Evran glóir ekki lengur

evrangloirekkieurogratt.pngGrikkland, Írland, Portúgal og Spánn skrifa gúmmítékka á Evrurnar sínar, en Tékkar sýna sjálfir ábyrgð og vilja ekki Evru fyrr en ríkisfjármálin eru komin í lag, enda er langur vegur í Maastricht- skilyrðin eins og á Íslandi. Þjóðverjar hertu líka skilyrðin fyrir þjóðir sem bregðast Evrunni.

Á meðan er Stjórnlagaþing hér þannig saman sett, að aðeins 4 af 25 fulltrúunum (skv. Fréttablaðinu 4.des) standa gegn því að í stjórnarskrá verði ákvæði sem heimili framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana eins og ESB. Þar af eru tveir mjög andvígir en tveir frekar andvígir.  Drýgsti hluti Stjórnlagaþings gæti því mjakað okkur í átt að ESB og Evru ef þau hefðu eitthvað umboð eða vald. Eins gott að það er ekki fyrir hendi.


mbl.is Langt í að Tékkar taki upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband