Æpandi þögn Katrínar og VG

BolabiturNú þegar styrja Skota lýsir yfir neyðarástandi í heiminum vegna hlutfalls koltvísýrings í loftinu, er VG- forsætisráðherra Íslands fljót að brenna til fundar í flugvél til Skotlands. Á meðan er þögn Katrínar og flokks hennar, Vinstri grænna, um Þriðju orkutilskipun ESB orðin æpandi.

Kænska

Stjórnviska Katrínar Jakobsdóttur er ómæld, að beita forystu Sjálfstæðisflokksins eins og ótjóðruðum bolabít í baráttu fyrir innleiðingu Orkupakkans, sem Katrín veit að er verulega óvinsæl í hennar eigin flokki, Vinstri grænum. Sá flokkur segir ekki múkk um málið, þótt hann vilji hramm ríkisins sem sterkastan og teljast úr hófi umhverfisvænn. 

Þarf ekki að grafa

Hver er meginástæðan fyrir þessari grafarþögn? Kannski er það stjórnkænska að láta Sjálfstæðisflokkinn grafa sína eigin gröf með þessu máli svo að eftirleikurinn verði auðveldari. Svei mér þá.


mbl.is Katrín fundar með Sturgeon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband