Færsluflokkur: Ferðalög

K2 drápsfjallið

Hér er myndband af „flöskuhálsinum“ af K2 ásamt frétta- og myndatenglum . Veðrið var þokkalegt þegar brotnaði úr ísveggnum hættulega. Þetta næsthæsta fjall heims tekur að meðaltali einn af hverjum sjö sem reyna við tindinn. Þyrla kæmist...

Yfir Skeiðarárjökul

Hérna fylgir örlítið myndband með Google Earth- skýringum um ferð seigs gönguhóps sem er nú á leiðinni frá Núpsstaðarskógi að Grænalóni, þaðan yfir Skeiðarárjökul að Færneseggjum og Blátindi í Bæjarstaðaskóg, yfir Morsárdal og að Skaftafelli á þremur...

Mótorhjól, ungar og blíðan

Laugarvatn og Þingvellir ljómuðu í heiðskíru logninu núna kl. 7 að sunnudagsmorgni. Ég sveif um á mótorhjólinu til Reykjavíkur í engri umferð, en náttúran hefur sínar hættur. Í þetta sinn voru þær helstar, að ungar fjölda fuglategunda vöppuðu um...

Hekla er flott

Mikill hópur gekk á Heklu á stystu nótt ársins þann 21/6 sl. Við Stefán Bjarnason fórum síðar þann morgun á skíðum þar sem ég tók myndir í sérstöku veðri, þar sem eldingaský og góðveðursbólstur skiptust á. Mér varð ekki um sel þegar hnúalaga skýin...

Frí á miðvikudaginn?

Veðrið gælir við Austurland núna, en sjáið spána fyrir vesturhlutann á miðvikudaginn 28/5: 20°C og úrkomulaust. Ætli það verði lokað vegna góðviðris í höfuðborginni? Vedur.is veðurþáttaspá:

Sjóðandi sunnudagur

Veðurstofan spáir ótrúlegum hlýindum fyrir næsta sunnudag, 25/5 kl. 15:00 sbr. kortið hér til hliðar. Enn er enga vætu að ráði að finna í því, en uppgufun næstu daga hlýtur að skila sér niður. Ferðalangar í Ásbyrgi ættu að hafa sóláburðinn með sér. Við...

Veturinn er bestur

Veturinn á Íslandi slær sumrinu gersamlega við á dögum eins og í gær. Fegurð náttúrunnar á Tindfjallasvæðinu var með endemum, þar sem við Stefán Bjarnason ferðuðumst um á fjallaskíðum. Fet af púðursnjó hafði fallið og sindraði nú í sólskini og...

Smá- jólabylur

Fátt er skemmtilegra en að velkjast í byl. Seinnipart jóladags tók að hvessa og þá voru fjallaskíðin dregin fram og óveðurssettið líttnotaða. Gamanið var mest við sjávarsíðuna þegar á móti blés í snjókomunni af sjónum og fór að dimma, einskonar Hannesar...

Hagavatnssvæðið í myndum

Útsýnið af Hlöðufelli getur verið stórgott, m.a. að Langjökli og skriðjökli hans, Eystri Hagafellsjökli, en Hagavatn myndast við sporð hans. Sandfok getur verið mikið frá svæðinu, eins og sést á myndum mínum, annars vegar frá árinu 2007 í logni og...

Hálf- fréttir eru slappar

Ef Mogginn talar um tíu menguðustu borgir heims, þá á að birta listann, ekki bara að hann hafi verið gerður. En tengillinn í BBC er hér og þetta er listinn yfir borgirnar (ýtið 2-3 svar á mynd):  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband