð aftur með einhverjum meðaltalsjöfnum. Brotunum verður ekki tjaslað saman eftir að sprengjan sprakk.

 Nú er nýr raunveruleiki sem horfast þarf í augu við, gjaldþrota bankar og ríkisrekin ofurskuldafyrirtæki sem fóru á hausinn fyrir ári síðan, en er haldið áfram í ósanngjarnri samkeppni við hina litlu og lítt skuldugu. Langtíma-jafnvægisraungengi hefst hér og nú, ekki einhvern tíma fyrir hrunið. En ríkisstýrt niðurgreitt gengi kostar okkur miklar fórnir hvern einasta dag sem við drögnumst áfram í átt að ESB- lausn sem aldrei verður, t.d. sbr. skoðanakannanir MMR og Gallups.

Baldur kemur með eina klassíska “hefði”- setningu: „Hefði verið evra hér á landi á umliðnum árum, hefði þetta gengis- og verðbólgutjón ekki átt sér stað…“. Gjarnan hefðum við öll viljað þetta Evru- draumaland, ekki satt? En þá virðist orsakasamhengi ekki vera til, því að tilvera bankanna, fyrirtækjanna, útrásar og ofur-sterkrar krónu byggðist einmitt á þessu ofurvaxtadæmi að hætti Íslendingsins, illu heilli. Allt öðruvísi þjóðfélag hefði þurft til þess að vöxturinn hjá okkur hefði orðið minni en t.d. á Írlandi á sama tíma. En það hefði aldrei gerst, því að athafnaseminni verða ekki settar slíkar skorður hér á landi. Þar að auki gerist bara eitt, ekki annað sem hefði gerst, því að það hefði aldrei gerst.

Ein helsta réttlæting ráðamanna á Icesave- afglöpunum er sú að meiri skuldir fyrirfinnist hjá ríkinu heldur en þeir þúsund milljarðar króna. Ekki bætir það skuldir nokkurs að bæta verulega við þær. Öllu heldur á að bera fyrir sig neyðartilvikið sem hrunið reyndist og standa alfarið gegn þessari “lausn”, sem er sniðin fyrir kröfuhafana, bankana og ESB og gengur ekki upp. Neyðarstjórn hér á landi þarf að taka á  slíkum málum af festu.

En að útmála útflutningsaðila sem glæpamenn fyrir áhættustýringu sína, þar sem þeir treysta ekki fallvaltri stjórn fyrir peningum sínum, er ekki sanngjarnt. Við þurfum styrka stjórn sem þorir að standa á móti í takt við vilja þjóðar sinnar og taka erfiðar ákvarðanir.


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhvers staðar yfir regnboganum

Maður er meyr eftir  fjallgöngu um helgina. Þetta ljúfa lag situr í hverjum þeim sem á hlustar:

 

 

 http://www.youtube.com/watch?v=pAIKznMPXUk

Somewhere over the rainbow
Way up high
And the dreams that you dreamed of
Once in a lullaby ii ii iii
Somewhere over the rainbow
Blue birds fly
And the dreams that you dreamed of
Dreams really do come true ooh ooooh
Someday I'll wish upon a star
Wake up where the clouds are far behind me ee ee eeh
Where trouble melts like lemon drops
High above the chimney tops thats where you'll find me oh
Somewhere over the rainbow bluebirds fly
And the dream that you dare to,why, oh why can't I? i iiii

Well I see trees of green and
Red roses too,
I'll watch them bloom for me and you
And I think to myself
What a wonderful world

Well I see skies of blue and I see clouds of white
And the brightness of day
I like the dark and I think to myself
What a wonderful world

The colors of the rainbow so pretty in the sky
Are also on the faces of people passing by
I see friends shaking hands
Saying, "How do you do?"
They're really saying, I...I love you
I hear babies cry and I watch them grow,
They'll learn much more
Than we'll know
And I think to myself
What a wonderful world (w)oohoorld

Someday I'll wish upon a star,
Wake up where the clouds are far behind me
Where trouble melts like lemon drops
High above the chimney top that's where you'll find me
Oh, Somewhere over the rainbow way up high
And the dream that you dare to, why, oh why can't I? I hiii ?

Mynd úr ferðinni

josepsdalur_tindahringur.jpg

 

 


Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti

Jóhanna Sig. (einmitt!) fellur í fylgi og Samfylkingin með. Fylgið hennar féll um 40% og flokksins um 19%, á meðan Sjálfstæðisflokkur reis um þriðjung, en ríkisstjórnin hangir á vinsældum Steingríms J.

Þessi þriðja ríkisstjórn Samfylkingar á þremur árum fer eins og hinar og svo er samstarfsflokknum ætíð kennt um ófarirnar. Þótt Steingrímur hafi sterkt bak, þá þolir það varla forsætisráðherran hangandi á því og Steingrímur J. fjármálaráðherra ber þessa byrði varla lengur. Hann hefur þurft að kveðja staðfestu sína í helstu málum Vinstri grænna og draga vagn forystulítillar Samfylkingar til ýmissa óheillaverka eins og Icesave- laumusamnings og ESB- umsóknar, hvorttveggja í óþökk þjóðarinnar. Fyrir vikið telur drjúgur hluti flokks hans hann hafa svikið málstaðinn og þurfi að snúa við blaðinu hið fyrsta.

Kannanir sýna að fylgi fólksins við ESB- umsókn og ESB- aðild er sáralítil nema hjá Samfylkingu sem tapar fylgi. 61,5% þjóðarinnar eru á móti ESB- aðild en 38,5% meðfylgjandi. Það eru því 60% fleiri á móti ESB- aðild heldur en með henni (af þeim sem taka afstöðu). Sjálfstæðisflokkur er 75% á móti ESB aðild en 25% með og Framsóknarflokkur nákvæmlega eins. Kjósendur stjórnarflokksins Vinstri grænna  er 70% á móti ESB- aðild, 30% með. Samfylkingin er í hróplegu ósamræmi við hina þrjá flokkana með 80% fylgi við ESB- aðild gegn 20% á móti. Hún stendur því alein að þessu leyti, með sín 24,1% kjósenda.

Augljóst er af ofansögðu að bakland stjórnarinnar til þessarra helstu afglapaverka hennar er nær horfið, ESB- umsóknar og Icesave- afsalsins. Samt sem áður er hvorutveggja haldið áfram, með sínum kostnaði og töfum, þar sem þjóðfélagið helst í lási sínum.

Sjálfstæðisflokkurinn lætur samt ekki segjast, þótt ¾ hluti kjósenda hans sé á móti ESB- aðild gegn ESB- fjórðungi hans. Fátækur  af fé (eftir endurgreiðslu- skyssuna) og ákveðni, þá fæst flokkurinn ekki til þess að taka afgerandi and- ESB afstöðu og fylkja þar með sjálfstæðisfólki og góðum hluta Framsóknarfólks í sínar réttir, með sterkt fylgi og geta þannig tekist á við alvöru ögranir af myndarskap. Málamiðlunin með varaformann sem yfirlýstan ESB- sinna og formanninn að hafa alla góða gengur ekki upp lengur. Það var raunar ljóst þegar á landsfundinum í janúar 2009, þar sem efnahagsmál og lausnir þeirra fengust ekki rædd, aðallega vegna ESB- umræðunnar. 

Niðurstaðan af öllu ofansögðu er því líklegust þessi: Jóhanna víkur til hliðar, t.d. í byrjun nóvember en Steingrímur J. fær stjórnina formlega og lætur lífstíðardraum stjórnmálamannsins rætast. Þá skerpast andstæðurnar og andspyrnan eflist, þannig að blekkingarnar og tálsýnin sem hafa haldið þessari stjórn á floti víkja fyrir hörðum raunveruleikanum. 

Vel gæti komið til þess að úr verði nokkurs konar „Gunnars Thoroddsen- bragð“ eins og 1980 þar sem ráðamanneskja í Sjálfstæðisflokki myndar samsteypustjórn, enda er nægilega sterkur grunnur til þess ef mótstaðan við ESB- aðild (og króa hennar, Icesave) er skoðuð. Sjáum til hvort úr verði, en alla vega er deginum ljósara að hver flokkur þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum með skýra mótstöðu við ESB- aðild. Sá sem gerir það fyrst á afgerandi hátt verður sigurvegarinn til langframa og sameinar landsmenn í erfiðleikum þeirra.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband