Opið bréf til Forseta Íslands

skjaldarmenrki_slands.pngHæstvirtur Forseti, Ólafur Ragnar Grímsson!

Gjáin milli þings og þjóðar varð að Stóragili í dag, 16. febrúar 2011 kl. 15:24 þegar Icesave III- samningurinn varð að lögum á Alþingi. Þetta gerðist þrátt fyrir það að 62% þjóðarinnar vildi þjóðaratkvæði um samninginn og yfir 30.000 manns náðu að beiðast hins sama með undirskriftalista á nokkrum dögum. Einnig fór nær helmingur Alþingismanna fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, nema þingmenn ríkisstjórnarflokkanna.

Icesave- samningarnir eru líklegir til að valda þjóðinni verulegum búsifjum og ánauð um komandi tíð. Auk þess er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu með þessari samþykkt . Ef einhver á að kalla slíkt yfir þjóðina er það hún sjálf. Því heitum við á þig, virðulegi Forseti, að neita ofangreindum lögum samþykkis og að beina þeim til þjóðaratkvæðis.


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband