Sushi er fyrirtaksmatur

Sushi lax

Hætt er við því að hræðsluáróður eyðileggi þá ánægjulegu þróun sem hefur átt sér stað með sushi á Íslandi. Langmest af þeim fiski sem notaður er hefur verið fryst áður en sushi- ið er framleitt og söluaðilar ættu að kynna sína meðferð fisks fyrir neytendum. Sushi- verksmiðjan sem ég tengdist forðum naut velgengni m.a. vegna ofurfrystingar á fiskinum, t.d. í Þýskalandi í upphlaupi fjölmiðla þar vegna álíka umfjöllunar og hér á sér stað.

Áður fryst 

Meðhöndlunin á laxi er hvort eð er auðveldari eftir frystingu en ella. Túnfiskur, heitsjávarrækja, krabbalíki ofl. hefur allt verið fryst áður en það fer í sushi hér á landi. Spyrjið uppáhalds- sushi- framleiðandann ykkar hvort allur fiskur hafi verið frystur, áður en þið farið að færa ykkur yfir í „örugga“ vöru eins og kjúkling eða eitthvað annað. Sushi er kraftmesta fæði sem til er. Styðjum íslenska sushi- gerð!


mbl.is Hringormur veldur bráðaofnæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hitti ég einu sinni "eldri" mann á námskeiði fyrir atvinnulausa í Danmörku sem eitthvað hafði komið nærri útflutningi til Japans, og bar hann þér vel söguna. Hafði verið með þér í Japan.

Hins vegar er sushiframleiðsla í Danmörku hreint og bein ógeðsleg eins og hún er nú. Íslenskt sushi er yfirleitt gott, nema þetta leiða fyrirbæri að setja rjómaost í maki. Það er ljóta perversjónin. 99% Japana eru með laktósaóþol eins og ég, og ég get ekki ímyndað mér að þeir sem ferðamenn á Íslandi njóti rjómaostasushis.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.4.2014 kl. 08:54

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir, Viljálmur Örn. Japanir reyndust mér vel og kenndu manni að hugsa skýrar og skilmerkilegar um vöru og verknað.

En vegna rjómaosts í maki: Við gerðum ýmsar tilraunir með Japönum, Þjóðverjum og Bretum. Japanir vildu allt hefðbundið, Þjóðverjar hrátt og fínt, en Bretar soðið, reykt og í sósum! Bretinn er til í blandaða rétti þannig. Vonlaust er að selja breskri húsmóður hráan hvítfisk til átu, en sú þýska vill hann, bara frosinn áður. Sósurnar fara vel í Bretana og Ameríkana, sem vilja rjómaost og majones í maki- ið.

Markaðurinn ákveður þetta. En þú skalt bara biðja sushi- framleiðandann þinn um að gera þá bita sem þú vilt, nokkrir aðilar gera þetta núna. Ég bið t.d. um laxinn í stað heitsjávarrækju, sem gengur yfirleitt.

Ívar Pálsson, 2.4.2014 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband