Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Kosinn borgarstjóri bregst Reykvíkingum

Dagur DVDagur borgarstjóri Reykjavíkur fer núna í herferð til þess að losa borg sína við verulegar tekjur og atvinnu yfir í annað sveitarfélag. Hvenær nær hann að ganga fram af þeim sem kusu hann? Sú stund er löngu komin fyrir okkur hin sem þurfum að umbera þetta kosningaslys.

Finnnst fólki þetta vera allt í lagi? Hann beitir sér fyrir því að straumur fólksins fari annað en í borgina sem hann var kosinn til að stýra, alla vega straumur Íslendinga.Hann vill bara bílalausa útlendinga í hótelin og hjólandi fólk í dýrasta banka á Íslandi niðri á höfn.

Reynið að stöðva þessa vitleysu.


mbl.is Stofni félag um nýjan flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar þjóðir myndu tapa mest á NEI-i Grikkja

Grikkir skuldirStærstu skuldareigendur Grikkja hljóta að standa mest gegn NEI svari í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Grikklandi í dag. Hér sést að um tveir þriðju hlutar skuldar- eignarinnar eru í höndum Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar. Auk þess ráða þessar þjóðir miklu í Evrópska seðlabankanum ECB og í AGS. NEI- svar þýðir án efa verulega niðurfellingu þessarra eigna og er því andstaðan skiljanleg. En ef það gerist, þá verður órói í S- Evrópulöndunum þremur af þessum ríkjum verulega líklegur, þar sem aðhaldsaðgerðir þeirra sjálfra virðast fara beint í að hjálpa Grikkjum. 

Blessun

Þessi klemma sýnir vel hvernig Evran ruglar upp fjármálum Evruríkjanna og veldur misklíð á milli þjóða, sem ekki sér fyrir endann á. Mikil er blessun okkar að þurfa einungis að sinna eigin fjármálum, ekki vinaþjóða okkar. Lifum áfram í friði án ESB- umsóknar.GrikklandSkuldir Lanadrottnar


mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Ef allt fer á versta veg hjá Grikkjum með NEI

Euroflagg-brennurBogi hjá hlutlausa RÚV sagði 29/6: „Ef allt fer á versta veg og Grikkir hrökklast úr Evrusamstarfinu og taka upp Drökmu...“. Við getum treyst því að RÚV styðji ESB- lausnir í Icesave, með Grikkland eða hvaðeina. Hver sá sem berst fyrir sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart ESB getur treyst því að þeir milljarðar króna sem fara þetta forna batterí Ríkisútvarpið fara að hluta til dulbúins áróðurs gegn honum til styrktar stofnunum sem hafa þann helsta tilgang að viðhalda sjálfum sér.

Gegnsýrð þrenna

Skilningur RÚV á grísku stöðunni er gegnsýrður af áróðri Troikunnar (ESB/ECB/AGS). Raunstaðan er sú að lausnarpakki hennar er ekki sjálfbær, fer mest í greiðslur til hennar og kemur Grikkjum á engan hátt út úr erfiðleikum sínum. Gríska þjóðin verður að segja NEI og takast á við erfiða og stórfellda niðurfellingu skulda með öllum sínum afleiðingum. Kvalafullt afturhvarf út úr fölsku Evrunni þarf að eiga sér stað.


mbl.is Gætu sagt af sér ef Grikkir kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband