Vingulsháttur og rangtúlkanir

Makrill FAOÓsköp er beinlaust nefið á ráðherra ef hann fær sig ekki til að leyfa löndun á Íslandi á makríl af Grænlandsmiðum, jafnvel af hálfíslenskum skipum. Hann setur sig í dómarasæti um makrílinn, sem brýtur allar mannanna reglur og færir sig til að vild, milljón tonn sunnan úr höfum Evrópumegin og kannski góður slatti af frændum hans frá Ameríkuhliðinni upp með Grænlandi.

Lögin sem ráðherra reynir að skýla sér á bak við má túlka örþröngt eins og hann gerir, eða víðara sem er sjálfsagt og hentar hagsmunum Íslendinga og Grænlendinga.

Eltingarleikur Steingríms J. við Evrópusambandið tekur á sig ýmsar myndir. Þetta er ein þeirra.


mbl.is Fékk ekki að landa hér makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margir bíða í óþreyju eftir að völdum þessarar stjórnar fari að ljúka.

Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2012 kl. 10:21

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Löndun á makríl frá öðrum þjóðum á Íslandi gæti einfaldlega veikt okkar málstað svo að skaði hljótist af. Landanir frá öðrum þjóðum eru sjálfsagðar þegar búið er að semja um makrílinn.

Að makríllinn sé Amersískur er frekar ólíklegt þar sem hann þyrfti að fara í gegnum kalda hluta hafstraumana sem fara um Grænlandssund eða að hann þyrfti að fara mjög austarlega djúpt suður af landinu og síðar norður og vestur með.

Túnfiskurinn í sunnanverðri landhelginni er vísbending um að makrílinn haldi sig oft sunnarlega í landhelginni og sé hér mun oftar á ferð í okkar landhelgi en margir vilja trúa. Hvað þessar fæðugöngur ná vestarlega ræðst væntanlega af hitastigi og ætisframboði í Irmingerhaf og er þá viðbúið að hann lendi í Norður-Íslands Irmingerstraumnum og berist jafnvel vestur og norður fyrir land þegar best lætur enda getur frumframleiðni orðið mikil á þessum slóðum á þessum árstíma og þar af leiðandi mikið framboð af rauðátu.

Eggert Sigurbergsson, 20.7.2012 kl. 12:22

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef aldrei getað skilið af hverju íslendingar þurfa að semja við aðrar þjóðir um hvað þeir gera í íslenzkri landhegi.

Íslendingar eiga að fara eftir því sem íslenzkir fiskifræðingar telja að sé hæfilegur afli.

En að neita grænlenzku skipi að landa afla sínum í íslenzkri höfn er fyrir neðan allar hellur, getur Steingrímur Júdas ekki gert nokkurn skapaðann hlut rétt?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 20.7.2012 kl. 12:48

4 Smámynd: Aðalbjörn Þ Kjartansson

Man ekki betur en að einhver hafi nefnt "druslur og gungur" á alþingi. Það skyldi þó ekki hafa hitt hann sjálfan fyrir?

Aðalbjörn Þ Kjartansson, 20.7.2012 kl. 16:49

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Helga, ég held að flestar aðrar stjórnir hefðu nú leyft vinum okkar Grænlendingum að landa hér. Hvað þá tveimur skipum frá Guðmundi í Brimi, sem veiddu makrílinn á Grænlandi en fengu ekki að halda áfram vegna ríkisstjórnarinnar hér.

Eggert, takk fyrir ábendingarnar. En ég fæ ekki séð að landanir af öðrum svæðum veiki málstaðinn vegna okker eigin veiða. Svo er hvort eð er ósamið um grálúðuna, en samt er henni landað hér á landi á fullu. Þessi haftapólitík um löndunarhafnir kemur auðlindastýringu ekkert við.

Jóhann, rétt hjá þér. Sjáðu líka hvernig Norðmenn fóru með lúðuna hér. Að vísu eru fiskifræðingar ríkisins sem heild gjarnan full- varkárir.

Aðalbjörn, ég uppnefi engan. Ef einhver er með vingulshátt eða rangtúlkun í einhverju máli, þá breytir það engu um hvernig maður hann er. Mætustu menn gera mistök. En hvað á við hér geta menn metið fyrir sig.

Við Íslendingar ættum að taka þjónustu við Austur- Grænland svo alvarlega að líkast sé því að við tökum svæðið í fóstur.

Aðeins sárafáir af 56.000 Grænlendingum eru á svæðinu en athafnir verða miklar á næstu árum.

Svona illa hugsuð stífni eins og að banna löndun hleypir bara illu blóði í fólk, algerlega að nauðsynjalausu. Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af "samningsstöðu" okkar við ESB í makrílnum, heldur af stöðu heildarhagsmuna Íslendinga þegar svona er haldið á málum.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband