Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Dauðans alvara

VillekkiHvað þarf eiginlega til að stjórnvöld fríi sig frá ESB í mikilvægustu málum Íslands? Er ekki nóg að vera með ónýt Schengen- landamæri, eyðilögð viðskipti við Rússland, rándýra hælisleitendur (með Covid- áhættu), Icesave- kúgun, valdaafsal orkupakka, sjálfsamþykkt tilskipanaflóð ásamt kolefnis- losunarkvóta með ofurskattlagningu og reglugerðafári? Nei, greinilega ekki, því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra (sem er erlend samningatækni í blóð borin) kýs enn að fylgja ESB í einu og öllu, en þar með koma í veg fyrir að við einangraða fámennisþjóðin getum samið um þá skammta sem þarf til þess að bólusetja okkur öll á nokkrum dögum.

Vill ekki þegar hann fær

Evrópusambandið samdi um kaup á Astra-Zeneka/Oxford bóluefninu en samþykkti það ekki til notkunar, heldur níddi af því skóna í tvígang svo að hundruð milljóna Evrópufólks vilja ekki heyra á það minnst og milljónir skammta liggja hjá þeim undir skemmdum, enda ekki samþykkt af ESB fyrr en nú, þegar tugmilljónir Breta hafa fengið bólusetningu, sem reynsla milljóna manna sýnir hafa gefið 100% öryggi gagnvart tengdu andláti eða alvarlegum veikindum vegna Covid- veirunnar.

Fær ekki þegar hann vill

Á meðan Ísland bíður eftir Godot í bandi ESB var svo algerlega fyrirsjáanlegt að árangurinn með lokun þjóðfélagsins ynni gegn okkur, því að nýja regla ESB er að útflutningur frá ESB verður að taka mið af stöðu Covid- sýkinga í landinu sem bóluefni fara til. ESB- löndin eru í neyðarstöðu en við ekki. Kannski væla ráðherrar undanþágu út úr skriffinnum dauðans í Brussel, en ekki þykir það líklegt, enda reglugerðin sjóðheit.

Allir halda stöðu sinni

Alls staðar nema hér og í Brussel myndu hausar fjúka vegna svona vanhæfni. Í stað þess að vera bólusett og til í slaginn við fjórðu bylgjuna með nýjum afbrigðum veirunnar skellum við nú í lás aftur og fáum samt bylgjuna á okkur af fullum krafti.

Setjum landamærin við Ísland í stað Norður- Afríku og endursemjum við framleiðendur bóluefna vegna brostinna forsenda frá hendi Evrópusambandsins, sem riðar loks til falls.

 

 

 


mbl.is Gengur í berhögg við EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband