2 af 3 gegn inngöngu í ESB

ESB ja nei 02 2014

Skoðanakönnun Vísis staðfestir enn hve ákveðnir Íslendingar eru í andstöðu sinni við inngöngu í ESB. 65,7% þeirra sem afstöðu tóku standa gegn inngöngu en 34,3% fylgja henni. Enginn heilvita pólitíkus reynir að smokra Íslandi inn í ESB með þetta bakland. 

Spurningin um kosningu um „framhald aðildarviðræðna“ (í stað þess að fara aftur í aðlögun að ESB) er síðan sett fram þannig að fólk vill vera diplómatískt og fara í þjóðaratkvæðagreiðslu núna, þrátt fyrir að hrein andstaða við inngöngu í Evrópusambandið sé öllum ljós.

Skýr vilji þjóðarinnar hefur legið fyrir í mörg ár: Íslendingar vilja ekki aðild að ESB, sama hvernig málinu er þvælt. 

Takið eftir að 88% Sjálfstæðisfólks standa gegn aðild að ESB skv. niðurstöðunum og 76% Framsóknarfólks. 

Island i ESB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það ætti ekki að vera neitt að því að biðja fólk um að svara þessari spurningu með JÁ eða NEI: "Vilt þú að Ísland gerist fullgilt aðildarríki Evrópusambandsins?" Miðað við ofangreindar forsendur mundi málinu vísað frá með 2:1 og væri þar með úr sögunni um hríð að minnsta kosti. Og Íslendingar mundu halda áfram samstarfi sínu við erlendar þjóðir, beggja vegna Atlantshafsins og víðar um heim.

Flosi Kristjánsson, 3.2.2014 kl. 12:30

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Flosi, fyrst og fremst þarf vilji til verksins að vera fyrir hendi hjá fólki til þess að athuga beri hvort fullveldisframsal eigi yfirleitt að verða reynt. En vilji fólksins er skýr, með fjölda skoðanakannanna í mörg ár, hvað þá ef spurt er skýrt og skorinort eins og þú nefnir, en ekki verið í útúrsnúningum í hverjum fréttatíma beggja stöðva um þetta einfalda mál.

Ívar Pálsson, 3.2.2014 kl. 14:44

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Björt framtíð og Samfylkingin eru með nær nákvæmlega sömu fylgni (þeirra sem afstöðu tóku) við inngöngu í ESB, þ.e. rúm 78%. Ég efast um að 2/3 hluti Íslendinga geri sér grein fyrir þessu, þar sem fylgni við Bjarta framtíð er svo mikil, en hún kallar yfir okkur ESB- framtíð ásamt Samfylkingu, sem drýgsti hluti þjóðarinnar vill ekkert með hafa.

Ívar Pálsson, 3.2.2014 kl. 15:20

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá verðum við að koma því til skila. Það tók tímana tvo að koma þeim sem í engu fylgdist með,að skilja að svokallaðir samningar um ESb voru ekki á dagskrá,heldur bein upptaka reglna apparatsins.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2014 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband