Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Orkutilskipun tilgangslaus fyrir Ísland

Rafmagn fluttFurðulegt má þykja að ráðherra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins verji þriðju orkutilskipun ESB, sem er tilgangslaust valdaframsal til þeirra sem gáfu hana út. Mér fallast hendur við það að sjá þessar stuðningsyfirlýsingar sjálfstæðisfólks við óverjandi málstað vinstri vængsins, sem er sá að þetta sjálfvirka framsal réttinda okkar allra sé í lagi á 100 ára afmæli fullveldisins. 

Látið er eins og um misskilning eða fávísi sé að ræða hjá andstæðingum þessa orkupakka. Öðru nær, flestir sem skoða þetta í þaula sjá að um framsal sé vissulega að ræða, enda er tilgangur Evrópusambandsins sá, að komast í orkuauðlindir landsins. EES- samningur sem gerður var árið 1992 var ekki á þá leið að hvað sem verði síðan til í Brussel á næstu áratugum verði sjálfkrafa samþykkt á Alþingi Íslendinga.

Af hverju? Til hvers? 

Við þurfum bara að spyrja okkur sjálf: af hverju að samþykkja þetta? Ekki: af hverju ekki? Fylgjendur hafa ekki sýnt fram á ábatann, á meðan áhættan á neikvæðri niðurstöðu er veruleg og varla afturkræf. Samkvæmt fræðingum yrði erlendum stórfyrirtækjum frjálst að leggja rafstreng hingað og gætu þá krafist jafnræðis, sem hækkar raforkuverð í landinu og eykur álag á kerfið hér. Einungis leiðnitap flutningsins yrði á við tvöfalda notkun heimilanna í landinu. Hvílík sóun á auðlindum.

Hættum að þrefa um einfalda hluti. Njótum þess að vera ekki í ESB, þar sem hver þjóð verður að samþykkja flaum vitlausra tilskipana. Þessi þriðja er einni of mikið.


mbl.is Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband