Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún

Frétt BBC um kókaínfundi strandríkja Afríku, Senegal, Ghana, Guinea-Bissau og Sierra Leone lýsir því hvernig rammspillt sárfátæk Afríkuríki standa fyrir stórfelldu kókaínsmygli, "finna" heilu tonnin af kókaíni en láta þau síðan hverfa úr geymslum sínum....

Nóg komið af Jenum?

Það er athyglisvert að Kaupþing taki stórt Jenalán núna þegar umræðan er á þann veg að þessu geti senn farið að ljúka. Kannski er þetta eina lausnin, á meðan tryggingarálag bankans er lágt. Vaxtamyllan hjakkar enn áfram Vaxtamyllan, þar sem tekin eru lán...

Grænland er of heitt!

Það er kostulegt að sjá hvert þessi furðulegi málatilbúningur um koltvísýringslosun og hitnandi jörð leiðir fólk, sem annars ætti að teljast bráðgreint. Nú vill Evrópusambandið kæla niður Grænland og færa allt í það horf sem það var. Jafnvel sérvöldu...

Valtað yfir Pólland hjá ESB?

Hvers á Pólland að gjalda?  Evrópskir valdamenn hafa keppst við að stjórna og skipta landinu upp í gegn um tíðina, fyrstu skiptingar árið 1772, síðan 1793, 1795, 1815, 1832, loks 1939 og nú eru Evrópusambandsherrarnir að draga úr völdum hinnar pólsku...

CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun

Nú er sönn ásjóna koltvísýringslosunar- áróðursmaskínunnar loks að koma í ljós, þar sem óendanlega ósanngjarn kvótamarkaður hefur myndast um fyrirbærið. Þar með er orðið ljóst hvað sundra mun að lokum samheldni Evrópu, tvístra Sameinuðu þjóðunum eða í...

Þversögn vaxtarins

Bandaríkjamenn eru líklega að horfa á takmörkun hagvaxtar síns, ef sett eru almenn markmið um losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Koltvísýringslosun ætti varla að vera til umræðu, þar sem hún er eðlilegur fylgifiskur framfara og mannfjölgunar....

Svona er heimurinn (“like it or not”)

Mannfólki í heiminum fjölgar um 211.000 á dag, þ.e. um fjölda allra íbúa Íslands á einum degi og ellefu stundum, mest í Kína og á Indlandi. Meðfylgjandi tengill um mannfjöldann er eins og bensíndæla á fullu: http://www.ibiblio.org/lunarbin/worldpop   Við...

Hernaður kostar sitt

Hernaðarútgjöld Bandaríkjanna eru ótrúleg að stærð, líklega yfir helmingur fjárlaga þeirra og hernaðarútgjalda heimsins, meira en næstu 42 ríki þar á eftir samanlögð. Nú gáfu demókratar eftir og samþykktu 100 milljarða dollara aukafjárveitingu án...

Stöðugt ástand?

Gengið hefur nú gengið að nokkrum útflytjendum dauðum, en hver dagur af háu vöxtunum við bjargbrúnina skilar bönkunum svo miklum viðskiptum  og spekúlöntum  það háum dagvaxtatekjum að ekki er von á breytingu í bráð. Nú hefur Landsbankinn víst sett...

Vextir lækka ekki

Það er ekkert sem bendir til þess að vextir muni lækka í bráð. Ríkisstjórnin ræður því lítið, heldur Seðlabankinn, sem heldur enn að hávaxtastefnan veiti íslenskum lántakendum aðhald, þegar raunin er sú að hún sogar til sín fjármagn heimsins, sbr....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband