Af hverju þá sem voru kosnir ólöglega?

johanna_sig_forbes_100.pngJóhanni Sig. ein valdamesta kona í heimi (sbr. Forbes) fer ekki hyggilega með vald sitt. Hún hunsar æðsta dómsvald landsins eins og við séum þegar komin inn í ESB. Af hverju á að ráða þá 25 sem voru kosnir ólöglega (vegna hættu á misjafnri útkomu) eða þá sem á eftir komu? Af því að forsætisráðherra líst vel á skoðanir þeirra? Kosningin var ólögleg og þar með röð umsækjendanna allra. Alþingi ætlar þá að setja lög sem hygla einum einstaklingi umfram annan án stoðar í lögum.

Þetta er allt gegnsæið og réttlætið sem við eigum að kyngja frá þessum löglausu stjórnvöldum. Ekki hleypa þessu í gegn!


mbl.is Alþingismenn hafa guggnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er Alþingi að

Hæstiréttur dæmdi kosningu 25 fulltrúa Stjórnlagaþings ólöglega. Þá ræður Alþingi það sama fólk til þess að vera ráðgefandi um stjórnarskrá! Ekki nema von að Ögmundi blöskri. Virðingarleysi ráðamanna fyrir dómsvaldinu er slíkt að þeir eru óhæfir til þess að samþykkja lög sem síðan á að dæma eftir. Nú hafa Jóhanna Sig og Svandís Svavarsdóttir sannað þetta virðingarleysi hvor um sig.

Hve oft á forsætisráðherra landsins að lýsa frati á dómsvaldið áður en hún verður sett af? Er þetta Mubarak/Gaddafi- heilkennið sem er í gangi hér? Þrískipting valdsins er grundvallaratriði sem ekki verður litið hjá, frekar en fullveldinu. Jóhönnu er kannski sama, en ekki okkur þegnunum.


mbl.is Ögmundur ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2011

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband