Færsluflokkur: Lífstíll

Bláfjöllin orðin fín

Ljúft var að renna sér aftur í Bláfjöllum í gær sunnudag eins og sést á vídeó- tenglum hér. Með árskort í vasanum fullir bjartsýni svifum við Ríkarður Pálsson, Moggafrægi áttræði frændi minn, áfram í yndisfæri. Nú vantar ekkert nema fólkið. Mætum og...

Einkamyndir úr Maraþoni 2012

Þar sem ég lá veikur heima þegar Reykjavíkurmaraþonið var, þá náði ég aðeins að taka þessar myndir með aðdráttarlinsu, um 400 talsins, aðallega framarlega í hlaupinu. Þið takið viljann fyrir verkið, ekkert var farið yfir myndirnar. Hægt er að skoða þetta...

Hömstrum glóperur til stjórnarskipta

Bann við sölu glópera er dæmigert besservissera- búrókratabann á sjálfsagðri nauðsynjavöru, þarfaþingi hér á klakanum en úthrópað í blokkum Brussels. Hvað er eðlilegra en að kaupa venjulega gamaldags ljósaperu, sem kostar sáralítið, lýsir og hitar upp...

Maraþonblíða

Fótbrotinn eftir skíðin skreið ég út á svalir og tók myndir af nokkrum sprækum hlaupurum í Vormaraþoni Félags Maraþonhlaupara í Skerjafirðinum í morgun 21/4/2012. Hér miðla ég þeim í PicasaWebAlbum . Skemmtilegast er að skoða það í Full Screen Slideshow...

Bláfjöllin flott

Skíðafærið í Bláfjöllum var unaðslegt í gær. Fólk sveif um í púðrinu og loftið sindraði af kristöllum í sólskininu. Svona dagar lyfta sálinni á hærra plan, í Alpatilfinningu. Ég dáðist að landinu af tindinum og óskaði sem flestum að upplifa svona...

Uppsöfnuð vandræði borgarstjórans

Unglingar valda, gamlingjar gjalda, mætti segja núna þar sem eldra fólk þjáist í Reykjavík, vegna þess að unga fólkið kaus hlálegan grínista yfir okkur öll. Sjá fyrri færslu mína í dag:

Gnarr, Gnarr, nú gnísta tennur

Jón Gnarr, borgarstjórinn fyndni, ásamt Degi B. Eggertssyni sem öllu ræður ættu báðir að fara í smá borgartúr gangandi, hjólandi eða akandi á nagladekkjalausu bílunum sínum út fyrir upphituð stræti 101 miðbæjarins þessar vikurnar, t.d. um íbúagöturnar....

Reiðhjólaliðið þegir þunnu hljóði

Desember 2011 hefur sýnt okkur hve vitlaus reiðhjóladellan er, sem stjórnmálafólk treður upp á landann þessi dægrin. Hér á heimskautinu ráðast stjórnvöld gegn þeim fjölskyldum sem setja öryggið framar öllu, ferðast um með börnin í bílstólum í leikskólann...

Rússneskar biðraðir Bláfjalla

Einmitt þegar Bláfjöll voru komin í góðan gír með vel troðinn snjóinn, þá klikkuðu þau á miðasölunni. Fáránleg röð myndaðist. Ekki var gripið til neinna ráða, að hleypa fólki í gegn um þessa einu lyftu eða neitt slíkt, heldur var aðalatriðið að mjólka...

Bylur á Ipad2

Ipad2 er draumur í dós: Að taka vídeó og hlaða því upp á YouTube tekur enga stund. Sjáið jólabylinn sem ég kvikmyndaði á Ipad2, og smellti svo á það að hlaða á YouTube í gegn um þráðlausu netenginguna. Einhver önnur vídeó fylgja þar líka. Annars er Ipad2...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband