Orkukrísa Evrópu sannar sérstöðu Íslands

GasverdEvropaOkt2021aOrkuþurrð Evrópu eykst dag frá degi og gasverð tífaldast frá lægsta punkti í fyrra, en áfram heldur stjórnmálafólkið að grafa dýpri gröf fyrir þjóðir sínar með "metnaðarfullum" áætlunum um skattlagningu, höft, bönn og verðhækkanir til þess að berjast gegn hlýnandi heimi, allt í nafni manngerðra loftslagsbreytinga.

Fyrirtækin loka

Nú leggja orkufrek fyrirtæki Evrópu upp laupana, sérstaklega þau smáu og miðlungsstóru, sem mega ekki við þessum verðsveiflum á orku. Ástandið er algerlega sjálfsskapað: Kjarnorku- og kolaverum var  lokað, en það færði Rússum aukin völd á gasmarkaði. Stóra gasleiðslan Nord Stream 2 til Þýskalands var tengd og tilbúin fyrir mánuði síðan, en fer ekki af stað fyrr en kanslari landsins stimplar sitt samþykki. Áhrif Vinstri grænna eru þar veruleg og því má búast við gasleysi áfram í ESB, sem ræðst af Þýskalandi eins og alkunna er.

Norðmenn í púkkið

Jafnvel Norðmenn með allar sínar olíulindir horfa nú upp á hörmungar- verðhækkanir hjá sér, í stað þess að tryggja landsmönnum alltaf orku á skaplegu verði, sem auðvelt væri að standa við. Þangað liggja kaplar sem færa Evrópu orku, næstum því sama hvaða ástand er í Noregi, enda stýrir ESB því og gerðir eru afhendingar- samningar sem standa þarf við. 

Logn og kalt?

Nú bíður því Evrópa á milli vonar og ótta um það, hvort veturinn verði kaldur eða mildur. Miklir frostakaflar geta rústað efnahag í álfunni, sérstaklega ef lognið fylgir, þar sem vindorkuverin ná ekki að skila sér. Gasið frá Rússum og veðrið ráða því hvort Evrópa verði starfhæf eða ekki í vetur.

BNA bjarga ekki núna

Venjulega koma Bandaríkin til bjargar, en svo er ekki núna, þökk sé Biden forseta, sem stöðvaði strax framkvæmdir við olíuleiðsluna frá Alaska, en hún var nær tilbúin. Auk þess fór haftastefna hans í gang á flestum sviðum. Olíu- og gasframleiðsla Bandaríkjamanna verður því að langmestu leyti  fyrir eigin þjóð og verður gripið til útflutningsbanns ef þurfa þykir.

Virkjum áfram

Á meðan orkukrísa skekur heiminn er til fólk hér á landi sem dregur lappirnar í því að samþykkja virkjanir, sem gætu tryggt áframhaldandi orkuöryggi á Íslandi, orkuskipti, sjálfbærni, samkeppnishæfni og frumkvöðulsstarfsemi. Ef umhverfis- og auðlindamálin verða afhent áfram Vinstri grænum, þá verðum við í álíka eymdarstöðu og Evrópusambandið. Það gerum við varla sjálfviljug.

 


mbl.is „Það þarf einfaldlega að virkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

mbl.is 6.10.2021 (í dag):

"Tóm­as Már [Sig­urðsson for­stjóri HS Orku] seg­ir aðspurður að eld­gosið í Geld­inga­döl­um hafi komið upp á besta stað fyr­ir HS Orku. cool

Hugs­an­legt sé að þar verði jarðhita­svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orku­lind í tím­ans rás."

Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum, og reisa ný hús fyrir tugmilljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum. cool

En alls ekki má leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn. cool

Þorsteinn Briem, 6.10.2021 kl. 16:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er ekki tengt raforkumarkaðnum í öðrum Evrópulöndum og ódýrara er að reisa þar vindmyllur en leggja rándýran sæstreng á milli Íslands og annarra Evrópulanda með tilheyrandi orkutapi á þeirri löngu leið. cool

"The European Wind Energy Association (now WindEurope) has estimated that 230 gigawatts (GW) of wind capacity will be installed in Europe by 2020, consisting of 190 GW onshore and 40 GW offshore.

This would produce 14-17% of electricity in the European Union, avoiding 333 million tonnes of CO2 per year and saving Europe 28 billion euro a year in fuel costs. cool

Research from a wide variety of sources in various European countries shows that support for wind power is consistently about 80 per cent among the general public." cool

Wind power in the European Union

WindEurope

"Coal plants have been closing at a fast rate since the 2010s due to cheaper and cleaner natural gas and renewables." cool

Coal power in the United States

Coal mining in the United States

"
In 2019, wind power surpassed hydroelectric power as the largest renewable energy source generated in the U.S." cool

Wind power in the United States

Þorsteinn Briem, 6.10.2021 kl. 16:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark was a pioneer in developing commercial wind power during the 1970s, and today a substantial share of the wind turbines around the world are produced by Danish manufacturers such as Vestas and Siemens Wind Power along with many component suppliers. cool

In Denmark electricity sector wind power produced the equivalent of 47% of Denmark total electricity consumption in 2019, increased from 43.4% in 2017, 39% in 2014, and 33% in 2013.

In 2012, the Danish government adopted a plan to increase the share of electricity production from wind to 50% by 2020, and to 84% by 2035. cool

Denmark had the 4th best energy architecture performance in the world in 2017 according to the World Economic Forum, and the second best energy security in the world in 2019 according to the World Energy Council."

2.10.2020:

"Pól­verj­ar vilja freista þess að vera sem mest sjálf­um sér nóg­ir um raf­orku en í því sam­bandi hafa þeir hrundið í fram­kvæmd áætl­un um að virkja vind­inn í Eystra­salti. cool

Í fyrra­dag var und­ir­ritað sam­komu­lag sem fel­ur í sér náið sam­starf nær allra landa á Eystra­salts­svæðinu í orku­mál­um og til­raun­ir til að draga úr skaðleg­um út­blæstri.

Þýskur þingmaður á Evr­ópuþing­inu seg­ir yf­ir­lýs­ing­una eiga eft­ir að stór­auka fjár­fest­ing­ar í end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu.

Aðild að sam­starf­inu eiga Dan­ir, Eist­lend­ing­ar, Finn­ar, Lit­há­ar, Lett­ar, Þjóðverj­ar og Sví­ar." cool

Þorsteinn Briem, 6.10.2021 kl. 16:15

4 Smámynd: Loncexter

Nú er til fólk á íslandi sem vill að hundruðir þúsunda manna og kvenna útí heimi setjist hér að á örfáum árum. En til þess þarf augljóslega aukna orkuframleiðslu hér því samfara. En þetta sama fólk vill ekki fleiri virkjanir til að framleiða rafmagn handa þessum útlendingum sem það vill fá hingað.

Merkilegt !

Loncexter, 6.10.2021 kl. 17:14

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, Hvassahraun er einmitt í þróunarbraut óróans sem spáð er áfram á Reykjanesskaga og flugvöllurinn er sjálfkrafa úr sögunni þar. Ég sé líka ekkert að því að virkja í nýju hrauni, ekki er það á fallegustu háhitasvæðum okkar.

En gott að þú minntist á vindinn sem ESB vill virkja. Hann er brokkgengur með afbrigðum og hefur lítið verið hægt að treysta á hann undanfarið skv. Bloomberg. Því stærri hluti af kökunni sem vindorkan er, því hættara er við algeru rafmagnsleysi, sérstaklega í frosthörkum, sem hafa oft logn í för með sér.

Já, Loncester, allir á Íslandi þurfa orku ef eitthvað á að gerast. Vonandi klúðrum við ekki orkunni fyrir fyrirtækjum okkar eins og ESB, því þá hafa nýbúar eins og aðrir enga vinnustaði til þess að fara á.

Ívar Pálsson, 6.10.2021 kl. 20:08

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ótrúlegur dagur á gasmarkaðnum í dag, hækkun upp á 40% ofan á allt sem fyrir var, en lækkaði loks aftur þegar Pútín bar smyrsl á sárin og sagði Rússland geta framleitt nóg fyrir Evrópu. Hann gagnrýndi ESB fyrir að hætta með langtímasamninga og vinna bara með skammtímasamninga á markaði, sem hefur ekki virkað eins og áætlað var.

Ívar Pálsson, 6.10.2021 kl. 20:26

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vel skrifað Ívar.

Vandamlið er að fáir hafa þessa yfirsýn, sérstaklega í hvað samhengi við íslendingar erum þarna.

Þetta ætti að vera skyldulesning fyrir alla nýja og gamla þingmenn. 

Guðmundur Jónsson, 7.10.2021 kl. 09:56

8 Smámynd: Hörður Þormar

Nú fara fram viðræður um stjórnarmyndun í Þýskalandi á milli Jafnaðarmanna, Frjálsra demókrata og Græningja. Þar munu orkumál og loftslagsmál  bera mjög á góma.

Ef samningar takast á milli þessara þriggja flokka þá mun það hafa víðtæk áhrif á stefnu Evrópuríkja í næstu framtíð.

Hörður Þormar, 7.10.2021 kl. 16:44

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Guðmundur. Hárrétt, Hörður Þormar: Ef Græningjar komast þarna í lykilstöðu og veturinn verður kaldur í Evrópu, má sannarlega gera ráð fyrir alvarlegri sjálfskapaðri orkukrísu. 

Ívar Pálsson, 8.10.2021 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband