Sleppið að leggja Orkupakkann fram

Tilskipun hendiBretar eiga að yfirgefa ESB eftir átta daga, en Ísland hefur níu daga til þess að leggja Þriðju orkutilskipun ESB fyrir Alþingi. Best færi ef sleppt yrði að leggja Orkupakkann fram, þar sem engin knýjandi nauðsyn er á því og margt þarfara er að ákveða á þinginu.

Frumvarp til óþurftar

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins munu samt leggja þennan ósköpnuð fram ("það er auðvitað markmiðið"), eflaust til þess að friðmælast við þann litla hluta ESB/EES- sinna flokksins sem ekki fór yfir í Viðreisn Samfylkingar. En engin þörf er á því, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn skv. landsfundi sínum, stendur skýrt gegn því fullveldisafsali sem í tilskipuninni felst.

Takið eftir, þetta er ESB-tilskipun. 27 Evrópulönd suðu hana saman (eða raunar mest Þýskaland og Frakkland) og henni verður ekki breytt núna af þjóð sem gerði samning um viðskipti við ESB fyrir áratugum síðan.

Letjum ráðherrana til þess að leggja frumvarpið fram.


mbl.is Orkupakkinn fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hálfsofandi þingmenn samþykktu 2017 að orkupakkinn skyldi verða hluti af EES-samningnum. 

Það hefði ekki átt að gera, ekki frekar en að samþykkja að járnbrautartilskipun ESB væri hluti af EES-samningnum. 

Þetta hefðu þeir ekki átt að gera og nú eigum við að súpa seyðið af því. 

Ómar Ragnarsson, 22.3.2019 kl. 00:04

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað er eiginlega að gerast innan forystu Sjálfstæðisflokksins, er grjótharða Sjálfstæðismanninum mér ógjörningur að skilja. Verði þessi óskapnaður lagður fram, í trausti þess að atkvæði stjórnarandstöðunnar tryggi honum fylgi, er ljóst að "forystusveit" Sjálfstæðisflokksins hefur gert uppreisn gegn öllum gildum flokksins og niðurstöðu síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins! 

 Forysta sem hagar sér svona á ekki langa lífdaga fyrir höndum í embættum sínum. Hvernig grasrót flokksins getur best brugðist við er áhyggjuefni. Hún hefur jafnvel verið gerð útlæg úr eigin flokki og getur ekki látið rödd sína heyrast, eða haft áhrif. Landsfundarniðurstöður hafa ekki einungis verið gerðar marklausar, heldur hefur helstu gildum og stefnumálum Sjálfstæðisflokksins verið sturtað niður í holræsi lýðveldisafsalssinna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.3.2019 kl. 02:14

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ómar, vissulega var sú samþykkt slys. En fyrstu tvær orkutilskipanirnar voru tilmæli með valkvæðum ákvæðum og refsilausar, en þessi þriðja á að taka á því, með stjórn ACER og hörðum refsingum ef undan er brugðist. Því má alls ekki innleiða þessa, eða þá fjórðu ef út í það er farið.

Sammála, Halldór Egill. Sjálfseyðingarhvatarflokkur má hann aldrei verða, en þetta er Hara Kiri. Því Sjálfstæðisfólki fjölgar sem segja mér að það munu ekki kjósa XD í næstu kosningum ef flokkurinn keyrir þessa ESB- tilskipun í gegn um þingið.

Ívar Pálsson, 22.3.2019 kl. 09:56

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Til hvers og fyrir hvern er þessi "pakki"? "Fjórflokkurinn" ætlar að valta yfir landslýð sem fyrr, sem kýs hann aftur og aftur!! Er ekki allt í lagi með Íslendinga????

Sigurður I B Guðmundsson, 22.3.2019 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband