Að hrökkva eða stökkva

Grein mín um Sjálfstæðisflokkinn, ESB ofl. á opnu Morgunblaðsins í morgun fylgir hér:

Nú eru vatnaskil hjá Sjálfstæðisflokknum á landsvísu.  Meginþorri kjósenda þessa stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB ), en forysta flokksins og fólk í lykilstöðum endurspeglar ekki skýrt þá sannfæringu kjósenda sinna.  Varaformaðurinn er yfirlýstur ESB- aðildarsinni og því miður hyggst formaðurinn aðspurður ekki draga aðildarumsókn Íslands  að ESB strax til baka, komist flokkurinn til valda. Þessi afstaða er einn helsti dragbítur framfara síðustu árin, þar sem undanlátssemin við ESB kemur íslensku þjóðinni í æ dýpri vandræði, því meiri sem eftirgjöfin er.  Verið getur að flokksforystan hafi framan af talið ESB- umsóknina í línu við óskir samtaka atvinnulífsins, en það á sannarlega ekki við núna, þar sem atkvæði þar falla gegn umsókninni.  Flokkurinn er fólkið og forystunni  ber að fylgja hug kjósenda sinna í þessu yfirgnæfandi mikilvæga máli.

 Rétt stefna Sjálfstæðisflokksins

 Meirihluti íslenskra kjósenda kysi gegn ESB- aðild ef kosið væri í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er hæfastur flokkanna til þess að leiða sjálfstæða stefnu í anda ályktunar síðasta landsfundar hans:

 •    Sjálfstæðisflokkurinn telur það meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar jafnframt því sem vinna ber með öðrum þjóðum að því að efla frið, frelsi, lýðræði, mannréttindi og velmegun.

 Samfylking ein með ESB- aðild

Kjósendur Samfylkingar vilja ákveðið ESB- aðild og flokkurinn hefur hana á stefnuskrá sinni. Kjósendur  Vinstri grænna eru harðir gegn ESB- aðild en forysta þess flokks hunsar í framkvæmd ítrekað vilja síns fólks. Sönnum fylgismönnum stefnu VG er bolað úr ríkisstjórn og frá áhrifum. Framsóknarflokkurinn virtist líklegur til ákveðinnar andstöðu gegn ESB, en nýtur ekki almenns fylgis og hefur linast full mikið í andstöðu sinni, trúlega til þess að reyna að auka fylgið með ESB- höllum kjósendum, en stefnan virkar ekki.  Andstaða annarra flokka við ESB-aðild er skýr, en fylgi þeirra mælist lítið.

Kjósendur skýrir en forystan ekki 

Yfirleitt má segja að amk. 70% kjósendur annarra flokka en Samfylkingar (þ.e. þeir sem taka afstöðu) standa gegn ESB- aðild samkvæmt skoðanakönnunum. Líklegt er að ESB- fylgjandi kjósendum Samfylkingar fari fækkandi nú þegar ýmiss ESB- sannleikur kemur smám saman í ljós, t.d. afstaða gegn Íslandi í Icesave- málinu og Grikklandi í efnahagsóförum þeirra með Evruna.  En þótt afstaða kjósenda allra flokkanna sé skýr, þá er forysta þeirra það ekki að sama skapi. Svo virðist sem nálægðin við alla ESB- forkólfana og óendanleg kerfi þeirra glepji forystufólki okkar svo illilega sýn að þau missa sjónar á aðalatriðinu sem gæta þarf, sjálfstæðis Íslands. 

Krefjumst skýrrar andstöðu við ESB- aðild af forystu þess flokks sem við kjósum. Þetta verklag gengur ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ég tek undir þá skýringu þína ,,að nálægðin við forkólfa ESB. villi forystufólki okkar  sýn. Þessvegna held ég þeir hnykki á einhverjum meintum afglöpum fyrri ríkisstjórnar,til réttlætingar á framferði sínu.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2010 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband