Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Sjálfskipuð vandræði

Syrlenskur flottamadur700 manns erlendis af 7000 milljónum ákveða að á Íslandi geti orðið gott að búa og þar með erum við ábyrg til þess að veita þeim þá þjónustu sem þurfa þykir, með hundraða milljóna króna kostnaði á ári.

Nú hefur jafnvel Merkel Þýskalandskanslari neyðst til þess að viðurkenna að þessi opna aðferð gengur ekki upp. En ef við Íslendingar ætlum að ráða einhverjum um þetta, t.d. að taka inn Sýrlenskar fjölskyldur, þá eigum við að vinna þau mál í flóttamannabúðunum erlendis þannig að allt sé á hreinu og fólk banki ekki bara uppá hér heima og búist við vist og fæði.

En umfram allt, Ísland úr Schengen.


mbl.is „Óttumst ástandið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn um fleiri flóttamenn

Flottafolk BBCÍslendingar vilja hjálpa flóttafólki en ekki endilega fá fleiri flóttamenn. Fyrirsögn mbl.is er einmitt villandi, þar sem spurt var í skoðanakönnun fyrir Amnesty og niðurstaðan var: Tæplega 74% aðspurðra voru sammála þeirri fullyrðingu að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum.

Um hvað er spurt?

Það er reginmunur á ofangreindu og í fyrirsögn mbl.is: Flestir vilja fleiri flóttamenn. Ekki var spurt um það. Margir vilja aðstoða flóttafólk þar sem það er statt núna, yfirleitt í flóttamannabúðum, ss. í Líbanon. Enda ef t.d. Bandaríkin og Rússland semja um Sýrland og í andstöðunni gegn ISIS, þá er vænlegast að hjálpa fólki í búðunum þar til það getur snúið aftur heim, sem margir vilja, frekar en til Íslands. 

Ótakmarkað?

Ef spurt væri t.d.: vilt þú takmarka flæði flóttamanna til Íslands, þá segði meirihlutinn hugsanlega já, enda er ótakmarkaður straumur enn vitlausari en í Þýskalandi og Svíþjóð á síðasta ári áður en það varð takmarkað aftur.

Við viljum eflaust flest að ákveðnum fjölda á ári verði hleypt hingað inn og að íslenskir ráðamenn ákveði það, ekki ESB. Vandræði Schengen- svæðisins gera ekkert nema að aukast. Ísland úr Schengen strax.


mbl.is Flestir vilja fleiri flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólstormar

Mikil norðurljós lýstu upp himininn sl. nótt og fyrrinótt. Ég tók nokkrar myndir og Google Photos assistant bjó til netta hreyfimynd (animation) úr því. Hér fylgir hún.

Northern lights Reykjavik is a series of my photos of Nortern lights (Aurora Borealis) over Reykjavik that Google photos assistant made an animation of.

Click on the small video to fill the screen with it. Then wait a bit for the animation to load.


mbl.is Úthverfabretar táruðust af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllur og fleira á hreinu

Atta frambjodendurFrambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík blésu mér sterka von í brjóst í Valhöll í gær um að frelsisandinn sé enn sterkur og að fulltrúar okkar veljist á sigurstranglegan lista til Alþingis í komandi kosningum. Kynningarfundur Varðar í Valhöll var vel sóttur og var með bestu fundum, honum var vel stjórnað og hann var málefnalegur. Þingmennirnir veittu okkur hinum innsýn í málin og aðrir kynntu sig á líflegan hátt. Vandræðin eru þau að verða að velja átta manns úr þessum góða hópi. Svona eiga stjórnmál að vera.

Skýr svör

Spurningar úr sal leiddu skoðanir frambjóðenda skýrar í ljós og ég var feginn að skýr og afdráttarlaus svör fengust frá flestum í aðspurðum málum, eins og það hvort þau styddu flugvöll áfram í Vatnsmýri og hann fékk mjög afgerandi stuðning. En Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, sem stutt hefur Aðalskipulag borgarmeirihlutans með öllum sínum vegþrengingum, bílastæðaleysi og flugvallarleysi, ætlar að halda svo áfram, verði hún kosin. Hildur varði skoðanir sínar, sem snúast gegn samþykktum landsfundar flokksins, með tilvitnun í sannfæringu sína. Við hljótum að velja fólk á listann sem fylgir stefnu flokksins en ekki annarra flokka, annars hefur flokksstarf engan tilgang. Til þess eru einmitt prófkjör, að draga fram skoðanirnar frambjóðanda og það tókst á þessum fundi.

Yngsta fólkið fær mjög frambærilega fulltrúa í prófkjörið. 25 ára gamlir formenn Heimdallar (fyrrverandi og núverandi), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Albert Guðmundsson hafa mikið fram að færa.

Takið frá smá tíma til þess að fara inn á XD.is og Prófkjör, en umfram allt, mætið í prófkjörið! Sjáumst.


mbl.is Riftun samnings yrði umskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband