Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

69% langstærsta flokksins vilja slaka á ofstækinu

frettabl_skodanir_mars_2010.pngKjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem virðast 75% fleiri en kjósendur næststærsta flokksins, Samfylkingar, vilja slaka á umhverfisofstækinu í stjórnarflokkunum til þess að rýma fyrir áframhaldandi stóriðjuframkvæmdum til bjargar landinu. Framsókn er að mestu sammála. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins.

 

Samfylking og VG keppast við að níða þá uppbyggingu sem orðið hefur og flestir óháðir erlendir umhverfissinnar telja til lágmarkstjóns í náttúrunni og fyrir heiminn. „Hin nýja hugsun“ virðist vera sú að horfa á tækifærin fara hjá hvert af öðru og neita að stuðla að framtíðaröryggi allra íbúanna. Þá aðhyllist ég klassíska hugsun og virðist eiga mér þó nokkra skoðanabræður.

 

Tjón forgenginna tækifæra verður erfitt að meta til fjár, en mikið er það fyrir þjóð í sárum. Með Steingrím J. á fótbremsunni, Svandísi umhverfisráðherra Svavarsdóttur Icesave á handbremsunni og forsætisráðherrann í felum þá tekst þessari ríkisstjórn hið ómögulega, að stöðva framrás dugmikillar þjóðar með þvermóðsku sinni og ofstæki. Rúmur þriðjungur þjóðarinnar fylgir ríkisstjórninni. Frelsum hana frá völdum svo að mikill meirihluti þjóðarinnar fái að koma til bjargar.

 


mbl.is Meirihluti vill ekki slaka á umhverfisvernd fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyristilfærslur fyrir hrun

Vikulokin í útvarpinu á Rás 1 laugardaginn 13. mars sl. fjölluðu m.a. um gjaldeyrisviðskipti bankanna og var vitnað í gamalt blogg mitt (sept. 2008), sem ekki fannst. Það er hér.

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/652893/


Um bilið á milli ríkra og fátækra

Frú Margaret Thatcher fór á kostum forðum um muninn á millri ríkra og fátækra, líka um ESB, EMU, Brussel og breska þingið með Sterlingspundið. Þessar klippur er öllum hollt að sjá þessa dagana:


Hin klippan er Margaret Thatcher um  ESB, EMU, Evru, IMF, Brussel, breska þingið og Sterlingspundið:

http://www.youtube.com/watch?v=U2f8nYMCO2I&NR=1

 


mbl.is Ráðast gegn fátækt í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband