Afturhaldskommahluti VG ræður för

Austurvollur-NATOÞetta gengur ekki, að í stærsta hruni Íslands kemur afturhalds- kommahluti VG, sem er kannski studdur 7% kjósendanna, í veg fyrir að varnarbandalagið NATO byggi varanlega hafnaraðstöðu og fleira fyrir fjölda milljarða króna, skapi störf hér og tryggi betur stöðu Íslands í eftirliti og vörnum Norður- Atlantshafsins.

Standa í lappirnar, takk

Hver hefði trúað því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í ríkisstjórn beygi sig svona í duftið fyrir argasta "Ísland-úr-NATO,-herinn-burt" sósíalista- íhaldinu? Hér hlýtur að þurfa að draga línuna, að gangast við þessu samstarfi við NATO eða að rjúfa þessa stjórn ella. Þjóðarhagsmunir krefjast þess.

Uppbygging með NATO

Sósíalistar börðust gegn aðild Íslands að NATO, en höfðu sem betur fer ósigur. Keflavíkurflugvöllur, sem er að verulegum hluta frá NATO, hefur fært Suðurnesjum og Íslendingum öllum mikla gæfu. Kynslóð forsætisráðherra hættir til að taka þeirri uppbyggingu allri sem sjálfsögum hlut. Að sama skapi myndu hafnir og önnur aðstaða á svæðinu hafa varanleg jákvæð áhrif á efnahagslífið og þjóðlífið. 

Þjóðaröryggistefnu verður ekki framfylgt með blómum í hárinu. Öryggiseftirliti í norðurhöfum er best fyrirkomið hér og samstarf NATO- þjóða greiðir fyrir uppbyggingu þess. Við eigum ekki að færa öðrum þessi gæði á silfurfati, sérstaklega núna þegar vel sverfur að.

 


mbl.is Þungt högg að verða af hundruðum starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband