Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Veðrið stöðvaði ekki börnin

IMG_4075Páskaeggjaleit fór fram á Ægisíðu í dag (sjá myndir) á vegum Sjálfstæðisfélaganna í Vesturbæ, Miðbæ og Austurbæ. Veðrið beið eftir okkur, Kjartan Magnússon bauð fólk velkomið og á mínútunni eitt skall á hressileg hryðja.

En börnin fundu samt skrautleg hænueggin í útihreiðrum víðsvegar og krakkarnir skiptu þeim fyrir súkkulaðiegg. Svo var húlakeppnin og eggjakapphlaup að venju með stórum súkkulaðieggjum í verðlaun. Gaman að sjá atorkuna í þessu framtíðarfólki.


mbl.is Þurrt og hlýtt um páska sunnantil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíkus eða veðurstofustjóri

NASA jordinFrétt Alþjóða- veðurfræði- stofnunarinnar um loftslagið sýnir glöggt hvernig pólitíkin fór með vísindin. Nú fullyrðir forstöðumaðurinn án nokkurra refja að ástand heims- veðursins sé eins og það er vegna losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Enginn vafi, engin hugsanleg hlutföll, bara bein yfirlýsing um orsök heimsveðursins. Sólin, sagan, vatnsgufan, virkni úthafanna og allt hitt sem hefur áhrif á þessa flóknustu jöfnu sem til er kemur málinu ekki lengur við. Hversu óvísindalegir geta menn orðið?

Loftslags- vísindasamfélagið

Síðan má sjá hvaða samfélag þetta hefur áhrif á: Samfélag loftslagsvísinda (-fólks). Nú veltir maður fyrir sér hvort kosið verði pólitískt í stöður hjá Veðurstofu Íslands, ef yfirlýsingagleði opinberra aðila verður álíka hér og erlendis. Eða eru kannski allir orðnir samdauna í loftslagsboðskapnum, Gott fólk?

“The alarming rate of change we are now witnessing in our climate as a result of greenhouse gas emissions is unprecedented in modern records,” said Mr Taalas.

“The startlingly high temperatures so far in 2016 have sent shockwaves around  the climate science community,” said David Carlson, Director of the World Climate Research Programme, which is co-sponsored by WMO.


mbl.is Fordæmalausar loftslagsbreytingar í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amnesty vegna ESB- Tyrkjasamnings: Sykurhúðuð blásýrutafla

ESB Tyrkir semjaAfarsamningur sem ESB gerði í gær við Tyrki fyrir Íslands hönd sem Schengen- ríkis er stórhættulegt mannréttindabrot að mati Amnesty og annarra félaga sem annt er um mannréttindi farandfólks og flóttamanna. Evrópustjóri Amnesti segir þetta „...eins og sykurhúðun blásýrutöflu sem flóttamannavernd í Evrópu hefur nú verið neydd til þess að gleypa“.

Hliðargrein samningsins

Fangabúðir í Grikklandi og skipti á Sýrlendingum 1 fyrir 1 er hluti af þessum ógeðfellda samningi, þar sem flóttafólk er orðið gjaldmiðill í stórpólitík ESB við Tyrki. Nær enga athygli hlýtur því eðlilega hliðarsamningurinn, að 78 milljónir Tyrkja fái áritanalaust aðgengi að Schengen- svæðinu og þar með Íslandi eftir þrjá mánuði, ef fjöldi skilyrða er uppfylltur. Auk þess verður nýr kraftur settur í aðild Tyrkja að ESB.

Schengen er firra

Á meðan er Ísland enn aðili að Schengen- svæðinu og enn finnast einhverjir miðstýringarsinnar sem halda að við ættum að gerast aðilar að ESB. Maður þarf að vera með bundið fyrir augun og með tappa í eyrunum til þess að halda áfram þeirri firru. Gerum nú gangskör að því að fá ráðamenn til þess að segja Ísland strax úr Schengen og að draga ESB- umsóknina formlega til baka, svo að forða megi okkur frá fári þungu.

Ráðamenn ESB spyrja hvort eð er aldrei Íslendinga að neinu áður en þeir ákveða eitthvað sem máli skiptir.

 

 


mbl.is Taka við 72 þúsund Sýrlendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá 78 milljón múslima áritanalaust aðgengi að Íslandi?

Ut ur TyrklandiNú snúa Tyrkir upp á hendi ESB í málum farandfólks og vilja rétt til frjálsra ferða um Schengen- svæðið, þ.á.m. til Íslands, án vegabréfsáritunar. ESB íhugar þetta og þvertekur alls ekki fyrir þennan möguleika.

Þar með fengju 78 milljón manns (yfir 99% múslimar) þennan rétt, ef ESB gefur eftir til þess að leysa úr flóttamanna- vandræðum Schengen- svæðis síns, sem við erum enn að þvælast í. Þessi aðgerð yrði samþykkt af ESB fyrir okkar (eða ykkar) hönd!

Frétt Bloomberg

 

 

Sjá frétt BBC.  

"...visa-free access to Schengen countries."


mbl.is Margar hindranir enn í veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband