Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Ekki viðræður frekar en við ESB

DSC_7938Vinstri græn vilja mörg hver leiða viðræður um stjórnarmyndun gerólíkra flokka, þar sem myndun vinstri stjórnar tókst ekki. En eðlilegast er að rétturinn til stjórnarmyndunar sé færður formanni Sjálfstæðisflokksins vegna útkomu kosninganna. Undanfærslur Forseta Íslands frá því að afhenda Bjarna Benediktssyni umboðið eru orðnar hjákátlegar og sýna vel hvernig vinstri hallinn er kominn á Bessastaði. 

Tilgangslausar viðræður

Maður talar ekkert andstæð sjónarmið á málefni saman í stjórnarmyndun, frekar en að Ísland verði talað inn í ESB með viðræðum, þrátt fyrir andstöðu kjósendanna við þær. Beinast liggur fyrir að mynda stjórn um borgaraleg málefni, þar sem Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur stilla sína strengi saman og Flokkur fólksins styður þá stjórn með ákveðnum skilyrðum, það yrði farsælast. En til þess þarf að afhenda Bjarna Ben umboðið, annars verður ekkert nema innantómt hjal og einhver hjaðningavíg.

Vinstri græn hlutu ekki réttinn til þess að prófa vinstri, svo áttavillt og svo eitthvað kókómalt. Látum meirihluta kjósenda úr Alþingiskosningum ráða, ekki úr kosningum til Forseta Íslands.

PS: Myndin mín hér (tekin 7. nóv. 2017) sýnir Íslands- Tetris yfir Bessastöðum. Smellið aftur á hana til stækkunar.

 


mbl.is Þrjár ástæður til að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BDMF í burðarliðnum?

Fjorar sulurFramsóknarflokkurinn sá skýrt þegar á reyndi að Pírötum væri ekki treystandi. Þar að auki voru óþægilegu málin ekki útrædd strax. Hvernig er hægt að semja við Pírata sem vilja gjörbylta stjórnarskránni og jafnvel ganga í ESB?

Stríðsöxin grafin

Nú liggur beint við að framsóknarflokkarnir Framsóknarflokkur og Miðflokkur grafi stríðsöxina, enda stefna þeir samsíða með Sjálfstæðisflokki að mjög mörgu leyti. Flokkur fólksins fær sitt fram að mestu, en þó er gott að þau yrðu flest umfram-þingmenn, þar sem óvissan er líkast til meiri varðandi þau hvert um sig heldur en hjá BDM flokkunum.

Gangið nú hreint til verks, BDMF flokkar og ræðið í þaula hvernig taka skuli á hverju stóru málanna. Þetta verður að halda.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Svarta Pétur í spilastokknum

PiratinnVG og Framsóknar- flokkurinn gætu hugsanlega náð saman, en að taka ESB- Samfylkinguna inn og bæta fjórum Pírata- ólíkindatólum við og treysta á það að enginn þessarra 32 þingmanna víki af stefnunni á fjórum árum er hámark bjartsýninnar. 

Óvissuspil

Fráfarandi stjórn hafði amk. eitt óvissuspil (wildcard) í sínum spilastokki, Björt Ólafsdóttur úr Bjartri framtíð, sem sýndi það strax að hún gæti verið Svarti Pétur í stokknum eða flokkur hennar. Nú láta Píratar vita að þeir muni ekki endilega verða leiðitamir. Á meðan þegir Samfylkingin þunnu hljóði um eina málið sem sérgreinir hana, ESB- SvartiPeturumsóknina. Það er gamla ESB- aðferðin, að ýta helstu ágreiningsmálum á undan sér en verða sammála um fjölda smærri þátta sem ekki skipta máli í stærra samhengi. Samfylkingin í heild gæti verið einn stór Svarti Pétur í þessari ríkisstjórn vegna helstu stefnumála sinna, sem eru í grunninn andstæð Framsóknarflokknum og Vinstri Grænum að hluta. 

BDMF yrði stöðugri

Framsóknarfólk og sjálfstæðismenn kusu langflest þrjá flokka í þessum kosningum: Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknar-flokkinn og Miðflokkinn. Þau eiga öll eðlilega samleið, eins og Sigmundur Davíð staðfesti núna, að hann vildi vel vinna með Sigurði Inga úr Framsókn. Að viðbættum Flokki Fólksins (sem Samfylking gæti varla unnið með vegna afstöðu til hælisleitenda) þá er þessi BDMF- hópur málefnalega og persónulega margfalt stöðugri eining til þess að stjórna landinu og að setja vitræn landslög heldur en Katrínar- hópurinn sem Forseti Íslands fann sig knúinn til að styðja vegna uppruna síns. Viðreisn passar hvorugum megin inn vegna ESB- þráhyggju sinnar og einangrast smám saman vegna þess.

Fjölmiðlar ekki til bjargar

Nú er helsta vonin sú að fjölmiðlar forði þjóðinni frá því að upplifa þessa ídealistastjórn Katrínar VG, með því að vera aðgangsharðir í spurningum sínum hvað hver flokkur muni gera ef beygt er í vinkilbeygju af stefnu hans, eins og Samfylking með ESB og Píratar með stjórnarskrá eða kerfisbreytingar. En líkurnar á því að þetta aðhald verði fyrir hendi frá t.d. RÚV eru nær engar.

Þetta yrði því vinstri stjórnin sem RÚV kom á með milljörðum króna frá okkur. Þvílík örlög.

 


mbl.is Fyrsti formlegi fundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband