Hleypum inn, en prófum alla

Utbreidsla-einangrunNú styttist í opnun landamæra Íslands. Ráðlegast er að taka sýni af öllum fyrir Covid-19 hjá vegabréfaskoðuninni og ná þannig að lágmarka smit þeirra.

Fyrir lægi samþykki farþegans við sýnatökunni strax við brottför. Einnig samþykki fyrir því að farsímanúmerið liggi fyrir og jafnvel að rakningar- appið verði notað. Fyrsta heimilisfangs á Íslandi verði líka getið. Jafnvel mæti athuga líkamshita með ennismælingu og ef einkenni koma í ljós, taka þá blóðsýni með skyndiniðurstöðum. Sýktir einstaklingar verði strax settir í einangrun á eigin kostnað.

Engu máli skiptir hvort farþegar komi frá Schengen- svæðinu eða annars staðar frá. Tímabundin aðgerð vegna heimsfaraldurs ræður öllu. 

Íslensk yfirvöld þyrftu líka að lýsa því yfir að engum hælisleitendum eða innflytjendum verði hleypt inn nema með fyrirfram samþykki yfirvalda við brottför farþegans, ella verði þeim snúið við strax þar eða við komu til landsins.

Á þennan hátt er hægt að hleypa ferðamönnum inn og koma hjólunum af stað!


mbl.is 4. maí genginn í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2020

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband