Björt framtíð í Evrulandi með VG umhverfismál!

Talsmaður Bjartrar framtíðar telur flokkinn deila ESB- málum með Samfylkingu og umhverfismálum með Vinstri grænum. Annaðhvort hafa væntanlegir kjósendur Bjartrar framtíðar þá ekki kynnt sér stefnumál flokksins eða þá að þeir trúi virkilega á fortíðarhyggju- haftastefnu VG í umhverfismálum og að Evrópusambandsaðild sé einstaklega heillandi, sérstaklega í Evrulandi! Trúlegt að slíkur jaðar- sértrúarhópur á Íslandi geti unnið með hinum almenna Sjálfstæðis- Íslendingi, sem lítur á hvorttveggja sem veginn til glötunar eins og ljóst hefur verið sl. 4 ár.

Flokkurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur með í næstu ríkisstjórn, ef meirihluti næst ekki, verður ekki flokkur sem heldur sig fast við aðild að Evrópusambandinu, né sá sem tefur vísvitandi eðlilega framþróun Íslands í orkumálum. Svokölluð „Björt framtíð“ fer því aftast í röðina.


mbl.is „Meira að marka núna en áður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef einu sinni staðið fyrir framan Árna Þór Sigurðsson, eftir fund með Steingrími og fleirum.

Ég komst ekki hjá því að skynja, að hvorugur þeirra: Árni og Steingrímur, réði nokkru um hvernig framgangur mála væri hér á landi. Ég ætlaði að skammast og ausa úr skálum reiðinnar, en skynjaði þegar ég stóð augliti til auglitis við Árna Þór, að þeir væru hertekin og valdalaus peð í öllu leikritinu. Ég sagði þá í staðin fyrir plönuðu skammirnar, það eina sem ég gat sagt, við Árna Þór: Guð hjálpi ykkur, og okkur öllum.

Ég endurtek þessi orð mín hér á þinni síðu Ívar, guð hjálpi þeim og okkur öllum.

Meira er ekki í mínu valdi að gera, og takk fyrir plássið á síðunni þinni, að fá að segja frá því sem ég skynjaði fyrir utan fundarsal Háskóla Íslands fyrir löngu síðan, (c.a. fyrir einu til tveimur árum síðan).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2013 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband