Stöðvum sóun í ofurhruninu

IMG_4086 - CopyEfnahagslífið er á hnjánum, en stjórnarandstaðan og meirihluti borgarstjórnar lætur eins og auka- milljarða króna sé jafnauðvelt að snara fram og 14 ma. fyrir listafólk um daginn, þegar fingri var smellt og málið var leyst.

Borgin á ekkert á ríkið

Borgin á ekkert að krefja ríkið um neitt, þegar hún sjálf verður rammskuldbundin vegna óþarfa Borgarlínu, sem kemur á versta tíma til þess að mylja undir 4% ferðalanga í Reykjavík. Fyrst og fremst eiga ríki og borg að draga þá línu inn, þó ekki væri nema stærsta hruns Íslands eða bara vegna almennrar skynsemi og þess að fara vel með fé sem yrði tekið að láni fyrir komandi kynslóð.  

Sparnaðarleiðir

Ríkið á að fara að dæmi Breta og takmarka þróunarsóun sína verulega, þ.e. þróunaraðstoð úti í spilltum heimi, amk. 4 milljarðar króna en líkast til verulega meira. Síðan myndi almennilegar takmarkanir á umsóknum hælisleitenda spara fjölda milljarða króna fyrir ríkið, en ekki síst borgina og sveitarfélögin. Flottræfilshátturinn og stoltið er alveg að fara með okkur: viðurkennum að þetta fé er ekki til og ætti ekki að vera tekið að láni.

Heilagar kýr

Nú verður að taka á heilögu kúnum: Borgarlínu, Góða Samverjanum (gjafa- ídealistanum), RÚV, Góða hælisveitandanum, Shengen- sinnanum, EES- reglukónginum (ESB- sinnanum), ríkis- atvinnuveitandanum og öllum öðrum ónauðsynlegum þáttum, sem gera ekki annað en að tæma kistuna til langframa og halda okkur í spennitreyju gjafasósíalismans úr sparibauk barnanna.  


mbl.is Annarri umræðu fjárlaga seinkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn. cool

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

En þeir sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóðfylkinguna sem fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Þorsteinn Briem, 26.11.2020 kl. 00:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna. cool

26.9.2019:

"
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára."

Sáttmáli undirritaður um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Stjórnarráð Íslands

Ríkisstjórnin er fyrir margt löngu kolfallin samkvæmt skoðanakönnunum og langlíklegast að sömu flokkar og nú mynda meirihluta borgarstjórnar verði í næstu ríkisstjórn. cool

Þorsteinn Briem, 26.11.2020 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband