Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

Vandræði breytast í krísu

Perlan-YoutubeNú reynir á Plan B hjá Veitum vegna heita vatnsins, sem þegar var í lágri stöðu vegna vandræðagangs, áður en óhappið átti sér stað. Afleiðingarnar eru því líkega verri en ella hefði orðið.

Þetta minnir á þá staðreynd, að flest flugslys verða vegna þess að viðvarandi slakt ástand er látið halda áfram, en síðan kemur óhapp sem verður að slysi fyrir vikið.

Hvert fer arðurinn?

Veitum er ekki vorkunn að standa í þessu núna. Viss heppni er að frostið skuli vera vægt. Hugurinn leitar til þess, hvert hagnaður af rekstri hitaveitu í Reykjavík hefur farið og þess til hvaða ráðstafana hefur verið gripið í varúðarskyni. Skiptir máli að tönkunum í Öskjuhlíð var breytt í ýmiss söfn? Var fjárfest í nægum dælustöðvum til þess að mæta aukinni notkun, uppbyggingu og þrýstingsfalli? Mig grunar ekki og að Dagur & Co hafi notað hagnaðinn í að fegra óendanlega skuldasöfnun þeirra í Reykjavíkurborg. 

En sjáum til hver sannleikurinn er um hvíta sykurinn.


mbl.is Heitavatnslaust í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitaveitan situr á hakanum

Krani-dropiVeitukerfin gefa sig hvert af öðru þessa dagana. Landsvirkjun safnar peningum fyrir pólitíkusa, en Landsnet er svelt af framkvæmdafé, þannig að afhendingaröryggi rafmagns er verulega skert þegar á reynir. Hér í Reykjavík er ekki aðeins óreiða á götum ofanjarðar, heldur er hitaveitan (Veitur) orðin afspyrnuslöpp. Þar á bæ virðist fólk ekki gera ráð fyrir þeim vexti sem var spáð fyrir löngu síðan, eða því að frostakaflar komi að vetri.

Slappleiki

Þegar hausta tók, þá varð ég að gæta þess að fara í sturtu fyrir klukkan sjö á morgnana hér í Skerjafirði, til þess að fá almennilegan kraft í hana áður en flestir færu í gang, eins og á litlu hóteli á Spáni. En nú er svo komið að þrýstingur heita vatnsins er alltaf lágur, raunar svo að bílskúrinn helst rétt frostfrír eftir að kólnaði að ráði. Það er víst ekkert miðað við Kórahverfið, þar sem heilu íbúðirnar kólna niður svo að óvært er þar inni.

Undarleg svör

Svar Veitna við þessari vanhæfni er mikil notkun. M.a. sé eilífðarmál að halda kerfinu við og stækka það.  Mikil uppbygging, þétting byggðar og hótelbyggingar noti ansi mikið. Tvær nýjar dælustöðvar (sem Veitur eiga í vandræðum með) séu liðir í að auka getu kerfisins. Upplýsingafulltrúi Veitna lýkur svo þessum skýringum með því að segja mikilvægt að Íslendingar sói ekki heitu vatni. "Það er mikilvægt að allir fari vel með heita vatnið. Þetta er auðlind sem við eigum að ganga vel um".

Ábyrgð

Ótrúlegt er hvernig veitufyrirtæki líta á hlutverk sitt. Þau eiga bara að standa sig og allur sá fjöldi sem vinnur þar. Ef skortur á heitu vatni er að verða vandamál í Reykjavík, er það þeim að kenna sem hefur yfirstjórn á þeim málum. Hver skyldi það nú vera, sem kannast aldrei við ábyrgð sína? Ég bara spyr.

 


mbl.is Kuldakast í Kórahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagkvæmast að bæta flugvöllinn

280 milljarðar króna er á við heila götu af Landspítulum, en vinstri meirihlutinn vill moka þeirri framtíðarskuld í gerð flugvallar í Hvassahrauni. Ómar Ragnarsson hefur réttilega barist fyrir því í langan tíma að lengja austur- vestur brautina á Reykjavíkur- flugvelli út í sjó fram, sem er tiltölulega einföld og ódýr aðgerð, miðað við flest annað. Réttast er að sammælast um þá ráðstöfun og að gera Egilstaðaflugvöll (eða Akureyri) að góðum alþjóðlegum varaflugvelli til framtíðar, þá eru þau samgöngu- og öryggismál í góðum gír áfram.

IMG_5932Lóðagræðgin

Dagur & Co í Reykjavíkurborg geta ekki látið eins og þau hafi umboð til þess að eyða tekjum næstu kynslóðar í gæluverkefni þeirra, að færa tekjustofna borgarinnar til annarra sveitarfélaga á silfurfati. Lóðagræðgistefna þeirra er nær gjaldþrota, enda er kostnaður hvers fermetra þá orðinn slíkur, að einungis blokk (illseljanlegra) lúxusíbúða getur borgað hann. Auk þess ætla þau að fylla alveg upp í fallega vík Skerjafjarðar í græðginni að taka völlinn í burtu. Nú er mál að linni.


mbl.is Hvassahraun ekki arðbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband