Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

D+B+Viðreisn?

MMR 2016 07 25Ef niðurstaða MMR reynist rétt, þá myndu kannski Sjálfstæðis-flokkur (XD) og Framsókn bæta Viðreisn inn í hópinn eftir kosningar, en þó fengi XD aldrei leyfi til stjórnarmyndunar frá Guðna forseta nema sá flokkur væri með mesta fylgið. Því verður XD að ná eilítið hærra en Píratar til þess að geta myndað stjórn, munið það!

Viðreisn er sem betur fer orðin til, svo að aðild að Evrópusambandinu ætti ekki að trufla starf Sjálfstæðisflokksins lengur en þessi sl. 10 ár sem það tímabil stóð yfir. Birna Þórarinsdóttir er nú framkvæmdastjóri Viðreisnar, en stýrði áður Evrópustofu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar er sá Evrópusinni sem flestum dettur fyrst í hug sem slíkur. Viðreisn vill "klára samningana" við ESB. Líklegt er að krafa þess flokks yrði að þjóðaratkvæði um endurupptöku aðlögunar að ESB færi fram á næsta kjörtímabili.

En kannski voru bara flest Vinstri græn úti í náttúrunni á þessum tíma könnunarinnar og tóku því ekki þátt! Sjáum til.


mbl.is Píratar með 26,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afríka til Evrópu

Flottamenn AfrikuEyðimörk Afríku færist hægt og bítandi um aldirnar norður til S-Evrópu en veldur stríðum og landflótta milljóna manna, sem halda m.a. út á Miðjarðarhaf með hjálp glæpaklíka.

Erfitt er að sjá hvernig Ísland ber hlutaábyrgð á þessari þróun, eins og fjöldi stjórnmálafólks hér heldur fram og býr jafnvel til lög á Alþingi sem veita fólkinu aukinn rétt hér á landi fyrir aðgerðir sínar. Kannski vegna þess að mörk Schengen- svæðisins, sem Ísland er enn hluti af, liggja einmitt í sjónum fyrir framan þessi þjáðu lönd, í stað þess að vera réttilega í Norður- Atlantshafi um Ísland með sínum eigin náttúruöfgum. 

Ábyrgðin er hér

Við berum ekki ábyrgð á stríðs- eða efnahagsástandinu í Erítreu, Suður- Súdan, Líbíu eða nokkurs staðar nema á Íslandi. Sextán milljón manns (af sjö þúsund milljónum) bíða á landamærum Evrópu eftir því að komast inn í það himnaríki, sem er ekki beinlínis í sjöunda himni sjálft. Við Íslendingar kjósum fulltrúa til þess að fara sameiginlega með ýmiss nauðþurftarmál eins og varnir landsins. Þeir fulltrúar ættu að draga landamærin að nýju við heimaslóðir og halda áfram að sinna hverjum og einum vel, sem á Íslandi býr.


mbl.is 3.200 bjargað af hafi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestrænir ekki velkomnir

Ottoman map 1530Tíðar sprengiárásir á almenning í Tyrklandi og nú síðast niðurbælt valdarán þar sem dómstólar eru svo gott sem lagðir niður er tæpast staðurinn til þess að eyða fríinu sínu. Auk þess flæðir straumur óskráðra flóttamanna af stríðshrjáðum svæðum yfir landið og næstum-því einræðisherrann vill óheftur geta fært þessa þjóð 99,8% múslima frekar í átt til islamistanna, eins og nú þegar hann handtekur uppreisnarmenn og rekur 1500 háskólarektora og alls 15.200 manns af menntunarsviði í landinu. Dauðarefsing er innan seilingar hjá valdhafanum.

Friður vorra tíma

Evrópusambandið gerði einmitt samning við þenna sama þjóðhöfðingja í mars sl. þar sem Tyrkland tekur á móti flóttamönum og sendir aðra inn í ESB í staðinn, en það vill m.a. fá fullt ferðafrelsi Tyrkja um ESB og Schengen- svæðið allt fyrir vikið. Hrottalegt fjöldamorð Túnisans á strandgötunni í Nice kemur í hugann og blóðug árás 17 ára Afghanans í Þýskalandi, sem ESB- kerfin telja vera barn.

Úr Schengen

Afstaða ESB til Tyrklands, flóttamannavandans og öryggis í Evrópu er verulega þokukennd. Nú hrynja kerfin hvert af öðru, raunar með sama hraða og íslömsku öfgasamtökin náðu þeim svæðum í Írak sem barist var fyrir í 10 árin þar á undan. Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda er verulegt. Þörf er á því að mæta nýjum ógnum með úrsögn úr Schengen strax og bæta í staðinn verulega öryggi eigin landamæravörslu. Auk þess þarf að draga umsókn Íslands að ESB formlega til baka, svo að staðan sé og verði skýr.


mbl.is Rothögg fyrir túrismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn ábyrgur fyrir þessari eyðslufirru?

Rafmagn DreamstimeRafstrengurinn er „...mjög áhuga­verður kost­ur. Þó séu marg­ir óvissuþætt­ir til staðar. ...verk­efnið verður ekki að veru­leika án sér­staks stuðnings frá Bret­um.“ Hvernig getur eitthvað verið arðbært ef það verður að vera styrkt?

Sóun Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur eytt hundruðum milljóna króna í þetta Evrópska gæluverkefni, auk tímans, þótt hún ætli ekki að vera aðilinn sem sæi um þetta. Landsvirkjun eða ríkið mætti alls ekki gangast í ábyrgð fyrir þetta vafasama ævintýri. Strengurinn yrði einkaframkvæmd sem fengi styrki frá Bretum og ESB. Lagt yrði til Skotlands, sem er olíuhérað, nálgast sjálfstæði og hefur ekkert með þessa framkvæmd að gera.

Hækkanir eru forsendur

Forsenda einkaframkvæmdarinnar er að strengurinn fái einhverja trygga raforku, enda fengjust aldrei lán fyrir slíkri risaframkvæmd ef aðeins umframorka ætti að streyma um hann af og til.   Mikil eftirspurn er eftir tryggri raforku hér á landi og engin ástæða til að bæta í þann þrýsting. Skýrt kemur fram að heimilin og atvinnulífið á Íslandi verða fyrir verulegum hækkunum á rafmagni, gangi þetta eftir.

Umhverfismálin vegna þessa eru líka heil hörmung, með Sprengisandslínu sem nauðsyn og kallar á miklar framkvæmdir að óþörfu.

Hvaða fólk er þetta?

Hverra erinda gengur það fólk sem eyðir sameiginlegum sjóðum okkar í þessa firru? Finnst nokkur ábyrgur aðili fyrir því?

PS: Er rafstrengurinn sérstakt keppikefli Álfheiðar Ingadóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í stjórn Landsvirkjunar? Ég efast um það...


mbl.is Áhugaverður kostur en óvissan mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ESB- sinni að leiða stærsta flokkinn?

Piratar ESBÁsta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sækist eftir forystu þar. Birgitta sér sig ekki í ráðherraembætti og því yrði þessum vinsælasta stjórmálaflokki landsins stýrt af ESB- sinnanum Ástu Guðrúnu, sem vann gegn Brexit og hæðist að Nigel Farage.

En kannski er með hana eins og aðra sama sinnis, að flestir ESB-sinnar landsins gerast nú stakir EES- sinnar, þegar ljóst er að landinn ætlar ekki í ESB og Bretar ætla út. Nú á að taka EES- samninginn yfir í æðra veldi og samþykkja hvaða beinu agúrkutilskipun sem kemur úr æðstaráðinu. Svo á víst að þvæla Bretum í EES- samstarfið í stað þess að semja strax beint við Bretland um viðskiptafrelsi á fullu, sem tæki ekki nokkra stund og færði bæði löndin í átt til hagsældar sem fyrst.

Hvar verður fæsta ESB- sinna að finna í næstu þingkosningum?


mbl.is Ásta vill leiða Pírata í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa með forystu Pírata

Allar attir myndBrottfall helstu vonarstjörnu Pírata, Helga Hrafns Gunnarssonar af þingi hlýtur að auka enn á óvissuna um það hvað verið sé að kjósa ef sá flokkur er valinn. Helgi Hrafn er einmitt talinn vera sá líklegasti til þess að ná samtali við aðra flokka og að sætta þau mjög svo ólíku sjónarmið sem eru innan flokksins og utan hans. Hann lýsir því einmitt að stefnur Pírata séu of margar. 

Skipstjóralaus með allar stefnur

Nú virðist því skýrar að þingmannsefni flokksins verði óviss stærð, nema hvað Birgitta Jónsdóttir kemur helst í hugann. Píratar eru ekki hrifnir af því að hafa alvöru skipstjóra á fleyinu og því verður fróðlegt að sjá hvort kjósendur fylgi flokki sem er höfuðlaus floti með allar stefnur, en samt megináhersla til vinstri. En líkurnar á því að semja við aðra flokka nema Vinstri græn hafa snarminnkað.


mbl.is Helgi Hrafn ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband