Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020

Flýtum okkur á hausinn!

Óborganlegur er Dagur Borgarlínustjóri að krefjast þess í hraðasta hruni Íslandssögunnar að Reykvíkingar flýti feigðarflani hans með hálftóma risakassa um stíflaðar götur borgarinnar og skuldsetji okkur um hundruð milljarða króna sem svar við atvinnuleysi!

Strætó fortíðar

Vitað er hvaðan sá vaðall kemur, en verst er það, hverjir hafa stutt þann ófögnuð í gegn um tíðina og gera enn, en það eru ýmsar ungar konur í Sjálfstæðisflokknum. Aðalskipulag andskotans fær enn stuðning þeirra og nú Borgarlínan, sem toppar alla Sovét- hugsun, jafnvel eftir nær áratug af afarsamningi um framkvæmdaleysi fyrir milljarð á ári, til þess að strætónotkun fari úr 4% ferða í 4%.

Hnifur

Flæði

Nú kaupa þessar ungu konur réttilega rafmagnsbíla eins og enginn sé morgundagurinn, einungis til þess að láta leggja honum (en ekki í miðbænum) eða að byrja daginn og enda hann í umferðarteppu. Réttast væri að hætta alfarið við Borgarlínu, en styðja rafbílavæðingu og bæta vegakerfið, sem kostar aðeins brot af strætóvæðingunni. Borgin gæti dreift inneignum á skjólstæðinga sína í staðinn, sem nota mætti í viðurkennda rafleigubíla.

Tregðan í X-D 

En risahnífurinn í kúnni er tregðan í hluta Sjálfstæðis- flokksins til þess að faðma nýja tíma,frekar en austantjalds- drauma miðbæjar- ídealistanna. Ekki er hægt að kjósa þann flokk nema að þeirri tregðu verði vikið almennilega til hliðar. 


mbl.is Vill að Borgarlínunni verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband