Orka Íslands undir stjórn ESB

Cables

Samfylkingin er ekki af baki dottin í að koma yfirstjórn íslenskra mála undir stjórn ESB. Til þess er ekkert sparað, stjórnarskránni skal breytt og nú orkudreifingu með sæstreng þannig að ESB nái því til sín sem batteríið kýs, eftir að hafa lokað öllum kjarnorkuverum í Þýskalandi og klúðrað gasstreymi frá Norður- Afríku.

Ef Ísland yrði í Evrópusambandinu færi yfirstjórn orkumála í þess hendur. Fyrirsjáanlegar orkukrísur Evrópu myndu láta ESB krefjast stærri hluta orkunnar héðan, þar sem stóriðjan sæti á hakanum, en einungis álið er um 40% útflutningsvara Íslands.  Landsvirkjun hefur af og til þurft að grípa til skömmtunar á þurrka- og álagstímum, en slíkt yrði daglegt brauð þegar klíkukarlar í Brussel ráða tökkunum. Auk þess yrði sæstrengurinn að borga sig og það gerir hann einungis ef mikil orka er flutt úr landi ónýtt hér.

Þróun íslensks iðnaðar myndi líða fyrir sæstrenginn og Íslendingar yrðu þjáningarbræður í orkukrísum Evrópu, algerlega að nauðsynjalausu.

Hvers máli talar Samfylkingin eiginlega? 


mbl.is Skipar starfshóp um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Skil þetta ekki ég hélt að raforkan væi best nýtt til atvinnustarfsemi hér á landi,en ekki flytja hana út með miklum kostnaði og orku tapi. Ekki síst þegar núverandi stjórnvöld vilja helst hvergi virkja.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.4.2012 kl. 20:26

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Forstjóri Landsvirkjunar talar í véfréttastíl.  Inntur eftir því, hvaðan orkan eigi að koma, fer hann að tala um stækkun núverandi virkjana, sem gefur smáræði m.v. 1000 MW þörf sæstrengs, en lágt kostnaðarverð, og vindmyllur.  Það þarf 600 vindmyllur um allt land fyrir aflflutning af þessu tagi.  Hvernig í ósköpunum eiga vindmyllur á Íslandi að keppa við vindmyllur í Evrópu um orkusölu inn á evrópskan markað ?  Það er ekki heil brú í þessum sæstrengshugmyndum Landsvirkjunarmanna.  Afar auðvelt er að sýna fram á, að hann er þjóðhagslega óhagkvæmur, þ.e. nýting orkunnar innanlands veldur meiri hagvexti en sala orkunnar utan.  Það er blekking að halda því fram, að orkuverð til raforkunotenda á Íslandi muni verða óbreytt eftir tengingu við Stóra-Bretland eða meginlandið.  Strengjaframleiðendur eru enn ekki í stakkinn búnir að framleiða sæstreng fyrir nægilega háa spennu DC, sem þessi mikla vegalengd útheimtir, svo að töpin verði ekki óheyrileg.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 12.4.2012 kl. 21:55

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það má skjóta því inn að nýtingarstuðull vindrafstöðva er aðeins um 0,2 (ef til vill 0,3 við bestu skilyrði). Þannig framleiðir vidrafstöð sem er 1 megawatt árlega aðeins um 20% af þeirri orku sem jafn stór vatnsaflvirkjun framleiðir.

Það er því auðveldur hugareikningur að finna út hve margar 1 megawatta vindmyllur þarf til að framleiða að jafnaði 1000 megawött.
Sjónmengun? Hljóðmengun?

Dæmi um 1 MW vindrafstöð: http://www.etcgreen.com/horizontal-axis-wind-turbine-1mw

Ágúst H Bjarnason, 13.4.2012 kl. 09:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarf þá ekki líka að stofna nýjan samningshóp í aðildarviðræðunum við ESB?

Hann myndi auðvitað verða kallaður "naflastrengshópur".

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 15:56

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sælir;

Ég gaf mér meðaltal uppsetts afls per vindmyllu 5 MW og nýtingarstuðulinn 0,3.  Þannig sló ég á, að 600 vindmyllur þyrfti, en þær gætu farið upp í 1000 stk með lægri nýtingarstuðlinum.  Nú hefur komið fram, að LV er að gæla við 700 MW aflflutning, og verða vindmyllurnar þá 700 talsins, ef meðalstærðin verður 5 MW, til að framleiða jafnmikla orku og jafnstór vatnsaflsstöð.  Mér er fyrirmunað að skilja, hvers vegna LV eyðir fé og tíma í vindmyllurannsóknir, þegar a.m.k. 10 TWh/a hagkvæmrar vatnsorku er óvirkjuð samkvæmt Rammáætlun.

Bjarni Jónsson, 13.4.2012 kl. 22:43

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Lýsingarnar á vindmyllunum minna ærlega á Don Kíkóta, enda jafn fáránlegar hér. Svandís kemur í veg fyrir Þjórsárvirkjanir hér sem gagnast gætu ýmissri starfsemi í skilvirkni sinni, en varla myndi hún samþykkja óskilvirkar og ljótar fugladrepandi viftur uppi um fjöll og firnindi í sviftivindalandinu mikla.

Ívar Pálsson, 14.4.2012 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband