Af hverju þá sem voru kosnir ólöglega?

johanna_sig_forbes_100.pngJóhanni Sig. ein valdamesta kona í heimi (sbr. Forbes) fer ekki hyggilega með vald sitt. Hún hunsar æðsta dómsvald landsins eins og við séum þegar komin inn í ESB. Af hverju á að ráða þá 25 sem voru kosnir ólöglega (vegna hættu á misjafnri útkomu) eða þá sem á eftir komu? Af því að forsætisráðherra líst vel á skoðanir þeirra? Kosningin var ólögleg og þar með röð umsækjendanna allra. Alþingi ætlar þá að setja lög sem hygla einum einstaklingi umfram annan án stoðar í lögum.

Þetta er allt gegnsæið og réttlætið sem við eigum að kyngja frá þessum löglausu stjórnvöldum. Ekki hleypa þessu í gegn!


mbl.is Alþingismenn hafa guggnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Virðingarleysi kerlingarinnar fyrir dómum Hæstaréttar er í fullu samræmi við þá virðingu sem hún nýtur í dag - = 0

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Úr Forbes!:

"Working vigorously to fix the broken banking system, she promoted entry into the European Union as one solution. Signed stability pact in June, the cornerstone of the government's plans for economic reconstruction. The former stewardess oversees the world's oldest parliament, the Althingi, which dates back to 930 A.D.

Ívar Pálsson, 25.2.2011 kl. 18:16

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð spurning, og ekki síður spurning í beinu framhaldi af henni: Af hverju ekki bara fólk sem ekki bauð sig fram til Stjórnlagaþings?

Alþingi hefur sjö sinnum skipað nefndir til að endurskoða stjórnarskrána. 

Þýðir þetta sem sagt að Alþingi megi ekki skipa slíka nefnd?

Eða, að Alþingi megi yfirleitt ekki skipa nefndir til eins eða neins? 

Ómar Ragnarsson, 25.2.2011 kl. 19:45

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Afhverju ekki að velja 50 einstaklinga út úr þjóðskránni og gamla á að 20 % þeirra gefi færi á sér að verða að athlægi eftir meðhöndlun Alþingis á tillögum þeirra til betrunbótar.

Eggert Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 23:03

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil ekki mæla með stærra úrtaki, því mér þykir vænt um alla íslendinga.

Eggert Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 23:04

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ivar er ekki Sigurður Líndal með þetta á hreinu,að við þörfnumst ekki nýrrar stjórnarskrár?

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2011 kl. 01:06

7 Smámynd: Elle_

Ég tek undir með Ólafi.  Hvað á jörðinni kallast svona ótrúlegur yfirgangur að vaða yfir æðsta dóm landsins?  Valdabrjálæði?  Valdasýki??

Elle_, 26.2.2011 kl. 01:31

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ívar.

Það sem hvorki nafni minn eða aðrir sem mæla valdníðslu Jóhönnu bót, skilja ekki, er að það var búið að setja lög um ákveðna leið.  Sú leið hét stjórnlagaþing, og það var kosið til þess.

Hefði hugmyndin verið að skipa nefnd, þá hefðu menn farið þá leið strax, en ekki eitt hundruðum milljónum í skoðanakönnun um hugsanlega nefndarmenn, og falið þá skoðanakönnun á bak við leiktjöld stjórnlagaþings.  Í raun hefur engin hugmynd, hugmyndin um stjórnlagaþing þjóðarinnar, verið jörðuð á eins rækilegan hátt eins og ríkisstjórnin gerir nú með skipan þessarar nefndar.

Og var það tilgangurinn allan tímann????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 09:46

9 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Af hverju?  Auðvelt svar við því, þetta er fólkið sem þjóðin kaus, þetta er fólkið sem við treystum til að vinna þessa vinnu.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 26.2.2011 kl. 15:45

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta fólk var ekki kosið, því að kosningin var dæmd ólögleg í Hæstarétti af ýmsum ástæðum. Það eru því engin tengsl þessa fólks við stjórnvöld umfram annað fólk

Ef ríkið ætlar að ráða þessar manneskjur í vinnu umfram aðrar, þá er um mismunun gagnvart þegnunum að ræða. Auglýsa verður störfin eins og hver önnur störf og allir eiga að geta sótt um. Þessi mistæki gjörningur um Stjórnlagaþing var fyllilega afgerður.

Nefndir í fortíð eða nútíð skipta ekki máli. Við erum komin aftur á byrjunarreit, sem betur fer, því að ferðalagið var farið í villu og svíma.

Ívar Pálsson, 27.2.2011 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband