Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Efstu 20% greiða 64,8% skattsins

TekjurSkattur2013Fæstir gera sér grein fyrir því að Ísland er rammsósíalískt þegar kemur að álagningu skatta. Tekjuhæsta fólkið (20% heildar) greiðir nær 2/3 hluta heildarskattanna, en lægstu 18% engan skatt og helmingur allra fjölskyldna greiðir um 10,2% skatt að meðaltali af sínum tekjum. 70% fjölskyldnanna greiða aðeins að því er virðist um 22,3% heildarskattsins.

Segið svo að hér ríki ekki tekjujöfnun!


mbl.is 18% greiddu ekki skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleyið er hriplekt

Kort-NAfrika-MidAusturlöndÆgilegir sjóskaðar við strönd N-Afríku benda á vandamálið að baki, stríð víða sem valda flóttamannastraumi inn á Schengen- svæðið, sem Ísland er enn hluti að. Heilu þjóðirnar eru á vergangi og sjá helst möguleika inn í ESB um Ítalíu og Grikkland, en flestir stefna á Norður- Evrópu.

Neyðin er víða

Neyð fólksins er slík að það vill frekar taka áhættuna yfir Sahara- eyðimörkina, inn í stríðshrjáða Libýu og með báti yfir Miðjarðarhafið en að láta lífið í stríðsátökum heimavið í Súdan, Sómalíu, Erítreu, Libýu, eða á Gaza- svæðinu. Einnig eru stríðsmenn á meðal fólksins, enda vilja mjög margir ekki segja til nafns eða þjóðernis eftir að þeim er bjargað. Sumir eru frá farsóttarsvæðum eins og e-bólusvæðum Mið- Afríku.

Óskráðir streyma inn í Schengen

En Ítalir og Grikkir hafa fengið nóg af þeirri reglu að þetta fólk og skráning þess sé vandamál móttökulandsins og því hafa skráningar verið afar gloppóttar undanfarið, en um 170.000 manns komu inn í ESB um Miðjarðarhafið í fyrra og 11.000 í síðustu viku. Talið er að allt að 100.000 manns hafi sloppið inn óskráðir og haldið norður á bóginn. Þar með eru þeir inni á Shengen- svæðinu. Svíþjóð tekur við flestum þessa dagana. Þar með hafa þau aukinn rétt á Íslandi vegna gamals vegabréfasamnings Norðurlandanna.

Upplýsingar eða réttur til stöðvunar

Aðal viðbára stjórnvalda hér á landi að halda okkur innan Schengen er að við fáum svo miklar upplýsingar með því að vera innan þess en utan. En ofangreint sýnir einmitt hve röng sú ályktun er, jafnvel þótt ekki sé minnst á ólöglega strauminn upp frá Sýrlandi og Írak í gegn um Tyrkland og Svartahafið inn í Rúmeníu og Búlgaríu.

ESB gefur kannski eftir

Nú er rætt um það innan ESB að hleypa inn kannski 130.000 manns frá þessum svæðum. En hver ESB- þjóð hoppar ekki af kæti, þar sem þetta leysir engin vandræði en býr þau til heimavið, þar sem þessir einstaklingar þurfa mikils en tala ekki tunguna osfrv. Þar að auki fara hinir 100.000 óskráðu áfram sína leið.

Íslendingar til björgunar

Íslendingar senda varðskip að Schengen- jaðrinum sem bjarga fjölmörgum fórnarlömbum stríðsbrasks úr lífshættu. En þetta varðskip ætti raunar að gæta íslenskrar landhelgi, sem það gæti ef Landhelgisgæslan fengi viðhlítandi fé frá ríkinu til reksturs síns. Lögregluyfirvöld hér á landi hefðu miklu betri stjórn á því hverjir koma hingað til lands ef við segjum okkur úr Schengen- samstarfinu, enda verður eflaust samvinna t.d. við Interpol þótt við verðum ekki að hleypa hverjum sem er hingað inn. Öllu auðveldara er að hindra för óæskilegra einstaklinga hingað til lands ef við erum ekki í Schengen og verðum að hleypa þeim inn þótt flest bendi til að margir hverjir valdi okkur kostnaði, vandræðum og jafnvel skaða.

Könnumst við það að stríðsástand hefur breytt forsendum Schengen- aðildarinnar. Segjum Ísland frá þeirri aðild.

 

 


mbl.is Talið að 700 flóttamenn hafi farist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumar um milljónaborgir

Tomar lestirHugmyndir um lestir eru andvana fæddar, þar sem fjöldinn til þess að halda þeim uppi verður ekki fyrir hendi. Barnaskóla- reikningur þurrkar út skýjaborgir um lestir á Íslandi, en samt heldur Dagur áfram sínum ídealisma á kostnað borgaranna um Skandinavískt milljónaborga- samfélag í Reykjavík.

Milljarðar á mann

Hér ferðast mest 8% fólks að jafnaði með þessum rándýra niðurgreidda fararmáta sem strætó er, en þessi borgaryfirvöld vilja enn meiri fjárbindingu og skuldir til þess að senda enn fleiri tóma vagna um allt. Senda mætti fríar rútur á 10 mínútna fresti allan sólarhringinn til Keflavíkurflugvallar fyrir vextina af þeim tugmilljörðum sem draumsýnir Dags um lestir myndu kosta. Þær bæru sig aldrei frekar en Harpan og yrðu stíft niðurgreiddar. Að auki myndu framkvæmdirnar við lestarkerfi og sú starfsemi rjúfa friðinn varanlega á hverjum stað.

Klára nauðsynjaþætti

Samfylkingin vill jafnan umturna því sem virkar, rugga þeim báti sem siglir vel, hefð sem Jóhanna festi svo vel í sessi. Frelsum okkur undan oki hinna talandi stétta og höldum áfram að nota þann fararskjóta sem við kjósum sjálf hér uppi á klaka, sem yfir 70% okkar gera alla jafna í formi bíls. Ég held að borgarstjóri ætti að einbeita sér að því að klára þá þætti sem honum var falið að sjá um, eins og götur, skóla, íþróttahús osfrv. Síðan mega þau láta okkur útsvarsgreiðendur í friði.


mbl.is Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæð skoðun á hverri EES- tilskipun

Tonn af skjölumTaumlaus ESB- áróður í amk. níu ár hefur skilað því að Íslendingum eigi að þykja sjálfsagt að innleiða allar tilskipanir ESB hér á landi og að Alþingi sé þarflaust í þessu efni, allt vegna milliríkjasamningsins um EES.

Nokkur prósent af tilskipunum um bognar agúrkur og snarhækkun byggingarkostnaðar mega alveg bíða, enda flest gert til þess að samkeppnishæfni okkar minnki í hlutfalli við ESB, með tvær eftirlitsmanneskjur fyrir hverja eina vinnandi.

Ráðuneytunum ber að takmarka þessa sjálfsafgreiðslu tilskipana og þingmönnum okkar er ekki vorkunn að kynna sér hvaða ósköp á að demba yfir okkur. Þeir geta ekki allir látið eins og Píratar, kynna sér fátt og sneiða hjá atkvæðagreiðslum.


mbl.is Frammistaða Ísland áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguyfirvöld fái aðalflugvellina

Flugvel brosForsætisráðherra setur sig réttilega í gírinn til þess að bjarga Reykjavíkur- flugvelli á ögurstundu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlýtur að taka undir þau sjónarmið að helstu flugvöllum landsins beri að falla undir stjórn ríkisins, enda eru þar samgöngu- og öryggismál sem vega mun þyngra en sveiflukenndar og staðbundnar þarfir mistækra pólitíkusa hvers sveitarfélags á hverjum tíma, eins og bitur reynsla hefur sýnt okkur nýverið í Reykjavík. Þar er miðbæjarklíka hinna talandi stétta búin að koma sér svo vel fyrir við spenana að þau sem fóðra kýrnar hafa ekkert að segja um það hvað verður um mjólkina.

Nú er mál að linni, krefjumst þess að flugvellirnir í Reykjavík, á Akureyri og á Egilstöðum verði í eign og stjórn ríkisins, til þess að hægt sé að fylgja langtímastefnumörkun í þeim málum með þjóðina að baki.


mbl.is Segir að grípa þurfi til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holuvallagata opinberast

IMG 4332Páskaþíðan sýnir okkur ástandið á götum bæjarins. Sérstaka athygli vekur Hofsvallagata (sjá myndir), sem hefur nýverið fengið milljónatugi króna, en sannarlega ekki í viðhald, heldur í prjál og furðuhönnun. Nú stendur víst til að eyða hundruðum milljóna króna í viðbót þarna til þess að fæla umferðina annað. Fer þetta ekki eins á Grensásvegi?

Borgaryfirvöld: Lagið göturnar! Ekki breyta þeim!


Páskaegg við Ægisíðu

XD Paskaegg2015 KjartanÉg dáist af hreysti ungviðisins og foreldra þeirra, sem komu á Ægisíðu í dag og leituðu páskaeggja þrátt fyrir veðrið. Sjálfstæðisflokkurinn í Nes- og Melahvefi stóð fyrir páskaeggjaleit, þar sem unga fólkið rauk af stað í leit að máluðum eggjum, sem skipta mátti fyrir súkkulaðiegg.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi ræsti keppnina með gjallarhorni. Hér fylgja nokkrar myndir.


mbl.is Leituðu páskaeggja í Elliðaárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband