Blásið í Borgarlínulúðrana

Enn ein staðfestingin á fylgni forystu Sjálfstæðisflokksins við Borgarlínu barst með Morgunblaðinu í morgun, þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi ítrekar afgerandi stuðning við hana og að þörf sé á fjölbreyttum samgöngukostum, þar sem ungt fólk líti á bifreiðina sem aðeins einn kost af mörgum í samgöngumálum. Þar virðist þó gleymast, að ¾ ferða í Reykjavík eru farnar á bílum, sem stendur ekki til að breytast.

„Einstrengingsleg nálgun“

Augljóst er að konur í yngri kantinum innan flokksins eru búnar að sammælast um það, að leiðin til aukinna áhrifa um málefni Reykjavíkur náist með því að staðfesta áfram skipulagsslysið Borgarlínu og að vinna með Samfylkingunni að uppbyggingu rándýra strætókerfisins, í stað nýrri tæknilausna sem nýta götur og vegi. Hildur segir m.a.: „Við náum takmörkuðum árangri með einstrengingslegri nálgun á menn og málefni…“. „Við þurfum að vera það mikilvæga sameiningarafl sem leiðir saman ólík sjónarmið“. Þessi lina afstaða gagnvart vinstri flokkunum vegna Aðalskipulags Reykjavíkur hefur verið dragbítur á gengi flokksins í fjöldamörg ár og skapað það eymdarástand sem nú ríkir.

Kosin gegn Borgarlínu

Bara straetoFjöldi kjósenda sem kusu flokkinn síðast í borginni, gerði það í þeirri trú að Sjálfstæðisflokkurinn stæði gegn Borgarlínu, afstaða sem oddviti hans ítrekaði á fundum og í fjölmiðlum. Heilu hverfin hefðu tæpast kosið flokkinn ef fylgnin við ofurstrætókerfið hefði legið skýr fyrir. Stuðningur hverfa og alls landsins utan mið- og Vesturbæjar Reykjavíkur við bílinn og uppbyggingu vegakerfis er afgerandi, sem kemur skýrt fram í könnunum.

Kjósið til breytinga

Íbúar Reykjavíkur sem blöskrar hvernig keyra á fjárhag borgarinnar í þrot með óendanlegri sóun í afdankaða hugmyndafræði fortíðarinnar ættu að krefjast þess af fólkinu sem það kýs til almannaþjónustu að það breyti áætlunum um Borgarlínu í ódýrari, nýmóðins kerfi sem taki mið af breyttum tímum og aðstæðum.


mbl.is Hvatar til að draga úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún Hildur Björnsdóttir er ekkert annað en "LAUMUKRATI" og á hvergi heima annars staðar en  í LANDRÁÐAFYLKINGUNNI eða jafnvel í VIÐREISN (litlu landráðafylkingunni)..

Jóhann Elíasson, 15.2.2021 kl. 07:54

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eyþóri er vorkun, því einungis var kosið um hann og honum gert að vinna með því sem flokkseigendur réttu honum.

Jónatan Karlsson, 15.2.2021 kl. 08:51

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Eg held að ef sjálfstæðiflokkurinn losar sig ekki við allar þessar

"dúkkulísur" sem allar eiga það sameiginlegt að vera í vitlausum

flokki, þá séu dagar hans taldir sem leiðandi flokkur í íslenskum

stjórnmálum. Til þess að svo verði aftur og afgerandi,

sýnist mér að einnig verði að skipta um forystu,

því ég get ekki betur séð en að sú sem er þar

í dag, viti ekki fyrir hvað sjálfstæðisflokkur á að standa og stendur fyrir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.2.2021 kl. 09:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna. cool

26.9.2019:

"
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára."

Sáttmáli undirritaður um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Stjórnarráð Íslands

Þorsteinn Briem, 15.2.2021 kl. 09:51

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ástæðulaust að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef stefna hans er sú sama og stefna Samfylkingarinnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2021 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband