"Afsakið hlé" alltof lengi

Nú er tækifæri til þess að komast í gang með þjóðfélagið. Fiskabúrið í hléinu á skjánum er orðið óþolandi, sérstaklega nú þegar öllum er ljóst að það er ekki í lifandi mynd, heldur endurtekin 

FylgiFlokka Frettablad 20120414

stuttmynd. Allir fiskarnir eru löngu dauðir. Komum dagskránni af stað, segir fólkið.

Skoðanakönnun Fréttablaðsins 12/4-13/4 2012 leiðir í ljós að fylgi stærsta sjórnmálaaflsins, Sjálfstæðisflokksins, er nær þrisvar sinnum meira en þeirra næststærstu, Samfylkingar og Framsóknarflokksins. Þó ber að hafa í huga lágt svarhlutfall (um 54% í stað kannski 60-65%), en fylgjendur vinstri ríkisstjórnar- flokkanna virðast ekki vilja segja hug sinn, enda margir ósáttir mjög.

En ef farið er eftir niðurstöðunni, þá hafa t.d. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn 57,2% fylgi saman. Vilji þorra kjósenda hefur verið hunsaður nógu lengi. Nú er lag til þess að rjúfa kyrsstöðuna og bera fram vantraust á ESB- stjórnina áður en hún leiðir okkur lengra í dýpstu fen.

Pakkinn sem skoða átti reyndist Pandórubox. Skellum lokinu á það aftur.

 

Aths: villa í kökunni, Framsóknarflokkur á að vera XB (ekki XG) 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég vildi sjá að fylgið herti þá til átaka á þingi. Ferð þú ekki til Brussel á sýninguna? Sumir eru orðnir þreyttir á þessari borg,leiðinleg og fáranlega dýr.

Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2012 kl. 03:25

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála, Helga. Ég furða mig á því af hverju vantausttillaga lætur standa á sér. Raunar fór þingmaður yfir þetta með mér og þá er helst að nefna að fáir framsóknarþingmenn séu nægilega ákveðnir, þó að Sigmundur Davíð hafi allt á hreinu. Þar er fólk sem veit að tími þeirra sjálfra er liðinn, þegar flokkurinn heldur áfram á réttari braut en áður. Ég á auðvitað við ESB- aðdáendur.

En Brussel á sjávarútvegssýningu er álíka nauðsynleg og kamar: það er mjög erfitt að sleppa þeirri heimsókn. Ég fótbraut mig á skíðum í fyrradag en verð samt að mæta!

Ívar Pálsson, 19.4.2012 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband