Fólkinu er ekki sama

Seifur-Zeus

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,sem var áheyrandi á þessum fjölmenna fundi um Reykjavíkurflugvöll og sérstaklega neyðarbrautina, getur ekki leitt hjá sér hvílík samstaða er hjá mörgum Reykvíkingum gegn því að leggja niður brautina, sem óbeint stendur til hjá Umhverfis- og skipulagsráði á morgun, miðvikudaginn 22. október 2014. Eftir þennan góða fund er ég sannfærður um að meirihluti ráðsins getur ekki verið svo pólitískt skyni skroppinn að staðfesta framkvæmdaleyfi fyrir Valsmenn á Hlíðarenda, en sú byggð krefst þess að neyðarflugbrautin fari. 

Slær hann til? 

En ef meirihluti ráðsins og síðan Borgarstjórn láta samt skripla á skötu með þetta og samþykkja, þá getur hann bókað það að eiga ekki jafn náðuga daga og í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga, þegar fólk í flestum flokkum mátti vart vatni halda yfir snilli orðræðunnar. Flugvallarmálið (ásamt neyðarflugbrautinni) í heild sinni er slíkt yfirgnæfandi hagsmunamál Reykvíkinga og landsmanna allra, að þegar sýnt er fram á það lið fyrir lið eins og á þessum fundi, þá hlýtur það að hafa áhrif allt inn í dýpstu afkima 101, þar sem latte- froðan flæðir mest.  

Skipulag í höndum fólksins 

Ljóst er að skipulag borgarinnar kemur ekki heilagt og fullskapað úr höfði Seifs eða einhverju Samfylkingar- höfðinu, heldur ætti það að vera tekið þannig fyrir að íbúarnir hafi eitthvað um það að segja, ekki bara 18% þeirra eins og í gervikosningunni um flugvöllinn forðum, sem mörg okkar hundsuðu. Látum í okkur heyra. Helst vildi ég sjá rafrænar kosningar þar sem hver einasti kjósandi á landinu fengi kóda sendan til sín og kysi í símanum sínum.

En sjáum núna til hvort Hjálmar og Dagur blási til orrustu þessa vikuna! 


mbl.is Alvarlegar athugasemdir hunsaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið dagaði uppi

Masses

Neyðarfundurinn í kvöld vegna neyðarbrautarinnar er boðaður vegna þess að Dagur B. Eggertsson hundsar vilja þorra íbúanna og raunar landsmanna allra. Ég hvet ykkur til þess að koma og kynna ykkur það hvernig lýðræði er fótum troðið í borginni, bæði þegar Dagur stjórnaði á bak við trúðinn, en núna á bak við fjöldann.

Undirskriftir tugþúsunda manna og samþykktir íbúasamtaka eða fagaðila liggja fyrir, en ekkert nær í gegn um Eggertsson sjálfan. Hann lætur eins og ótal nefndir og ráð hafi allt um þetta að segja, á meðan hann fylgir stefnu síns flokks til hlítar gegn þegnum þessa lands.

Hafa borgararnir eitthvað um niðurstöður í flugvallarmálinu að segja? Sjáum til á fundinum, sjáumst þar.


mbl.is Borgarafundur vegna neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2014

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband