69% langstærsta flokksins vilja slaka á ofstækinu

frettabl_skodanir_mars_2010.pngKjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem virðast 75% fleiri en kjósendur næststærsta flokksins, Samfylkingar, vilja slaka á umhverfisofstækinu í stjórnarflokkunum til þess að rýma fyrir áframhaldandi stóriðjuframkvæmdum til bjargar landinu. Framsókn er að mestu sammála. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins.

 

Samfylking og VG keppast við að níða þá uppbyggingu sem orðið hefur og flestir óháðir erlendir umhverfissinnar telja til lágmarkstjóns í náttúrunni og fyrir heiminn. „Hin nýja hugsun“ virðist vera sú að horfa á tækifærin fara hjá hvert af öðru og neita að stuðla að framtíðaröryggi allra íbúanna. Þá aðhyllist ég klassíska hugsun og virðist eiga mér þó nokkra skoðanabræður.

 

Tjón forgenginna tækifæra verður erfitt að meta til fjár, en mikið er það fyrir þjóð í sárum. Með Steingrím J. á fótbremsunni, Svandísi umhverfisráðherra Svavarsdóttur Icesave á handbremsunni og forsætisráðherrann í felum þá tekst þessari ríkisstjórn hið ómögulega, að stöðva framrás dugmikillar þjóðar með þvermóðsku sinni og ofstæki. Rúmur þriðjungur þjóðarinnar fylgir ríkisstjórninni. Frelsum hana frá völdum svo að mikill meirihluti þjóðarinnar fái að koma til bjargar.

 


mbl.is Meirihluti vill ekki slaka á umhverfisvernd fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Nú ert þú nokkuð klár í kollinum. og skrifar fínar greinar oft á tíðum en í þessum málum. Virðist eins og þú horfir framhjá því sem er að tefja flestar framkvæmdir. Það er fjármagn.

gæti verið að markaðurinn vildi í raun veita fjármagni inn í víðsýnari verefni en álver. Mikið af virkjunarframkvæmdum eru eyrnamerktar til álvera (að mér best vitandi )

Auðvitað þarf að virkja en hvernig mun sá arður skila sér til þjóðarbús.

Nú tók Gildi gilda ákvörðun um að fjárfesta ekki í bréfum til OR.

Gildi og Vilhjálmur eru ekki í ríkisstjórn og mætti til dæmis segja að þessi ákvörðun væri jafn hindrandi en þær tafir sem verða við að fara að lögum.

Mig langar líka að minna á þann skaða sem hlotist hefur á undanförnum árum vegna þess að ekki hefur verið farið að lögum. Og fyrirtæki farið af stað með kúkinn í buxunum og svo þegar á reynir kemur upp skítalykt. samanber Gengistryggð lán. Eftirliti var ábótavant.

Ef fleiri ráðherrar hefðu sama þor og Svandís væru efnahagsmál þjóðarinnar sennilega að mestu leyst.

Stjörnvaldsákvörðun væri tekin með lögunum og lögbannværi sett á innheimtur fjármögnunarfyrirtækja. Lögin og reglurnar eru skýrar og þeim ber að fara eftir.

Þú hefur mögulega dálítið litaða sýn á þetta en viltu reyna að útskýra betur á hverju þú byggir álit þitt.

Vilhjálmur Árnason, 23.3.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú virðist fanatískur andstæðingur ofstækisfullra umhverfissinna, það er skemmtilegt stríð og gangi þér vel með það.

En það er nú ekki mikið nýtt að hægri sinnaðir fjármagnstilbiðjendur ráðist  með offorsi gegn síðhippum, kvennréttindafrömuðum og umhverfissinnum, afa ófrumlegt reyndar.

En já það hefur nú verið sýnt frammá að það er ekkert sem Svanhvít hefuir gert sem hefur tafið eitt né neitt, nú eru nokkrir mánuðir síðan hún afgreiddi ákveðna rafmagnslínu en það strandar allt á fjármagni.

Og svo er ekkert endilega best að gera hvað sem er og taka alltaf fyrsta kostinn sem býðst, við verðum að sýna biðlund og velja vel hvaða framtíð þetta land á að eiga, með hugmyndir allra að leiðarljósi og finna sátt um framkvæmdir.

Enm þrýstingur fjármálaaflanna er sterkur einsog ALLT fjármálkerfi okkar sýndi þarsem það laut engu eftirliti og jafnvel DO gat ekki hamið það skrímsli sme hann skapaði undir mikilli pressu frá þessum sömu fjármálaöflum, það endaði með ósköpum, skelfingu, atvinnumissi, stórtapi almennings í lífskjörum almennt og ærumissis þjóðarinnar um alla veröld.

Tökum því rólega og byggjum upp á fleiri vígstöðvum en stóriðju, höfum fleiri og smærri kaupendur að orkunni okkar og virkjum af skynsemi og nærgætni við þá náttúru sem okkur var úthlutað.

Einhver Ágúst, 23.3.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert gott dæmi um öfgamann.. og þeir eru ekkert skárri með eða á móti einhverju...

Það sem er vandi okkar nú er skortur á fjármagni og fjárfestum.. og það stafar af heimsku og græðgisvæðingu okkar undanfarna áratugi.. við átum úsæðið upp til agna í fjármálum... viljum við líka éta útsæðið í umhverfinu upp til agna líka... ?

Jón Ingi Cæsarsson, 23.3.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ívar, ég er ekki viss um að hið augljósa sé endilega hið rétta. Þú bendir á að VG ber fyrir sig öfgafulla umhverfisvernd, sem ástæðu fyrir hindrunum á fjárfestingum. Mig grunar að ástæðan sé ennþá svakalegri – þjóðsvik í stórum skala.

 

Þetta fólk hefur að markmiði, að Ísland verði Kúba Norðursins. Þetta eru gamaldags kommúnistar og sjá sitt stóra tækifæri í núverandi aðstæðum í landinu. Draumur allra kommúnista er að gera sína eigin Febrúar byltingu, í anda Rússnesku byltingarinnar 1917.

 

Menn hafa furðað sig á algjörum viðsnúningi Steingríms Sigfússonar, varðandi AGS og Icesave-kúgunina. Ég fullyrði að Steingrímur sá sitt tækifæri til að komast í sögubækur kommúnista, sem eftirmynd af Fidel Castro eða Che Guevara.

 

Það er ekki tilviljun að nær allir ráðherrar Icesave-stjórnarinnar voru hér áður fyrr háværir kommúnistar. Af sama sauðahúsi eru seðlabankastjórinn og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Ef menn þekkja til mannkynssögunnar, þá sjá menn hérlendis atburðarás sem ekki líkist neinu öðru en valdatöku kommúnismans.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.3.2010 kl. 14:15

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Mér virðist hafa mistekist í grein minni að benda á þá almennu andstöðu gegn ný-stífri umhverfisstefnu sem kemur fram hjá amk. helmingi þjóðarinnar en sú andstaða er staðreynd. Varla get ég því talist öfgamaður ef ég hef þessa almennu skoðun.

Allskyns fjárhagsvitleysur áttu sér stað hjá lánaglaðri þjóð á afleiðutímunum út árið 2007.  En nútíminn er ekki bættari með því að hindra framþróun mála. Tregða stjórnarinnar í virkjanamálum og stóriðjumálum verður ekkert minni með tímanum og á hún því ekki að fá meiri tíma, sem nýtist einungis gegn vilja fólksins sem missir atvinnuna og tækifærin til vaxtar.

Ef samið er um raforkuverð af viti eins og hægt er í dag á vel að vera hægt að borga af þannig lánum, svo mikil er verðmætaaukningin.En þá kemur að verstu hindruninni, ríkisstjórninni.

Ívar Pálsson, 23.3.2010 kl. 16:02

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verndun umhverfisins er skylda hverrar kynslóðar. Gegn um alla Íslandssöguna hefur þessi þjóð lifað á landsins gæðum án þess að tortíma þeim uns ákvörðun var tekin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Í góðu ári fiskaðist og í slæmu ári fiskaðist ekki. Landsmenn veiddu allan þann fisk sem þeir höfðu föng til að veiða.

Í dag vilja stóriðjusinnarnir vernda fiskinn!!!!! Og til hvers,- elska þeir fiskinn í sjónum svona miklu meira en náttúru landsins? Það gæti manni virst en svo er nú reyndar ekki: Stóriðjusinnar elska ekkert nema peninga og þeim er skítsama hvaðan þeir koma.

Það er nefnilega ein glórulausasta fölsun og lygi Íslandssögunnar að viðgangi fiskistofna stafi hætta af handfæra- og línuveiðum. En með þessum veiðarfærum gæti stór hluti strandbyggðanna breyst úr samfélögum vonleysis í gróskumikil samfélög bjartsýni með íbúðaverð á efstu stigum og góða afkomu fólksins.

Þessi leið ógnar hinsvegar helstu lífæð kvótagreifanna sem vita að með þessu væru brostnar forsendur til að græða á sölu veiðheimilda.

Stóriðjusinnar og kvótavinir eru greinar á sama tré. Tré gróðahyggjunnar sem hefur engar áhyggjur af því að skilja eftir sig flag þar sem hún sest niður til að rífa í sig nestið sitt.

Og gróðahyggjan hefur engar áhyggjur af umhverfi sínu. 

Sú þjóð sem gengur úr félagi við umhverfi sitt er illa stödd í nútíð og framtíð þeirrar þjóðar er ekki afkomendum hennar efni tilhlökkunar.

Formaður Samtaka atvinnulífsins kastaði stríðshanskanum í gær.

"Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð." Nú er undanhald sægreifanna hafið og lögbanni þeirra á nýtingu fiskistofnanna í annara þágu en þeirra verður aflétt fyrr en varir. Um það eru í dag 70% þjóðarinnar sammála og þessi 70% munu nægja.

Í kjölfarið mun svo skilningur þjóðarinnar á öllu umhverfi vaxa.

Það var merkisdagur í lífi þessarar þjóðar þegar Vihjálmur Egilsson sagði henni stríð á hendur.

Árni Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Einhver Ágúst

En meirhlutinn er samt fylgjandi umhverisstefnu alveg sama hvernig þú snýrð útúr þessu Ívar.

Einhver Ágúst, 23.3.2010 kl. 18:25

8 Smámynd: Sævar Helgason

"Það var merkisdagur í lífi þessarar þjóðar þegar Vihjálmur Egilsson sagði henni stríð á hendur."

Tek undir þetta með honum Árna G.

Sævar Helgason, 23.3.2010 kl. 19:17

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já en leppadót fjórskipta einflokksins lá allt undir erlendum húsbændum sínum og vildi láta okkur borga Icesave, þannig að það er að svo stöddu ekki nokkur einasta vitræna ástæða til að láta sama leppadót afhenda erlendum húsbændum sínum orkulindir okkar fyrir slikk. Viðskiptin þurfa að gerast á eðlilegum og sanngjörnum grundvelli en ekki í hóruhúsi fjórskipta einflokksins. Við höfum séð skelfilegar afleiðingar brasks í því hóruhúsi og eigum ekki að stefna að meira af því sama. Orkan mun verða enn verðmætari með tímanum og því enn mikilvægara að láta hórurnar ekki semja af sér fyrir okkar hönd jafnframt því sem vonandi vinnst tími til að leggja niður þetta hóruhús og byggja á einhverju skárra.

Baldur Fjölnisson, 23.3.2010 kl. 19:51

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Baldur þetta er ekki góð samlíking,því gálur selja afnot af sjálfum sér,ekki annara eða fyrir annara hönd.

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2010 kl. 22:40

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er sorglega rangt Helga mín og ætla ég að svo stöddu ekki að fara nánar í það.

Baldur Fjölnisson, 23.3.2010 kl. 23:14

12 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ívar,

Ég þekki svosem ekki mikið þessi mál enda ekki búið á Íslandi í 14 ár.  En mér hefur alltaf fundist afskaplega lítið business vit í því að byggja stóriðjuver sem greiða litla skatta til þjóðfélagsins, eru ekki með mjög marga í vinnu og kaupa raforku á spottprís.  Mér hefur aldrei tekist að sjá hagnaðinn í þessu dæmi.  Mér sýnist að ál og málmvinnsla hafi tvöfaldast í heiminum á um það bið 20 árum undanfarna öld eða svo.  Hinsvegar hefur tölvutækni tvöfaldast á um 18 mánuðum síðustu 50 ár.  Þar sýnist mér vera vaxtarbroddurinn en ekki í málmvinnslu, a.m.k. virðist mér að iðnaður sem tvöfaldast á 1.5 árum, sé vænlegri til vaxtar og hagnaðar heldur en iðnaður sem tvöfaldast á 20 árum eða lengur. 

Það hafa margir bent á þetta en það er eins og það virki aldrei neitt annað á Íslandi heldur en að pumpa ódýrri orku í málmvinnslu.  Væri ekki hagkvæmara að nota hana í iðnaði sem gæti skilað 2-4 sinnum hærra raforkuverði heldur en málmvinnslan?  Það er, eða a.m.k. var, talsverður áhugi á því að reisa græn netþjónabú (server farms) á Íslandi en það virðist alltaf vera að detta upp fyrir af eintómu áhugaleysi og rugli.  Utanfrá þá er maður nú ekki alveg að botna þessar "röksemdir"   Það hefur alltaf verið aðhlátursefni að minnast á "eitthvað annað".  Þó er það nú svo að íslensk fyrirtæki sem hafa farið í "eitthvað annað" hafa verið að gera mjög góða hluti.  Má þar t.d. nefna Marel, Össur og CCP, sem ég man eftir í svipinn.  Vandamálið sem mér finnst alltaf skína í gegn er það að það tekur of langan tíma fyrir Íslendinga að byggja upp fyrirtæki.  Ef þau eru ekki að skila hagnaði á borð við Google þá er þetta bara ekki þess virði að setja vinnu og peninga í þetta.  Í stað þess að byggja upp í rólegheitum þá ruku ruglararnir til að skuldsetja þjóðina upp á einhver þúsund milljarða og svo er allt rjúkandi rústir.  Það þarf að byggja upp af skynsemi og áræðni en ekki með þeim fáránlega flumbrugangi og rugli sem einkennt hefur undanfarinn áratug.  Það er allt í lagi þó að fyrirtæki sýni ekki 500% hagnað á fyrsta ári! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.3.2010 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband