Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Safnmyndir

Hér til hliðar setti ég upp nýtt myndaalbúm að gamni. Það eru safnmyndir sem koma við leit á netinu. Ýmsar hugsanir kallast fram þegar horft er á margskonar myndir af líku efni í einni svipan. Gott er að hafa stillt á fullan skjá en smella þarf þrisvar á myndina.

http://astromix.blog.is/album/safnmyndir/

Iceland fun


Undir tvíeykisoki

Hentist áður með himnafax

hryssan  dáða og tigna

en nú er þjóðin niðurgöngulax

sem aldrei náð‘ að hrygna.

 

ÍP

whitehorse.png


Aska og ryk af heiðunum

vindur20110113kl18rek.pngLangstærsta ástæða mikillar svifryksmengunar 13. janúar 2011 er sú að í þurru austanrokinu mokast aska og ryk af heiðunum í milljónum tonna, upp í 16-föld heilsuverndarmörk. Þetta sést á myndunum frá vedur. is og UST.is. Fólk ætti alls ekki að þvælast úti í þessu, hvað þá í hlaupum eða slíku, þar sem litlu agnirnar fara djúpt í lungu og valda langvarandi ertingu.

Eftir gosið í Eyjafjallajökli var fullyrt að askan (amk. þar í kring) yrði á sveimi í 2-3 ár, með stormum osfrv. En það gleymist almennt á nokkrum mánuðum.  Þó sést þetta nokkuð vel á skýjafari, þ.e. hjá þeim sem líta upp úr gaupnum sér. Segir sá með höfuðið í skýjunum.ustsvifryk20110113a.png


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur og ál 40% hvort um sig

Sjávarafurðir og ál eiga tæp 40% hvort í vöruútflutningi Íslands (sjá mynd) fyrstu 11 mánuði ársins 2010. Mikilvægi þessa er óumdeilanlegt. Því er furðulegt ef fólk níðir skóinn af annarri þessarra greina eða jafnvel af þeim báðum.

Grunnurinn er traustur: höldum honum þannig.utflutt2010jannovisland.png


mbl.is 109 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband