Öskurok aðfararnótt mánudags

volcanic_ash_storm_190410.png

Hér er mynd af vindaspánni mánudag 19/4 kl. 04:00. Ösku- þreifandi bylur undir Eyjafjöllum ef ég skil þetta rétt, en spáin er bara svona:

„Mánudagur: Ákveðin norðanátt ber gosmökk til suðurs frá Eyjafjallajökli. Öskufall því líklega einkum suður af gosstöðinni, en einnig má búast við einhverju öskufalli yfir A-Landeyjar og jafnvel í Vestmannaeyjum. Líklega léttskýjað lengst af og gott skyggni.“

Mér sýnist að rýma þyrfti svæðið sunnan gosstöðvanna eða að hafa uppi ákveðnari aðgerðir, þar sem sandblásin aska og brennisteinn fer í hvern kima og hvert lóuþrælsungalunga. Fínustu kornin komast allt í rokinu.

En sem betur fer tekur þetta fljótt af. Við sem erum norðanmegin við ósköpin getum enn andað léttar, sbr.dóttir mín á myndinni.iceland_volcano_hera_ivarsdottir.jpg

 


mbl.is Fólk flýr öskufallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

"Lítið er lunga / í lóuþrælsunga, / þó er enn minna / mannvitið kvinna."

Torfi Kristján Stefánsson, 18.4.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ÞAð liggur öskubakki yfir skóogumogég sé ekki betur en að einn sé þarna að baki dóttlunnar. Öskubakkar eru ekkert grín.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband