Góður fundur

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hélt góðan opinn fund í Valhöll  hádeginu í gær. Form fundarins var fínt, stutt ræða hans, hann einn uppi á sviði og til svara og nægur tími fyrir spurningar, þannig að þau komust að sem vildu.

Ég tróð mér að að vanda og fékk skýrari svör en fyrr: Flokkurinn er gegn ESB- aðild. Bjarni lýsti því síðan hve undarlegt það er að halda umsóknarferlinu áfram þegar aðeins einn flokkur stendur að því, Samfylkingin (sem er ekki þjóðin, innskot ÍP). Erlendir viðsemjendur furða sig á þessu líka þegar þeir sækja okkur heim.

Tilfinningin eftir fundinn er sú að flokkurinn sé að straumlínulagast á þann hátt að árangur náist til framkvæmda fyrir þjóðina, ef til nauðsynlegra kosninga kæmi. En skýrum línurnar enn betur. Andstaða forystu flokksins við Icesave- samning og ESB- aðildarumsóknina var alls ekki skýr, enda hangir það tvennt á sömu ESB- spýtunni. Nú heyrist mér vera komið ákveðnara hljóð í strokkinn. sigurdur_kari_kristjansson_althm.pngoli_bjorn_karason_althingismadur.pngÞá loksins á þjóðin von um að eitthvað gerist í öllum þeim alvöru málum hér heima við sem taka þarf á. Ég fagna því.

Ég fagna líka þingmönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Óla Birni Kárasyni.  Innkoma þeirra skiptir okkur öll máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Ívar.  Innilega sammála að kominn er tími fyrir einurð varðandi icesave og ESB.  Hef hinsvegar áhyggjur af lítilli stefnufestu sjálfstæðisflokks í siðferðismálum, þar vaða um alþingi vafasamir pappírar og ótrúverðugir.  Ætli sjálfstæðisflokkurinn að vera raunhæfur kostur hægri manna á Íslandi þarf grasrótin að vakna.

Kveðja, LÁ

Lýður Árnason, 22.4.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Ívar, ég var líka á fundinum og mér fannst Bjarni standa sig ljómandi vel.  Hann svaraði af mikilli yfirvegun og persónulega finnst mér hann stöðugt vaxandi sem formaður flokksins. 

Ég hjó einnig eftir innleggi Ragnars Önundarsonar og þá sérstaklega lokaorðum hans, sem sannfærði mig enn frekar um heilindi Davíðs Oddssonar.

Ég er algerlega sammála Bjarna þegar hann segir að í raun sé eini kosturinn að efna til kosninga eins og staðan er.  Þá fáum við Sjálfstæðismenn líka kjörið tækifæri til endurnýjunar og uppgjörs.

Sigurður Sigurðsson, 22.4.2010 kl. 08:49

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakka þér Ívar -

Sammála þér um fundinn - Bjarni vex með hverju verkefni og ég var stoltur af mínum formanni - hann virkaði öruggur - yfirvegaður - tók erfiðar spurninga - sallarólegur.

Við verðum að tryggja það að kosning hans á Landsfundinum verði glæsileg -

hann er svo sannarlega búinn að vinna fyrir því.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.4.2010 kl. 08:59

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að því gefnu að við þurfum á þessum klúbbi að halda er Bjarni óumdeilanlega foringinn sem þið verðið að styrkja. Hvorki hann eða þið hafið hinsvegar gert upp við fortíðina en fallið í þá gryfju að afneita þeim svip sem flokkurinn birti svo glöggt á andlitinu á aðdraganda stærstu efnahagsmistaka sögunnar.

En Bjarni er glæsimenni og vel máli farinn auk þess að tala góða og fallega íslensku áreynslulaust.

Þið þurfið að viðurkenna undanbragðalaust að stefnan var einfaldlega sett á óheft veisluhöld og veisluföngin illa fengin. Og þið þurfið að viðurkenna að þið komuð ekki auga á að óheft græðgi er ekki boðleg pólitík.

Einfalt: Gleðilegt sumar!

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 09:29

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Fyrir fundinn lofaði Bjarni Ben mér peningafyrirgreiðslu í bönkum, innvígslu í valdaklíkur og aðgengi að vinnuhópi um lagasetningar sem varða mín mál, þannig að ég geti hnikað þeim mér í vil. Ég sagði umsvifalaust skilið við siðferði, heiðarleika og réttlæti og gekk umsvifalaust í flokkinn. Gaman er frá að segja að á umræddum fundi þekkti ég mörg andlit sem höfðu svipaða sögu að segja, öll voru þau brennimerkt á enninu og allt sem þau litu á varð að ösku.

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.4.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband