Óbifanlegur með axarskaftið

Bjorn og madurUtanríkisráðherra heldur sig við axarskaftið sitt, að draga úr þjóðarframleiðslu og að valda spennu við vinaþjóðir með fylgni í blindni við ESB- viðskiptabann á Rússland. Þetta er eitt skýrasta dæmi nútímans um það hvernig mistækum stjórnmála-mönnum tekst að eyðileggja uppbyggingar- starf fyrri áratuga, sem miðaði t.d. að því að hámarka virði íslenskra sjávarafurða til manneldis fyrir almenning í Rússlandi.

Sjálfsagður þrýstingur

Þó það nú væri að maðurinn verði beittur þrýstingi vegna þessarar arfavitleysu sinnar! Hve margar ræður hafa verið haldnar á vegum ráðuneytis hans þar sem pólitíkusar tala um að þeir geri flest til þess að aðstoða útflytjendur íslenskra vara í sókn sinni á erlenda markaði? Þeir gera það um tíma en venda svo kvæði sínu í kross og senda okkur í útlegð og hanga svo á vitleysunni eins og hundur á roði.

ESB þrýstir ekki á

Rússar munu ekki "skila" Krímskaga frekar en Úkraínumenn þegar þeim var honum gefinn. Þrýstingur okkar á Rússa er hvort eð er nær enginn og sérstaklega þegar haft er í huga að t.d. erlend orka til Þýskalands á síðasta ársfjórðungi kom 70% frá Rússlandi. Það er nú allur þrýstingurinn! Hver heldur að sú þjóð og þar með allt ESB vilji beygja Rússa frekar? En við sitjum öll eftir með sárt ennið þar sem utanríkisráðherra í þrjóskukasti vill ekki líta út þannig að hann hafi gefið eftir. 

Ef einhver með viti snýr þessari ESB- fylgni við þá hefur það mjög jákvæð áhrif á hagkerfið Ísland.

 


mbl.is Hefur orðið fyrir miklum þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann veit vel hvaða skaða hann hefur valdið sjávarutveginum.Helst er ég á því að hann sæki ráð til óvandaðra. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2016 kl. 02:16

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Núverandi utanríkisráðherra missti af sögulegu tækifæri til að brjóta í blað eftir samfellt fjögurra ára skammarlegt skeið íslenzku utanríkisþjónustunnar, þar sem aldrei örlaði á sjálfstæðri afstöðu og hagsmunir landsins voru fyrir borð bornir í sorglegum mæli.  Það var þó ekki við öðru að búast.

Bjarni Jónsson, 30.1.2016 kl. 10:59

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Helga og Bjarni, þið mælið manna heilust.

Ívar Pálsson, 30.1.2016 kl. 13:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarfur ertu sem fyrrum í baráttunni fyrir efnahagslega sjálfstæðri og stoltri, fullvalda þjóð á þessu landi, Ívar. Heilar þakkir fyrir afar góða grein þína, þessa tímabæru ádrepu, sem vonandi er, að ríkisstjórnin hlusti á (fremur en gatslitnu plötuna hans Gunnars Braga) nú þegar bæði Frakkland og Bandaríkin eru farin að gefa í skyn, að þessum viðskiptaþvingunum verði afétt síðar á árinu.

Leiðtogar ríkisstjórnar okkar, sem hafa verið svo arfaslappir í málinu hingað til, geta ekki verið þekktir fyrir að láta einum manni það eftir að eyðileggja makrílmarkað okkar annað heilt sumar.

Jón Valur Jensson, 30.1.2016 kl. 13:30

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk kærlega, Jón Valur. Mér fellust nú hendur í dag þegar Elín vinkona mín Hirst varði viðskiptabannið út í eitt og bætti við að við útflytjendur fyndum aðra markaði (en þann stærsta í heimi sem tók óratíma og miklar fjárfestingar að byggja upp). Líklega dæmi um Law of Triviality, þar sem gríðarstórar fjárfestingar fá ekki þann tíma og vigt í umræðu sem smáupphæðir gera, sem flestir skilja. 

https://en.wikipedia.org/wiki/Law_of_triviality

Ívar Pálsson, 30.1.2016 kl. 20:20

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þingmenn og ráðherrar virðast gleyma því upp til hópa að þeir voru kosnir til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, sem eru svo augljóslega gegn þessu viðskiptabanni á Rússa. Ráðherrann bað meir að segja óbeint um bann á okkur, þegar Rússar hikuðu vel og lengi að setja bannið á. Þá ítrekar utanríkisráðherra stuðninginn við rammspillta ríkið Úkraínu sem er ekki í NATÓ. Hvaða masókismi er þetta fyrir okkar hönd? Og enn heldur kappinn áfram.

Ívar Pálsson, 30.1.2016 kl. 20:29

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

En gleymum svo ekki, að án þess jafnvel að kanna það fyrir fram, hver kostnaður okkar yrði af viðskiptastríði, þá áttu allir þingflokkarnir þátt í þessari skaðsamlegu ákvörðun, ekki aðeins ríkisstjórnin, heldur líka stjórnarandstaðan, þ.m.t. "Björt framtíð" (sem virðist eiga sér takmarkaða framtíð) og Píratar, sem þykjast þó vera svo sérstakir og sér á báti!

Jón Valur Jensson, 30.1.2016 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband