Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Viðreisn -70,5% og BF-62,5%

Kosn2017Okt2BreytFylgi við stjórnmálaflokka flöktir eins og lauf í vindi núna, þar sem fall Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar er skýrast (sjá töflu)og launast þeim nú kinnhesturinn forðum.  Smærri miðflokkarnir æða upp, Flokkur fólksins og Miðflokkur Sigmundar Davíðs (tölur úr síðustu könnun þar). Samfylking og Vinstri Græn rjúka líka upp í moldviðri fjölmiðlanna.

Fróðlegt er hvort tilfinninga- rokið hafi róast við kosningar eftir þrjár vikur og að kosið verði eftir stefnumálum, eða nær tilviljanakennt eins og nú, jafnan eftir síðustu sjónvarpsfréttum. Konur Íslands hafa þó færst úr 40% fylgi við Vinstri græn í 35%, kannski vegna þess að Steingrímur J. og Svandís Svavarsdóttir láta nú á sér kræla og gera þá fólki ljóst að það kysi ekki einungis Katrínu Jakobsdóttur fullkomnu, heldur allan rótgróna rammsósíalista- pakkann. 

Fólk sem er hægra megin við miðju skilar lífsskoðun sinni best í kjörkassanum með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, til þess að líkur á markvissri stjórn verði sem bestar.


mbl.is X-M mælist með meira en X-B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni seldi seint, ekki snemma

9araAfmaeliHver sá sem veit um eða kynnir sér ástandið á fjármálamörkuðum í september 2008, hlýtur að sjá að áhættusamt var að halda peningum í sjóðunum. Vitneskja um það var almenn og sést t.d. á Moggabloggi mínu allt árið 2008. Bjarni Benediktsson dró fulllengi að selja, en það er ekki vítavert.

Nú er verið að tína þetta til eins og frétt, á 9 ára afmæli Hrunsins. Mikil er örvænting andstæðinganna.


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband