Kjósið nýorkuna inn

100 milljardarBorgarlína verður 75% greidd af ríkinu, amk. fyrsta fallið. Því skiptir mestu hver verða kosin á þing. Þessi yfir 100 milljarða króna ímyndarbardagi hefur ekkert með skilvirkni í samgöngum að gera. Strætisvagnabílstjóri sagði í viðtali í fyrradag að helstu kúnnarnir væru krakkar og útlendingar, en fullorðnir Íslendingar væru „latir“ að taka strætisvagn. Varla heldur það Strætó gangandi, enda hefur tekjumódel fyrirtækisins hrunið, þrátt fyrir tíu ára mokstur af milljarði króna á ári í 10 ár, þar sem nýorkubílar og Brynjarsfákar ýta Strætó ennþá nær hyldýpinu núna.

Sóun fyrir fáa

Verst er að nær allir stjórnmálaflokkar staðfesta fylgi við Borgarlínu, þrátt fyrir að 4% ferða séu með Strætó og helmingur íbúanna ætli nær aldrei að nota það kerfi.  Styðjum vetnisframleiðslu og uppbyggingu innviða í rafmagnsdreifingu. Endurskilgreina þarf almenningssamgöngur, sem hljóta að vera sá ferðamáti sem langflestir kjósa.

Krefjist vitrænna aðgerða af frambjóðendum ykkar.


mbl.is Ný könnun: Þrír flokkar taka fram úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var óheppin i seinustu viku.Hugðist breyta til og skrifa eitthvað spaugilegt(að mér fannst)og tengdist gömlum dögum þegar strætó var eina farartækið sem ég notaði.Spaugið var a karl að vestan bauð stúlku í sömu sveit að skoða höfuðborgina i strætisvagni,bíl átti hann ekki ofl. Svo datt mér í hug að þetta mundi eg gera kæmist ég í nýju línuna í hjólastól,en allt var þurrkað út eitthvað hef ég sært þann sem var aldrei meiningin. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2021 kl. 16:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ívar.

Þú ert eiginlega alveg með þetta.

"Styðjum vetnisframleiðslu og uppbyggingu innviða í rafmagnsdreifingu. Endurskilgreina þarf almenningssamgöngur, sem hljóta að vera sá ferðamáti sem langflestir kjósa.

Krefjist vitrænna aðgerða af frambjóðendum ykkar.".

Heilbrigð skynsemi óháð stjórnmálaskoðunum fólks, snýst aðeins um að gera það sem þarf að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.9.2021 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband