Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Maraþonblíða

2012SpringMarathonReykjavikIP

Fótbrotinn eftir skíðin skreið ég út á svalir og tók myndir af nokkrum sprækum hlaupurum í Vormaraþoni Félags Maraþonhlaupara í Skerjafirðinum í morgun 21/4/2012. 

Hér miðla ég þeim í PicasaWebAlbum. Skemmtilegast er að skoða það í Full Screen Slideshow í því prógrammi. Myndirnar eru rúmlega 100 talsins, teknar um mitt hlaupið. Hægt er að skoða hverja nánar með stækkunarglers- zoominu, amk. í Chrome- browsernum. Þessu er bara skellt hráu upp.

Tengillinn er hér: https://picasaweb.google.com/107972936124078389294/2012VorMarathon?authuser=0&feat=directlink

 


mbl.is ÍR-ingar fyrstir í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Afsakið hlé" alltof lengi

Nú er tækifæri til þess að komast í gang með þjóðfélagið. Fiskabúrið í hléinu á skjánum er orðið óþolandi, sérstaklega nú þegar öllum er ljóst að það er ekki í lifandi mynd, heldur endurtekin 

FylgiFlokka Frettablad 20120414

stuttmynd. Allir fiskarnir eru löngu dauðir. Komum dagskránni af stað, segir fólkið.

Skoðanakönnun Fréttablaðsins 12/4-13/4 2012 leiðir í ljós að fylgi stærsta sjórnmálaaflsins, Sjálfstæðisflokksins, er nær þrisvar sinnum meira en þeirra næststærstu, Samfylkingar og Framsóknarflokksins. Þó ber að hafa í huga lágt svarhlutfall (um 54% í stað kannski 60-65%), en fylgjendur vinstri ríkisstjórnar- flokkanna virðast ekki vilja segja hug sinn, enda margir ósáttir mjög.

En ef farið er eftir niðurstöðunni, þá hafa t.d. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn 57,2% fylgi saman. Vilji þorra kjósenda hefur verið hunsaður nógu lengi. Nú er lag til þess að rjúfa kyrsstöðuna og bera fram vantraust á ESB- stjórnina áður en hún leiðir okkur lengra í dýpstu fen.

Pakkinn sem skoða átti reyndist Pandórubox. Skellum lokinu á það aftur.

 

Aths: villa í kökunni, Framsóknarflokkur á að vera XB (ekki XG) 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orka Íslands undir stjórn ESB

Cables

Samfylkingin er ekki af baki dottin í að koma yfirstjórn íslenskra mála undir stjórn ESB. Til þess er ekkert sparað, stjórnarskránni skal breytt og nú orkudreifingu með sæstreng þannig að ESB nái því til sín sem batteríið kýs, eftir að hafa lokað öllum kjarnorkuverum í Þýskalandi og klúðrað gasstreymi frá Norður- Afríku.

Ef Ísland yrði í Evrópusambandinu færi yfirstjórn orkumála í þess hendur. Fyrirsjáanlegar orkukrísur Evrópu myndu láta ESB krefjast stærri hluta orkunnar héðan, þar sem stóriðjan sæti á hakanum, en einungis álið er um 40% útflutningsvara Íslands.  Landsvirkjun hefur af og til þurft að grípa til skömmtunar á þurrka- og álagstímum, en slíkt yrði daglegt brauð þegar klíkukarlar í Brussel ráða tökkunum. Auk þess yrði sæstrengurinn að borga sig og það gerir hann einungis ef mikil orka er flutt úr landi ónýtt hér.

Þróun íslensks iðnaðar myndi líða fyrir sæstrenginn og Íslendingar yrðu þjáningarbræður í orkukrísum Evrópu, algerlega að nauðsynjalausu.

Hvers máli talar Samfylkingin eiginlega? 


mbl.is Skipar starfshóp um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband