Heimsmót bábiljanna

IsbillEnginn raunvísindamaður hefur fullyrt í alvöru að Íslendingar geti breytt loftslagi heimsins með því að hætta akstri fólksbíla. Samt er þeirri bábilju haldið að fólki allan daginn og alla daga. Vörur hækka í verði, skattar og álögur rjúka upp, húsnæði og ferðalög hækka, heilu þjóðirnar berast á banaspjótum í orkukrísu, allt vegna kenningarinnar um að koltvísýringur losaður með athöfnum manna hiti heiminn út úr korti. Auðvelt er að gleyma því að fólki í heiminum fjölgar um 200.000 manns á hverjum degi, álíka öllum Íslendingum á atvinnuskrá. Hvernig geta bílatölur okkar skipt máli?

Rauntölur, ekki prósentur

Íslendingar geta ekki breytt veðurfarinu með bílhegðun sinni. Sú staðreynd fær loftlagssinna til að skipta um gír og tala um leiðandi hlutverk okkar og fyrirmynd í heiminum, í stað rauntalna sem engu breyta. Rætt er um prósentur en ekki rauntölur, því að tölurnar eru hverfandi og áhrif þeirra verða aldrei sannreyndar, sem er þó ein aðalregla vísindanna að þurfi að gera. En við erum hvort eð er einstök sem leiðandi fyrirmynd og ættum ekki að þjást fyrir það.

Léttið okkur lífið

Ef íslensku stjórnmálafólki væri virkilega annt um kjósendur sína, ætti það að hætta loftslagsáróðri, en létta álögur þeirra, láta skipulagið hjálpa fólki, sem verður leyft að ákveða ferðamáta sinn án fordóma. Þá styttist vinnuvikan, almannahagur snarbatnar, kvíði verður hverfandi og við verðum öll vinir aftur!


mbl.is Vitnaði í Andra Snæ í ávarpi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Léttur Ívar prúður og hreinskiptinn sem fyrr sendandi ráðamönnum það slétt og þvegið.Verðskuldum við nú ekki meiri nærgætni þeirra eftir allt!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2021 kl. 17:31

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Helga. Kannski verður einhvern tíma talað í rauntölum, en það er víst ekki til vinsælda.

Ívar Pálsson, 3.11.2021 kl. 14:54

3 Smámynd: Hörður Þormar

Fólksfjölgunin er eitt mesta og erfiðasta vandamál heimsins sem takast verður á við fyrr en síðar.  Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að óhjákvæmilegt er að breyta algerlega um stefnu í orkumálum.

Burtséð frá allri loftslagsvá sem einhverjir draga í efa, þá brennir heimsbyggðin árlega svipuðu magni af jarðefnaeldsneyti og það tók náttúruna  milljón ár að mynda. Það er því augljóst að slíkt getur ekki gengið til lengdar.

Ekki þori ég að fara með fleiri tölur, en þó þori ég að fullyrða að ekki þarf nema örlítið brot af "grænni orku" til þess að fullnægja allri orkuþörf mannkynsins. Það hlýtur að verða verkefni næstu framtíðar að þróa aðferð til þess að hagnýta þessa orku.

Við Íslendingar erum á "grænni grein". Vetnið er orkumiðill framtíðarinnar. Við getum í náinni framtíð orðið stórframleiðendur að vetni og afurðum unnum úr því. Það er því fullgild ástæða fyrir okkur að styðja þessa þróun.

Hörður Þormar, 3.11.2021 kl. 18:06

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Hörður Þormar, vel og lengi var rætt um "End of Oil" sem staðreynd, en svo fundust æ stærri svæði, auk nýrra aðferða. Olía og gas halda áfram. En ég er alveg sammála með orkuskiptin, þó ekki væri nema vegna sjálfbærni og sjálfstæðis Íslendinga. Vetnið er framtíðin hér, fyrir okkur og aðra. Koltvísýringur er bara ekki mengun.

Ívar Pálsson, 3.11.2021 kl. 22:10

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er sama hvað menn segja og bulla um eitthvert "kolefnalaust" andrúmsloft.!

Slíkt er, fræðilega séð, gjörsamlega óhugsandi og útilokað.!!!

Og þetta "Carbfix" þarna í Hveragerði, er svo hlægilega vitlaust, að það tekur ekki nokkru tali.

Það eitt að hugsa sér, að það það skipti einhverju máli fyrir mannfólkið, að vinna einhverja "smáögn, - fáein kíló" af kolefni og dæla því niður í jörðina, skiptir bara engu máli.

Í andrúmsloftinu svífa  milljarðar tonna af kolefni, og jörðin er full af kolefni og olíu. !!!

Og hverju ætla menn svo að breita, og til hvers, ... ég bara spyr.?

Tryggvi Helgason, 20.11.2021 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband