Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

75-80% ferðalanga sjá fram á breytingar

BulldogÞær konur og þeir karlar sem ferðast um á bílum í höfuðborginni og fara þannig 75-80% árlegra heildarferða innan hennar geta vænst breytinga eftir að Alexandra Briem tekur nú við sem formaður skipulags- og samgönguráðs. Gefum henni orðið:

„Yfir ára­tugi hafa frekir bíl­eig­endur og fram­leið­endur unnið að því á vestur­löndum að skipu­lag og upp­bygging sé á þann veg að í raun sé enginn annar raun­hæfur ferða­máti en sá sem þeir kjósa. Og ó­víða hefur þeim gengið betur en á Ís­landi. Freku karlarnir á Ís­landi hafa séð rautt yfir árangri Sigur­borgar og ég hef séð ógnandi til­burði gagn­vart henni bæði í eigin per­sónu sem og í skrifum sem er satt að segja ó­trú­legt að þeir hafi komist upp með.“

Breyttar götur

Breytingarnar sem bílferðalangarnir sjá verða kannski ekki í þeirra átt, heldur mun Alexandra sannarlega taka við Píratakefli forvera síns og fara öllu lengra með það í að gera þeim lífið leitt. Konur á nýorkubílum mega vara sig, því að verið er að refsa "frekum körlum" fyrir að hafa verið á bensín- og dieselbílum, á þann hátt að þrengja göturnar fyrir helstu kaupendum rafmagnsbíla, kvenna. 

Bílafjandskap og Borgarlínu 

Fjáraustur borgarstjórnar- meirihlutans til 4% ferðafólksins, strætó- elítunnar stefnir nú í óendanleikann eftir áratugs tilraun með milljarð króna á ári. Nýi formaður ráðsins getur vart búist við vægð, þar sem hún mun þurfa að verja Borgarlínuna, þá óverjandi sóunaraðgerð, sem stefnir borginni fram af björgum á mettíma.

Embættið er ekkert grín

Alexandra Briem mun fá að heyra það, bæði sem varðhundur Dags B. Eggertssonar og sem Píratinn í valdamiklu embætti í samgöngum Reykvíkinga á þeim tíma í sögu borgarinnar þar sem samgöngunum verður rústað.  

 


mbl.is Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband